Innlent

Ríkið telur ó­lög­lega boðað til verk­falls lækna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára.

Atkvæðagreiðslu um tillögu stjórnar félagsins um verkfallsaðgerðir í nóvember, desember og janúar lauk síðdegis í gær. Tæplega 93 prósent styðja verkfallsaðgerðir og var þátttaka í atkvæðagreiðsulnni 83 prósent.

Boðaðar verkfallsaðgerðir náist ekki samningur við ríkið hjá ríkissáttasemjara hefjast þann 18. nóvember en þær verða í nokkrum lotum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu upplýsti Steinunn Þórðardóttir, formaður LÍ, fundargesti á aðalfundinum um að það væri afstaða ríkisins að ólöglega hefði verið boðað til verkfallsins.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er staddur á aðalfundinum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ríkir viðbúin óánægja lækna við þá niðurstöðu ríkisins að verkfallsboðunin sé ólögleg.


Tengdar fréttir

Læknar á leið í verkfall

Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×