Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 08:33 Ástralinn Jeffrey Guan var byrjaður að keppa á bandarísku mótaröðinni í golfi þegar slysið varð. Getty/Aurelien Meunier Ástralski kylfingurinn Jeffrey Guan þreytti frumraun sína á bandarísku mótarröðinni í golfi um miðjan september. Viku seinna varð hann fyrir miklu óláni. Guan er aðeins tvítugur og þetta var því stórt skref fyrir svona ungan kylfing að fá að keppa á PGA móti. Viku seinna fékk hann golfbolta í augað. Hann er nú blindur á þessu auga. „Hvernig í ósköpunum á ég að geta komið til baka eftir þetta,“ skrifaði Jeffrey Guan á samfélagsmiðilinn Instagram Slysið varð í Nýju-Suður-Wales í Ástralíu. Allt í einu kom golfbolti fljúgandi og hann fékk hann í beint í annað augað. „Allt varð svart. Ég hrundi niður og það eina sem ég man var þegar ég lá í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahúsið,“ skrifaði Guan. Hann var seinna um kvöldið fluttur með þyrlu á lækningastofu sem sérhæfir sig í augnameiðslum. Hann var í tvær vikur í gjörgæslu. „Pressan var það mikil í auganu að ég átti mjög erfitt með að sofa, hafði litla sem enga matarlyst og gat varla gengið. Allar hreyfingar sem kostuðu smá orku höfðu í för með sér ólýsandi sársauka,“ skrifaði Guan. Þegar var komið fram á þriðju viku eftir slysið þá minnkaði þrýstingurinn á auganu. Hann fékk þá fyrstu jákvæðu fréttirnar frá læknunum. „Þeir sögðu mér líka að meiðslin væru alvarleg. Ég hafði brotnað á mörgum stöðum í kringum augnbotninn og það tæki að minnsta kosti sex mánuði að gróa,“ skrifaði Guan. Að lokum fékk hann hrikalegar fréttir. Hann verður blindur á auganu til frambúðar. „Auðvitað varð ég reiður og þunglyndur. Ég hugsaði um að þetta myndi hafa miklar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu. Öll þessi vinna og allar þessar æfingar í öll þessi ár með þeim fórnum sem því fylgdi. Af hverju er þetta að gerast fyrir mig? Hvernig í ósköpunum get ég komið til baka og orðið jafngóður eða betri kylfingur. Ég hafði enga hugmynd, var alveg niðurbrotinn og týndur,“ skrifaði Guan. Það er betra hljóð í honum í dag. Hann segir hafa frábært fólk í kringum sig og ætlar að reyna að koma til baka. „Ég mun gera allt til að upplifa drauminn minn. Síðustu fjórar vikur hafa verið þær erfiðustu í mínu lífi en ég er orðin sterkari andlega eftir þetta og ég mun takast á við þessa áskorun. Ég ætla að koma til baka,“ skrifaði Guan. View this post on Instagram A post shared by Jeffrey Guan (@jeffreyguan04) Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guan er aðeins tvítugur og þetta var því stórt skref fyrir svona ungan kylfing að fá að keppa á PGA móti. Viku seinna fékk hann golfbolta í augað. Hann er nú blindur á þessu auga. „Hvernig í ósköpunum á ég að geta komið til baka eftir þetta,“ skrifaði Jeffrey Guan á samfélagsmiðilinn Instagram Slysið varð í Nýju-Suður-Wales í Ástralíu. Allt í einu kom golfbolti fljúgandi og hann fékk hann í beint í annað augað. „Allt varð svart. Ég hrundi niður og það eina sem ég man var þegar ég lá í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahúsið,“ skrifaði Guan. Hann var seinna um kvöldið fluttur með þyrlu á lækningastofu sem sérhæfir sig í augnameiðslum. Hann var í tvær vikur í gjörgæslu. „Pressan var það mikil í auganu að ég átti mjög erfitt með að sofa, hafði litla sem enga matarlyst og gat varla gengið. Allar hreyfingar sem kostuðu smá orku höfðu í för með sér ólýsandi sársauka,“ skrifaði Guan. Þegar var komið fram á þriðju viku eftir slysið þá minnkaði þrýstingurinn á auganu. Hann fékk þá fyrstu jákvæðu fréttirnar frá læknunum. „Þeir sögðu mér líka að meiðslin væru alvarleg. Ég hafði brotnað á mörgum stöðum í kringum augnbotninn og það tæki að minnsta kosti sex mánuði að gróa,“ skrifaði Guan. Að lokum fékk hann hrikalegar fréttir. Hann verður blindur á auganu til frambúðar. „Auðvitað varð ég reiður og þunglyndur. Ég hugsaði um að þetta myndi hafa miklar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu. Öll þessi vinna og allar þessar æfingar í öll þessi ár með þeim fórnum sem því fylgdi. Af hverju er þetta að gerast fyrir mig? Hvernig í ósköpunum get ég komið til baka og orðið jafngóður eða betri kylfingur. Ég hafði enga hugmynd, var alveg niðurbrotinn og týndur,“ skrifaði Guan. Það er betra hljóð í honum í dag. Hann segir hafa frábært fólk í kringum sig og ætlar að reyna að koma til baka. „Ég mun gera allt til að upplifa drauminn minn. Síðustu fjórar vikur hafa verið þær erfiðustu í mínu lífi en ég er orðin sterkari andlega eftir þetta og ég mun takast á við þessa áskorun. Ég ætla að koma til baka,“ skrifaði Guan. View this post on Instagram A post shared by Jeffrey Guan (@jeffreyguan04)
Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira