Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 20:33 Freyr Alexandersson og hans menn máttu þola 4-0 tap í dag. Getty/Nico Vereecken Kortrijk, liðið sem Freyr Alexandersson stýrir, varð að sætta sig við 4-0 skell gegn Anderlecht í dag í belgísku 1. deildinni í fótbolta. Freyr gat ekki nýtt krafta landsliðsmarkvarðarins Patriks Sigurðar Gunnarssonar og varamarkvörðurinn Lucas Pirard var ekki heldur til taks. Í þeirra fjarveru stóð Tom André Vandenberghe á milli stanganna og þurfti hann að sækja boltann fjórum sinnum í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik en Alsírbúinn Abdelkahar Kadri skoraði svo sjálfsmark snemma í seinni hálfleik áður en staðan varð 3-0 á 57. mínútu. Daninn Kasper Dolberg innsiglaði svo sigurinn með sínu öðru marki. Tapið þýðir að Kortrijk, sem hafði unnið tvo af síðustu þremur leikjum, er enn með 14 stig líkt og Charleroi og Sint-Truiden, í 13.-15. sæti af sextán liðum. Liðin eru þó aðeins tvimur stigum frá 9. sæti og fimm stigum á eftir Gent sem er í 6. sæti. Andri Lucas Guðjohnsen var í liði Gent í kvöld þegar það gerði markalaust jafntefli við botnlið Beerschot á útivelli. Andri lék fram á 80. mínútu en tókst eins og fyrr segir ekki frekar en öðrum að finna leiðina í markið. Leikmenn Beerschot fögnuðu því sínu sjötta stigi á leiktíðinni en liðið er langneðst, átta stigum á eftir næstu liðum eftir aðeins þrettán umferðir. Gent er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum en er í 6. sæti með 19 stig, fimm stigum frá Club Brugge sem er í 2. sæti. Genk er á toppnum með 31 stig. Belgíski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Sjá meira
Freyr gat ekki nýtt krafta landsliðsmarkvarðarins Patriks Sigurðar Gunnarssonar og varamarkvörðurinn Lucas Pirard var ekki heldur til taks. Í þeirra fjarveru stóð Tom André Vandenberghe á milli stanganna og þurfti hann að sækja boltann fjórum sinnum í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik en Alsírbúinn Abdelkahar Kadri skoraði svo sjálfsmark snemma í seinni hálfleik áður en staðan varð 3-0 á 57. mínútu. Daninn Kasper Dolberg innsiglaði svo sigurinn með sínu öðru marki. Tapið þýðir að Kortrijk, sem hafði unnið tvo af síðustu þremur leikjum, er enn með 14 stig líkt og Charleroi og Sint-Truiden, í 13.-15. sæti af sextán liðum. Liðin eru þó aðeins tvimur stigum frá 9. sæti og fimm stigum á eftir Gent sem er í 6. sæti. Andri Lucas Guðjohnsen var í liði Gent í kvöld þegar það gerði markalaust jafntefli við botnlið Beerschot á útivelli. Andri lék fram á 80. mínútu en tókst eins og fyrr segir ekki frekar en öðrum að finna leiðina í markið. Leikmenn Beerschot fögnuðu því sínu sjötta stigi á leiktíðinni en liðið er langneðst, átta stigum á eftir næstu liðum eftir aðeins þrettán umferðir. Gent er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum en er í 6. sæti með 19 stig, fimm stigum frá Club Brugge sem er í 2. sæti. Genk er á toppnum með 31 stig.
Belgíski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Sjá meira