Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2024 09:02 Landsvirkjun hefur endurheimt landgæði sem jafnast á við 33.400 fótboltavelli á þeim tæpu 60 árum sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Frá upphafi hefur Landsvirkjun unnið að gríðarmikilli uppgræðslu, skógrækt og endurheimt á votlendi á eigin vegum eða í samvinnu við aðra aðila, á landi sem samtals er tæpir 24 þúsund hektarar. Uppgræðsla þessi hefur verið á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar og tengist að hluta því raski sem orðið hefur vegna starfseminnar. Fyrstu aðgerðirnar hófust á Þjórsársvæðinu og efri hluti Þjórsárdals hefur tekið stakkaskiptum á þeim áratugum sem Landsvirkjun hefur starfað þar. Á Blönduheiðum, þ.e. Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, hefur verið unnið að uppgræðslu í yfir 40 ár í stað þess lands sem fór undir Blöndulón. Nú er þar víða að finna öflugan jarðveg og falleg gróðurþekja er þar sem áður voru gróðurvana melar. Land hefur verið grætt upp á Mývatnssvæði, þar sem við rekum jarðvarmavirkjanir og stór uppgræðsluverkefni eru í gangi á Fljótsdalssvæði, allt frá Hálslóni og út á Héraðssand. Lögð hefur verið áhersla á skógrækt við aflstöðvarnar og eru umfangsmestu svæðin á Þjórsársvæðinu en einnig hefur verið stunduð töluverð skógrækt á Sogssvæðinu og Blöndusvæðinu. Á nokkrum svæðum höfum við einnig endurheimt votlendi. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að vinna þessa endurheimt landgæða í nánu samstarfi við þau sem best til þekkja. Þannig höfum við átt og eigum enn gott samstarf við Land og skóg (áður Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins), sem og heimamenn og félagasamtök. Við erum afar þakklát fyrir allt þeirra faglega framlag. Endurheimt landgæða á svæði sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum er ekkert áhlaupaverk sem er unnið á einum degi. En smám saman hefur gróðurinn náð fótfestu á þessum svæðum. Endurheimt landgæða hefur alltaf verið hluti af stefnu Landsvirkjunar því við viljum starfa í sátt við náttúruna og sýna henni virðingu. Fyrir nokkru ákváðum við að planta einungis innlendum trjátegundum í nýjum verkefnum og styrkja þannig náttúrulegt gróðurfar landsins og efla líffræðilega fjölbreytni. Við gerum okkur sannarlega grein fyrir að jafnvel þótt græna orkuvinnslan okkar sé eins umhverfisvæn og orkuvinnsla framast verður þá kallar hún á ýmsar breytingar og inngrip. Þess vegna leggjum við allt kapp á að bæta nágrenni okkar sem allra mest. Innkaup í nærsamfélagi Hluti af því að starfa í sátt við náttúruna og draga úr kolefnisspori starfseminnar felst líka í því að kaupa sem mest af vörum og þjónustu í nærsamfélagi stöðvanna okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Þessi innkaup eru af ýmsum toga, við kaupum t.d. eins mikið af aðföngum í mötuneyti starfsstöðva okkar heima í héraði og kostur er. Slíkt er hagkvæmt fyrir okkur öll og umhverfisvænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur endurheimt landgæði sem jafnast á við 33.400 fótboltavelli á þeim tæpu 60 árum sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Frá upphafi hefur Landsvirkjun unnið að gríðarmikilli uppgræðslu, skógrækt og endurheimt á votlendi á eigin vegum eða í samvinnu við aðra aðila, á landi sem samtals er tæpir 24 þúsund hektarar. Uppgræðsla þessi hefur verið á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar og tengist að hluta því raski sem orðið hefur vegna starfseminnar. Fyrstu aðgerðirnar hófust á Þjórsársvæðinu og efri hluti Þjórsárdals hefur tekið stakkaskiptum á þeim áratugum sem Landsvirkjun hefur starfað þar. Á Blönduheiðum, þ.e. Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, hefur verið unnið að uppgræðslu í yfir 40 ár í stað þess lands sem fór undir Blöndulón. Nú er þar víða að finna öflugan jarðveg og falleg gróðurþekja er þar sem áður voru gróðurvana melar. Land hefur verið grætt upp á Mývatnssvæði, þar sem við rekum jarðvarmavirkjanir og stór uppgræðsluverkefni eru í gangi á Fljótsdalssvæði, allt frá Hálslóni og út á Héraðssand. Lögð hefur verið áhersla á skógrækt við aflstöðvarnar og eru umfangsmestu svæðin á Þjórsársvæðinu en einnig hefur verið stunduð töluverð skógrækt á Sogssvæðinu og Blöndusvæðinu. Á nokkrum svæðum höfum við einnig endurheimt votlendi. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að vinna þessa endurheimt landgæða í nánu samstarfi við þau sem best til þekkja. Þannig höfum við átt og eigum enn gott samstarf við Land og skóg (áður Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins), sem og heimamenn og félagasamtök. Við erum afar þakklát fyrir allt þeirra faglega framlag. Endurheimt landgæða á svæði sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum er ekkert áhlaupaverk sem er unnið á einum degi. En smám saman hefur gróðurinn náð fótfestu á þessum svæðum. Endurheimt landgæða hefur alltaf verið hluti af stefnu Landsvirkjunar því við viljum starfa í sátt við náttúruna og sýna henni virðingu. Fyrir nokkru ákváðum við að planta einungis innlendum trjátegundum í nýjum verkefnum og styrkja þannig náttúrulegt gróðurfar landsins og efla líffræðilega fjölbreytni. Við gerum okkur sannarlega grein fyrir að jafnvel þótt græna orkuvinnslan okkar sé eins umhverfisvæn og orkuvinnsla framast verður þá kallar hún á ýmsar breytingar og inngrip. Þess vegna leggjum við allt kapp á að bæta nágrenni okkar sem allra mest. Innkaup í nærsamfélagi Hluti af því að starfa í sátt við náttúruna og draga úr kolefnisspori starfseminnar felst líka í því að kaupa sem mest af vörum og þjónustu í nærsamfélagi stöðvanna okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Þessi innkaup eru af ýmsum toga, við kaupum t.d. eins mikið af aðföngum í mötuneyti starfsstöðva okkar heima í héraði og kostur er. Slíkt er hagkvæmt fyrir okkur öll og umhverfisvænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun