Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar 31. október 2024 23:33 Grein þessi er fyrst og fremst ætluð ungu fólki Við stöndum frami fyrir tímamótum í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að yfirgefa ríkisstjórn eftir langa veru, Vinstri Græn horfa upp á það að þurrkast algerlega út næsta kjörtímabil og þjóðernis-popúlistaflokkur, Miðflokkurinn, er á uppleið í fyrsta skiptið síðan ég man eftir mér, sem eru þó ekki nema svona 22-23 ár. Þetta kemur í kjölfari talsverðs usla seinustu ára. Stórir atburðir á heimssviðinu eins og heimsfaraldur, það sem virðist ætla að verða eilíf innrás í Úkraínu og yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu hafa markað tilveruna seinustu 4 árin. Samhliða þessu er ríkiskerfið að bregðast okkur þegar ríkiseignir eru seldar frá okkur og hagræðing og millistjórnendablæti hafa sogað fé út úr því. Ofan á bætast svo samfélagsmiðlar sem eru hannaðir með þeim tilgangi að gera okkur pirruð og þunglynd. Það er því engin furða að mikil gremja hefur ólgað undir yfirborðinu. Ég vil einblína á ungt fólk í þessu samhengi, ég hef nefnilega ágæta innsýn í þeirra heim verandi eitt af þessu unga fólki. Við bregðumst við ástandinu með því að bregðast okkur sjálfum Hvernig birtist þessi gremja hjá ungu fólki? Ég hef skoðað þetta aðeins og sé að okkar vonleysi leysist helst út á tvo neikvæða máta. Fyrst er það gegnum ofbeldi. Við höfum séð það undanfarin misseri að ofbeldi meðal ungmenna er að verða enn meiri vandamál en það var. Þessi þróun er orðin svo slæm að nú nýlega var 17 ára stelpa drepin, vinir hennar alvarlega særðir og 16 ára strákur er nú morðingi. Veltið þessum orðum fyrir ykkur. 17 ára fórnalamb morðs og 16 ára morðingi. Þetta geta ekki verið ummerki heilbrigðs samfélags. Unglinar eru ekki að ráðast á hvort annað með þeim hætti að einhver deyr þegar samfélagi gengur vel og upplifir velsæld. Önnur birtingamynd er framkoma á samfélagsmiðlum. Hvernig við tölum og berum okkur á netinu getur verið ótrúlega ljótt. Hvort sem það er með skítkasti, niðurrifi eða beinlínis hvatningum til sjálfsvígs á þau sem við sjáum sem andstæðinga okkar. Ég hef einstaklega góða innsýn í þessa birtingarmynd gremju því ég sjálfur er sekur um að hafa tekið þátt í þessu þegar ég var yngri, það er mjög auðvelt að réttlæta fyrir sjálfum sér að vera dónalegur og andstyggilegur við einhvern sem maður sér bara sem andlitslausan nasista á netinu. En þetta er samt ekki í lagi. Það er ekkert eðlilegt við það hvernig sumir leyfa sér að tala um aðra á netinu, hvernig við leyfum okkur að niðurlægja og lítillækka aðra bakvið skjöld skjásins. Þetta er þreytt tugga en þú myndir aldrei segja svona hluti auglit til auglits. Þessi framkoma helst í hendur við ofbeldið. Bæði eru ljótar birtingamyndir af reiði og vonleysi sem hefur byrjað að brjótast gegnum sprungur á yfiborðinu. Uppreisn róttækrar bjartsýni Það er erfitt að halda í vonina þegar mótbyrinn er svona mikill. Vandamálin okkar verða ekki leyst með einstaklingsgjörðum því þau eru miklu stærri en það. Engu að síður getum við tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp, að leyfa okkur ekki að detta í grafir vonleysisins og að koma fram við aðra af virðingu og væntumþykju fyrir náunganum. Við þurfum að tileinka okkur bjartsýni sem róttæka gjörð uppreisnar. Við þurfum að vona og trúa á að betri valkostur sé í boði fyrir okkur. Til þess vil ég gefa ungu fólki nokkur ráð sem gætu hjálpað til við að halda í bjartsýnina. ·Hafðu væntumþykju og virðingu að leiðarljósi. ·Finndu út hvað skiptir þig máli og reyndu að sjá hvort þú getir á einhvern hátt hjálpað til við þau mál. Ég mæli persónulega með að taka þátt í félaga- eða flokkastarfi ef þú hefur aldur til, það er mjög gefandi að koma saman með fleiri einstaklingum með sameiginleg markmið. Gerir mikið fyrir bjartsýnina. ·Hafðu lítil persónuleg markmið utan stóru málanna sem þú getur klárað og verið stolt/ur af. ·Passaðu upp á að sinna áhugamálunum þínum. ·Talaðu við fólk í raunheimum. Þessi ráð munu ekki leysa öll vandamál, en með þeim er hægt að beisla róttæka bjartsýni sem verkfæri til framfara. Verum góð hvort við annað og höldum í vonina. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Grein þessi er fyrst og fremst ætluð ungu fólki Við stöndum frami fyrir tímamótum í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að yfirgefa ríkisstjórn eftir langa veru, Vinstri Græn horfa upp á það að þurrkast algerlega út næsta kjörtímabil og þjóðernis-popúlistaflokkur, Miðflokkurinn, er á uppleið í fyrsta skiptið síðan ég man eftir mér, sem eru þó ekki nema svona 22-23 ár. Þetta kemur í kjölfari talsverðs usla seinustu ára. Stórir atburðir á heimssviðinu eins og heimsfaraldur, það sem virðist ætla að verða eilíf innrás í Úkraínu og yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu hafa markað tilveruna seinustu 4 árin. Samhliða þessu er ríkiskerfið að bregðast okkur þegar ríkiseignir eru seldar frá okkur og hagræðing og millistjórnendablæti hafa sogað fé út úr því. Ofan á bætast svo samfélagsmiðlar sem eru hannaðir með þeim tilgangi að gera okkur pirruð og þunglynd. Það er því engin furða að mikil gremja hefur ólgað undir yfirborðinu. Ég vil einblína á ungt fólk í þessu samhengi, ég hef nefnilega ágæta innsýn í þeirra heim verandi eitt af þessu unga fólki. Við bregðumst við ástandinu með því að bregðast okkur sjálfum Hvernig birtist þessi gremja hjá ungu fólki? Ég hef skoðað þetta aðeins og sé að okkar vonleysi leysist helst út á tvo neikvæða máta. Fyrst er það gegnum ofbeldi. Við höfum séð það undanfarin misseri að ofbeldi meðal ungmenna er að verða enn meiri vandamál en það var. Þessi þróun er orðin svo slæm að nú nýlega var 17 ára stelpa drepin, vinir hennar alvarlega særðir og 16 ára strákur er nú morðingi. Veltið þessum orðum fyrir ykkur. 17 ára fórnalamb morðs og 16 ára morðingi. Þetta geta ekki verið ummerki heilbrigðs samfélags. Unglinar eru ekki að ráðast á hvort annað með þeim hætti að einhver deyr þegar samfélagi gengur vel og upplifir velsæld. Önnur birtingamynd er framkoma á samfélagsmiðlum. Hvernig við tölum og berum okkur á netinu getur verið ótrúlega ljótt. Hvort sem það er með skítkasti, niðurrifi eða beinlínis hvatningum til sjálfsvígs á þau sem við sjáum sem andstæðinga okkar. Ég hef einstaklega góða innsýn í þessa birtingarmynd gremju því ég sjálfur er sekur um að hafa tekið þátt í þessu þegar ég var yngri, það er mjög auðvelt að réttlæta fyrir sjálfum sér að vera dónalegur og andstyggilegur við einhvern sem maður sér bara sem andlitslausan nasista á netinu. En þetta er samt ekki í lagi. Það er ekkert eðlilegt við það hvernig sumir leyfa sér að tala um aðra á netinu, hvernig við leyfum okkur að niðurlægja og lítillækka aðra bakvið skjöld skjásins. Þetta er þreytt tugga en þú myndir aldrei segja svona hluti auglit til auglits. Þessi framkoma helst í hendur við ofbeldið. Bæði eru ljótar birtingamyndir af reiði og vonleysi sem hefur byrjað að brjótast gegnum sprungur á yfiborðinu. Uppreisn róttækrar bjartsýni Það er erfitt að halda í vonina þegar mótbyrinn er svona mikill. Vandamálin okkar verða ekki leyst með einstaklingsgjörðum því þau eru miklu stærri en það. Engu að síður getum við tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp, að leyfa okkur ekki að detta í grafir vonleysisins og að koma fram við aðra af virðingu og væntumþykju fyrir náunganum. Við þurfum að tileinka okkur bjartsýni sem róttæka gjörð uppreisnar. Við þurfum að vona og trúa á að betri valkostur sé í boði fyrir okkur. Til þess vil ég gefa ungu fólki nokkur ráð sem gætu hjálpað til við að halda í bjartsýnina. ·Hafðu væntumþykju og virðingu að leiðarljósi. ·Finndu út hvað skiptir þig máli og reyndu að sjá hvort þú getir á einhvern hátt hjálpað til við þau mál. Ég mæli persónulega með að taka þátt í félaga- eða flokkastarfi ef þú hefur aldur til, það er mjög gefandi að koma saman með fleiri einstaklingum með sameiginleg markmið. Gerir mikið fyrir bjartsýnina. ·Hafðu lítil persónuleg markmið utan stóru málanna sem þú getur klárað og verið stolt/ur af. ·Passaðu upp á að sinna áhugamálunum þínum. ·Talaðu við fólk í raunheimum. Þessi ráð munu ekki leysa öll vandamál, en með þeim er hægt að beisla róttæka bjartsýni sem verkfæri til framfara. Verum góð hvort við annað og höldum í vonina. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun