Ríkjandi meistari stígur á svið Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 10:02 Það mæta kanónur til leiks á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, með ríkjandi meistara Hallgrím Egilsson fremstan í flokki. Stöð 2 Sport Ríkjandi meistari mætir til keppni á morgun þegar annað keppniskvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dilyan Kolev úr Píludeild Þórs fagnaði sigri á fyrsta keppniskvöldinu, á Selfossi um síðustu helgi. Alls taka 16 bestu pílukastarar landsins þátt í Úrvalsdeildinni og keppir hver þeirra á tveimur af fjórum mótum, áður en átta manna úrslitin taka við í lok þessa mánaðar. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Í fyrsta leiknum annað kvöld mætast Grindvíkingarnir Alexander Veigar Þorvaldsson og Guðjón Hauksson. Alexander er einn af bestu pílukösturum landsins um þessar mundir en Guðjón er einn reynslumesti kastarinn á landinu og á fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Í öðrum leik kvöldsins mætast þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Hörður kemur inn í miklu formi en hann sigraði síðustu umferð efstu deildar Floridana deildarinnar sem fór fram fyrir nokkrum vikum. Árni Ágúst er ungur og efnilegur kastari sem hefur tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og mun ekki gefa Herði neitt eftir. Ríkjandi meistari mætir Skagamanni Í þriðja leik kvöldsins mætast þeir Haraldur Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Haraldur er með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efstu 8 sætunum fyrir niðurskurð. Haraldur mun þó eiga fullt í fangi með Anton þar sem hann er gríðalega öflugur. Anton tók þátt fyrir Íslands hönd á PDC World Cup of Darts ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni og er því vel kunnugur að spila fyrir framan myndavélar og fullan sal af fólki. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitanna mætir loks Úrvalsdeildarmeistarinn frá því í fyrra, Hallgrímur Egilsson, til leiks en hann spilar fyrir Pílukastfélag Reykjavíkur. Hann tekur á móti Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur er sigurstranglegri en Gunnar hefur verið að spila fantagóða pílu uppá síðkastið og verður spennandi að fylgjast með. Eftir fjórðungsúrslit kvöldins verða spiluð undanúrslit og fylgir úrslitaleikurinn þar á eftir, allt í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30 annað kvöld. Pílukast Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Sjá meira
Dilyan Kolev úr Píludeild Þórs fagnaði sigri á fyrsta keppniskvöldinu, á Selfossi um síðustu helgi. Alls taka 16 bestu pílukastarar landsins þátt í Úrvalsdeildinni og keppir hver þeirra á tveimur af fjórum mótum, áður en átta manna úrslitin taka við í lok þessa mánaðar. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér. Í fyrsta leiknum annað kvöld mætast Grindvíkingarnir Alexander Veigar Þorvaldsson og Guðjón Hauksson. Alexander er einn af bestu pílukösturum landsins um þessar mundir en Guðjón er einn reynslumesti kastarinn á landinu og á fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Í öðrum leik kvöldsins mætast þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Hörður kemur inn í miklu formi en hann sigraði síðustu umferð efstu deildar Floridana deildarinnar sem fór fram fyrir nokkrum vikum. Árni Ágúst er ungur og efnilegur kastari sem hefur tekið miklum framförum síðastliðna mánuði og mun ekki gefa Herði neitt eftir. Ríkjandi meistari mætir Skagamanni Í þriðja leik kvöldsins mætast þeir Haraldur Birgisson frá Pílufélagi Kópavogs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Haraldur er með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu umferð og þarf því nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að enda í efstu 8 sætunum fyrir niðurskurð. Haraldur mun þó eiga fullt í fangi með Anton þar sem hann er gríðalega öflugur. Anton tók þátt fyrir Íslands hönd á PDC World Cup of Darts ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni og er því vel kunnugur að spila fyrir framan myndavélar og fullan sal af fólki. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitanna mætir loks Úrvalsdeildarmeistarinn frá því í fyrra, Hallgrímur Egilsson, til leiks en hann spilar fyrir Pílukastfélag Reykjavíkur. Hann tekur á móti Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur er sigurstranglegri en Gunnar hefur verið að spila fantagóða pílu uppá síðkastið og verður spennandi að fylgjast með. Eftir fjórðungsúrslit kvöldins verða spiluð undanúrslit og fylgir úrslitaleikurinn þar á eftir, allt í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30 annað kvöld.
Pílukast Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Sjá meira