Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 19:03 Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/ívar Sjúkratryggingar Íslands hyggjast fara með niðurstöðu nýs úrskurðar, þar sem lögð var fjörutíu milljóna sekt á stofnunina vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, fyrir dómstóla. Forstjóri stofnunarinnar segir að málið gæti reynst afdrifaríkt. Hann hafnar ásökunum um mismunun. Greint var frá úrskurðinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segulómunarfyrirtækið Intuens, sem sótt hefur um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum eins og þrjú önnur myndgreiningarfyrirtæki en ekki fengið, kærði stofnunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru ólögmætir, fara hefði átt í útboð, - en brýnir almannahagsmunir krefðust þess að þeim yrði framhaldið til 1. janúar. 41 milljónar króna stjórnvaldssekt var jafnframt lögð á Sjúkratryggingar. „Við teljum ákaflega brýnt að reyna á það hvort þessi niðurstaða sé rétt og munum þess vegna óska eftir því að málið fari fyrir dómstóla og þar komi fram skýrari niðurstaða um það hvort heilbrigðisþjónusta sé útboðsskyld, segir Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Lítið þið ekki svo á að í þessari niðurstöðu felist ákveðinn áfellisdómur yfir ykkur? „Það náttúrulega kemur fram að okkur hafi borið að bjóða þessa þjónustu út og ef sú niðurstaða stendur er það gagnrýni á það hvernig Sjúkratryggingar hafa haldið á þessum málum.“ Gæti haft miklar afleiðingar Sigurður bendir á að útboð sé þegar hafið og standi enn yfir. Gagnrýni framkvæmdastjóra Intuens í gær sneri einkum að því að hún telji útboðið sérsniðið að fyrirtækjunum sem þegar eru á samning. Sigurður hafnar öllum slíkum ásökunum um mismunun. „Tilgangur sjúkratrygginga er fyrst og fremst að tryggja almenningi aðgang að alhliða myndgreiningarþjónustu af viðeigandi gæðum og það er það sem við vinnum að. Við erum ekki að sérsníða þetta útboð að neinu öðru en hagsmunum almennings, ef við getum orðað það þannig,“ segir Sigurður. Málið gæti reynst afdrifaríkt í stærra samhengi. „Ef öll heilbrigðisþjónusta er útboðsskyld þá hefur það mjög miklar afleiðingar, bæði fyrir starfsemi Sjúkratrygginga og þá samninga sem við gerum, en líka fyrir skipulag alls heilbrigðiskerfisins. Þannig að hér er um að ræða geisilega þýðingarmikið mál, sem verður að fá skýra niðurstöðu gagnvart.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira
Greint var frá úrskurðinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segulómunarfyrirtækið Intuens, sem sótt hefur um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum eins og þrjú önnur myndgreiningarfyrirtæki en ekki fengið, kærði stofnunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru ólögmætir, fara hefði átt í útboð, - en brýnir almannahagsmunir krefðust þess að þeim yrði framhaldið til 1. janúar. 41 milljónar króna stjórnvaldssekt var jafnframt lögð á Sjúkratryggingar. „Við teljum ákaflega brýnt að reyna á það hvort þessi niðurstaða sé rétt og munum þess vegna óska eftir því að málið fari fyrir dómstóla og þar komi fram skýrari niðurstaða um það hvort heilbrigðisþjónusta sé útboðsskyld, segir Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Lítið þið ekki svo á að í þessari niðurstöðu felist ákveðinn áfellisdómur yfir ykkur? „Það náttúrulega kemur fram að okkur hafi borið að bjóða þessa þjónustu út og ef sú niðurstaða stendur er það gagnrýni á það hvernig Sjúkratryggingar hafa haldið á þessum málum.“ Gæti haft miklar afleiðingar Sigurður bendir á að útboð sé þegar hafið og standi enn yfir. Gagnrýni framkvæmdastjóra Intuens í gær sneri einkum að því að hún telji útboðið sérsniðið að fyrirtækjunum sem þegar eru á samning. Sigurður hafnar öllum slíkum ásökunum um mismunun. „Tilgangur sjúkratrygginga er fyrst og fremst að tryggja almenningi aðgang að alhliða myndgreiningarþjónustu af viðeigandi gæðum og það er það sem við vinnum að. Við erum ekki að sérsníða þetta útboð að neinu öðru en hagsmunum almennings, ef við getum orðað það þannig,“ segir Sigurður. Málið gæti reynst afdrifaríkt í stærra samhengi. „Ef öll heilbrigðisþjónusta er útboðsskyld þá hefur það mjög miklar afleiðingar, bæði fyrir starfsemi Sjúkratrygginga og þá samninga sem við gerum, en líka fyrir skipulag alls heilbrigðiskerfisins. Þannig að hér er um að ræða geisilega þýðingarmikið mál, sem verður að fá skýra niðurstöðu gagnvart.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira
Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02