Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Lestrarklefinn og Sjöfn Asare 5. nóvember 2024 10:32 Breiðþotur er fyrsta skáldsaga Tómasar Ævars Ólafssonar. Eva schram Ritdómum rignir nú inn á menningarvefinn Lestrarklefinn. Hér fjallar Sjöfn Asare um bók Tómasar Ólafssonar, Breiðþotur. Mikil gleði fyllir hjarta mitt sem áhugamanns um náframtíðarvísindaskáldskap (e. speculative fiction) við lestur skáldsögunnar Breiðþotur sem kom nýlega út og kítlar spekúleringartaugarnar. Sjöfn Asare fjallar um bók Tómasar Ólafssonar, Breiðþotur í Lestrarklefanum Breiðþotur er fyrsta skáldaga Tómasar Ævars Ólafssonar sem áður hefur gefið út ljóðabókina Umframframleiðsla (2021) og starfar við dagskrágerð á Rás 1. Bókin ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur kastar fram spurningunni: Hvað hefði gerst og myndi gerast í kjölfar svaðalegs gagnaleka sem setur allan heiminn á hliðina? Hvað ef heimsbyggðinni yrðu veitt tíu ár til að sporna við hlýnun jarðar á almennilegan hátt, og takist það ekki muni annar gagnaleki skekja stoðir veruleikans. Hvað gera þrír ungir vinir í litlu þorpi á Austurlandi í kjölfarið? Litla þorpið þeirra springur, fjölskyldur splundrast, skólakerfið fellur, uppgangur fasisma, trúarofsi og sáluhjálp, skilnaðir, söknuður, vinátta og ást eiga sögusviðið í þessari spennandi bók. Börn á tímamótum Í upphafi bókar er þorpslífið hversdagslegt en þau Loftur, Umbi og Fransiska eru lengi í paradís. Einn daginn eru vinirnir að ráfa um bæinn og leika ímyndunarleiki, en þann næsta hefur allt gjörbreyst. Internetið hefur verið flett klæðum og öll persónuleg samskipti allra á netinu eru nú ekki lengur einkamál. Nektarmyndir, daður, fjárglæfrar, fjölskylduleyndarmál - allur pakkinn er uppi á borðinu. En það áhugaverða er að lesandi fylgist með þessum atburðum í gegnum augu táninga, ekki hinna fullorðnu, og áhrifin sem þessi afhjúpun hefur á fjölskyldulíf barnanna er í brennidepli. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma má lesa á lestrarklefinn.is. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira
Mikil gleði fyllir hjarta mitt sem áhugamanns um náframtíðarvísindaskáldskap (e. speculative fiction) við lestur skáldsögunnar Breiðþotur sem kom nýlega út og kítlar spekúleringartaugarnar. Sjöfn Asare fjallar um bók Tómasar Ólafssonar, Breiðþotur í Lestrarklefanum Breiðþotur er fyrsta skáldaga Tómasar Ævars Ólafssonar sem áður hefur gefið út ljóðabókina Umframframleiðsla (2021) og starfar við dagskrágerð á Rás 1. Bókin ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur kastar fram spurningunni: Hvað hefði gerst og myndi gerast í kjölfar svaðalegs gagnaleka sem setur allan heiminn á hliðina? Hvað ef heimsbyggðinni yrðu veitt tíu ár til að sporna við hlýnun jarðar á almennilegan hátt, og takist það ekki muni annar gagnaleki skekja stoðir veruleikans. Hvað gera þrír ungir vinir í litlu þorpi á Austurlandi í kjölfarið? Litla þorpið þeirra springur, fjölskyldur splundrast, skólakerfið fellur, uppgangur fasisma, trúarofsi og sáluhjálp, skilnaðir, söknuður, vinátta og ást eiga sögusviðið í þessari spennandi bók. Börn á tímamótum Í upphafi bókar er þorpslífið hversdagslegt en þau Loftur, Umbi og Fransiska eru lengi í paradís. Einn daginn eru vinirnir að ráfa um bæinn og leika ímyndunarleiki, en þann næsta hefur allt gjörbreyst. Internetið hefur verið flett klæðum og öll persónuleg samskipti allra á netinu eru nú ekki lengur einkamál. Nektarmyndir, daður, fjárglæfrar, fjölskylduleyndarmál - allur pakkinn er uppi á borðinu. En það áhugaverða er að lesandi fylgist með þessum atburðum í gegnum augu táninga, ekki hinna fullorðnu, og áhrifin sem þessi afhjúpun hefur á fjölskyldulíf barnanna er í brennidepli. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma má lesa á lestrarklefinn.is.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira