Eftir að hafa búið í landi fjölmenningar í 37 ár. Og lifað í nær fjörtíu ár við það sem hin Íslenska þjóð hafði lifað við, og frá. Þá hefur sýn og sjóndeildarhringur minn um mannverur á jörðu, og þetta með þjóðerni liðkast. Ég sé mig meira sem einskonar heimsborgara, en bara Íslending. Og þekki aðra sem hafa sömu upplifun um sig á jörðunni.
Ég sé að það eru núna á síðustu tímum hreyfingar í gangi í átt að því að skilja að Ísland er hluti af heiminum, og að þjóðin þurfi að aðlagast ýmsu um það að einstaklingar frá ýmsum löndum jarðar eru að velja Ísland sem sitt næsta land til að lifa á og læra af.
Meðal annars þeirri staðreynd að skilja og sætta sig við að mannverur jarðar eru með allskonar húðliti vegna stöðu hópsins á jörðu í upphafi.
Samt virðast sumir á landinu ekki vilja lifa við það litríki í þjóðinni. Sem væri af því að þau séu víruð fyrir það sem hafði verið um aldir
Við að lesa grein Ingibjargar á Heimildinni um Sigmund Davíðs í Tvíeykinu sá ég að í honum eða þeim tveim er eitthvað allt annað í gangi, en að láta mannverur í landinu þroskast áfram og vera í gangi. Að hann vilji færa kringumstæður þjóðarinnar ansi mörg hundruð ár til baka með flest. Eða má nota orðið að frysta einmenningar viðhorfin í sessi til langframa?
Það var ógnvekjandi lestur að taka inn, og á við það sem við heyrum Trump tala.
Fyrir þau hinsvegar sem upplifðu eldri formúluna sem notalega og heimilislega, þá sjá þau það sem öryggi. Þegar það virkar ekki fyrir alla um lífstíð.
Orð yfirvalda voru þessi fyrir miðja síðustu öld og eitthvað frameftir:
Ef þú ert fædd eða fæddur á Íslandi, áttu alltaf að vilja vera þar. En ef þú ferð til annarra landa, áttu að vera að deyja úr heimþrá og koma til baka. Ef þú gerir það ekki, þá er eitthvað mikið að þér.
Ég sá svo seinna. Að þau orð hafi hugsanlega verið frá ótta við að tapa stórum hluta þjóðarinnar til landa með betra veður, auðveldari lífs kjör og kringumstæður.
Það var eins og væri verið að heilaþvo okkur frá hugmyndum um að það gæti verið annað land sem okkur gæti líkað betur að búa í. Það voru Viðhorf og venjur sem ég kalla einmenningu.
Þessi orð víruðust í mig sem takmörkun.
Svo að orð og viðhorf Sigmundar Davíðs nú árið 2024 er viðhorfið sem kemur fram frá honum í grein Ingibjargar, mikið áhyggjuefni fyrir þjóðina.
Húðlitar-útlendingafóbía er sorglegt viðhorf. Það er því miður sérkennilegt að sjá að það er í sumum í dag. Og það, þrátt fyrir að svo mikið fleiri hafi ferðast til annarra landa. Þegar tækifærin urðu fleiri til þess, en voru fyrr á tímum.
Sumir hafa búið í öðrum löndum um tíma, en svo flutt til baka. Þegar aðrir hafa flutt til annarra landa, en ekki með neinn draum um að flytja til baka.
Konur frá þessum hlutum heims með annan húðlit, hafa deilt þeirri reynslu á blöðunum, að þær séu því miður að upplifa að vera séðar sem óvelkomnir gestir út af húðlitnum, frekar en að þær séu metnar sem mannverur sem séu að veita gott innlegg í þjóðina, fyrir það sem þær eru og gera.
Það að mannverur frá öðrum hlutum jarðar hafi annan húðlit þurftu þær að fá réttan húðlit fyrir það umhverfi og stað á jörðu sem ættflokkur þeirra kom frá.
Ég kom upp með orðin „Húðlitar fóbía“, á ensku „Skin colour phobia“ fyrir það viðhorf, og hef séð að þau sem búa á Íslandi og hafa annan húðlit eru því miður að upplifa þessa fóbíu.
Einstaklingar sem samt leita til sólarlanda til að fá brúna húð sjálf, um tíma. En eiga svo erfitt með að samþykkja þau sem fæðast með þann lit.
Ég með mína hvítu húð að búa í sólarlandi, er með of lítið af þeim „melatonin“ litarefnum til að verða brún. Ég varð bara gyllt frá sól á Íslandi. En ákvað hér að sleppa sólböðum, af því að ég varð bara rauð, en ekki brún.
Ég elska að sjá sólina alla daga, og dagsbirtu alla daga ársins. Stysti dagur hér er til fimm, en lengsti til níu um kvöld. Ekkert langt skammdegi.
Svo kom þörfin fyrir vinnuafl að leyfa fólki frá öðrum löndum inn í landið
Eitthvað hefur þó farið að breytast þegar þjóðin hefur fengið þúsundir einstaklinga inn í landið eftir að ég flutti í burtu. Þau fengu að koma til að vinna þjónustu störf, sem sum þau innfæddu eru ekki svo spennt fyrir að sinna lengur. En aðrir vegna slæms ástands í fæðingarlandi sínu vegna stríðs eða náttúruhamfara. Og einhverjir af því að þau eru gift Íslendingi sem vill búa þar.
Svo eru það þau sem verða ástfangin af landi og þjóð. Þau vilja að það verði næsta skref í þeirra eigin sálar og sjálfsþroska þróun sem hefur ekkert að gera með hvernig veðrið sé. Heldur er það þörf sálar þeirra sem er að velja það nýja umhverfi og áskoranir.
Tungumálin eru meira en stafir á blaði. Sömu stafir hafa önnur hljóð eins og til dæmis á milli ensku og Íslensku. Stafurinn I er borinn fram hér í hljóðinu sem Íslenska hefur fyrir Æ, og það eru fleiri stafir sem ruglast þegar maður þarf að stafa nafn sitt í síma. Þá er betra að segja til dæmis: I fyrir Inga en bara I.
Þetta staðfestir enn meira mikilvægi þess að einstaklingar fái strax að hefja alvöru nám í máli landsins, til að skilja hvernig þjóðin hugsar og talar.
Ef ég ætti öll umslögin frá stofnunum sem ég sagði nafn mitt í síma þegar ég var nýkomin hingað af því að ég var ekki búin að átta mig á þessu. Þá ætti ég skrautlegt safn sem myndi fylla heilt albúm af ótal útgáfum af nafni mínu allt eftir hljóðkerfum tungumála þeirra sem voru hinum megin á línunni.
Það er ekki alltaf neitt auðvelt að ná að tala nýtt mál fullkomlega hvað hljóð í framburði snertir. Svo koma önnur atriði í máli eins og beygingarnar sem eru flóknari í málinu og orðum en ég hef upplifað í ensku.
Nú les ég því miður greinar um að það sé ekki verið að sjá um að allir sem flytji til landsins læri málið vel.
Þetta tungumál er ekki það auðvelt fyrir þau sem koma frá ólíkum tungumálum að ná heilanum og tungunni utan um.
Fáir hér geta til dæmis sagt nafn mitt, svo að það hljómi eins og Íslendingur sé að segja það. Það er þungt í munni. Ég nota gælunafnið mest sem er það sem ég var kölluð frá upphafi, sem er Matta. Einstaklingar allra tungumála geta sagt það en ekki myndað hlóðin í að segja 22 stafa nafn.
Það eru hljóðin sem er erfitt fyrir marga að ná. Sem fer auðvitað eftir því hvaða máli þau koma frá. Ég get til dæmis einnig lesið norðurlandamálin eins og dönsku, norsku, sænsku og færeysku. En ég gat ekki komið upp með hljóðin fyrir dönsku, þegar ég var þar um árið, og reyndi að hringja í leigubíl. Konan skildi mig ekki svo að ég varð að fara út á þjóðveg og húkka leigubíl til að fara heim með unglingana mína úr þeirri ferð.
En hef ekki komið til Svíþjóðar eða Færeyja síðan ég var barn, og veit ekki hvort ég myndi hafa náð að tala það þó að ég geti lesið þau mál. Við vorum látin læra dönsku í skóla en það var bara skrifuð danska, ekki töluð. Svo að þegar ég reyndi að fá leigubíl með að hringja í símanúmerið þá skildi konan á stöðinni mig ekki.
Tungumál sem hafa sömu stafina eru eitt sem margir geta lesið. Það þýðir þó ekki að það að tala þau, bera fram, skapi rétt hljóð sem málið krefst, svo að innfæddir heyri og skilji.
Menn sem settu meiriháttar mannúðarskilaboð út í heiminn, eins og til dæmis Martin Lúther King, Malcolm X, svo Nelson Mandela, Desmond Tutu og ótal fleiri á jörðu sem veita ótrúlega þjónustu, eins og til dæmis læknar á skipum sem fara til Afríku og hjálpa fólki með ástand sjúkdóma sem sést hvergi annarsstaðar í heiminum. Svo eru það leikarar með allskonar tóna brúnna húða sem sýna aðra fleti í því dæmi.
Ekki má gleyma mikilvægi þátta Opruh Whinfrey á meðan þeir voru falir fyrir sjónvarpið hér. Hún var sú sem opnaði heila gullkistu af mannlegum sannleika og vandamálum fyrir mér. Það var góður skóli með málefnum sem aldrei mátti ræða í einmenningar samfélaginu á Íslandi minna tíma.
Það var ábyggilega frá því að óttast að móðga einhverja í stöðum sem ættu að vera séðir sem svo fullkomnir, en voru og eru ekki endilega það fullkomin.
Fjölmennara samfélag einstaklinga frá öðrum menningarsvæðum opnar fleiri gáttir. Ættar-samfélagið er þá ekki það eina í landinu, og nýjir einstaklingar frá öðrum löndum veita ný sjónarhorn frá reynslu í landinu sem þau koma frá.
Svo er annað atriði sem þarf að hafa í huga sem eru takmörk landsins til að sjá um alla eigin fæðu af því að staðan skaffar ekki möguleika á að rækta það sem er hægt í ýmsum öðrum löndum.
Ísland er lítið land með mikið minna af vali á fæðu sem sé hægt að rækta þar eins og til dæmis ávextir, allskonar grænmeti, hnetur og allt mögulegt, en hefur vonandi nóg af kjöti og fiski, og getur ræktað eitthvað af grænmeti sem ég veit ekki hvort sé nóg handa öllum í landinu.
Ég les að húsakynni eru ekki svo á lausu, svo að auðvitað þarf að hafa það í huga við að taka bara við þeim sem landið og stjórnin séu fær um að hýsa og fæða. Og að þau fái vinnu til að sjá fyrir sér. En engin þjóð vill að glæpamenn setjist þar að, og það ættu að vera lög um það.
Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.