Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2024 14:29 Guðni Tómasson tekur við starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands á miðvikudag. Sinfóníuhljómsveit Íslands Guðni Tómasson, fráfarandi menningarritstjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið verið ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands segir að stjórn hennar hafi ráðið Guðna frá og með 6. nóvember 2024. Ráðið sé í starfið til fjögurra ára í senn. Mikil reynsla af menningarlífinu Guðni hafi starfað við fjölmiðlun á menningarsviðinu frá því laust eftir aldamót, einkum við miðlun tónlistar- og menningarlífs hjá Ríkisútvarpinu, nú síðast sem menningarritstjóri Ríkisútvarpsins. Hann hafi verið stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2010 til 2014, setið í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss á árunum 2019 til 2023 og verið formaður listráðs Hörpu 2022-2024. Hann hafi verið ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra í menningarmálum 2012 til 2013 og formaður starfshóps um ritun menningarstefnu stjórnvalda sem samþykkt var 2013. Jafnframt hafi hann tekið að sér fjölmörg önnur ráðgjafar- og trúnaðarstörf í menningarlífinu. Guðni sé fæddur árið 1976, hann sé með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og meistaragráðu í listasögu frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Hann taki við starfinu af Láru Sóleyju Jóhannsdóttur sem gegnt hafi stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2019. Hljómsveitin sé í fremstu röð „Fyrir hönd stjórnar býð ég Guðna Tómasson velkominn til starfa og hlakka til samstarfs við hann. Sinfóníuhljómsveit Íslands er í fremstu röð og þar er ákaflega öflugt starf sem landsmenn taka vel eftir. Undanfarin ár hefur hljómsveitin vaxið og hún hefur alla burði til þess að eflast enn frekar í samstarfi við framúrskarandi listamenn. Áralöng reynsla Guðna af menningu mun sannarlega nýtast hljómsveitinni vel á komandi árum. Á sama tíma þökkum við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fyrir hennar framlag en hún hefur lagt mikið af mörkum til þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum,“ er haft eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit stofnuð árið 1950. Hún hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum og fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hljómsveitin býður upp á fjölbreytta dagskrá og heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Auk þess heldur hljómsveitin úti metnaðarfullu barna-og fræðslustarfi og býður árlega þúsundum nemenda á skólatónleika. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands segir að stjórn hennar hafi ráðið Guðna frá og með 6. nóvember 2024. Ráðið sé í starfið til fjögurra ára í senn. Mikil reynsla af menningarlífinu Guðni hafi starfað við fjölmiðlun á menningarsviðinu frá því laust eftir aldamót, einkum við miðlun tónlistar- og menningarlífs hjá Ríkisútvarpinu, nú síðast sem menningarritstjóri Ríkisútvarpsins. Hann hafi verið stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2010 til 2014, setið í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss á árunum 2019 til 2023 og verið formaður listráðs Hörpu 2022-2024. Hann hafi verið ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra í menningarmálum 2012 til 2013 og formaður starfshóps um ritun menningarstefnu stjórnvalda sem samþykkt var 2013. Jafnframt hafi hann tekið að sér fjölmörg önnur ráðgjafar- og trúnaðarstörf í menningarlífinu. Guðni sé fæddur árið 1976, hann sé með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og meistaragráðu í listasögu frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Hann taki við starfinu af Láru Sóleyju Jóhannsdóttur sem gegnt hafi stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2019. Hljómsveitin sé í fremstu röð „Fyrir hönd stjórnar býð ég Guðna Tómasson velkominn til starfa og hlakka til samstarfs við hann. Sinfóníuhljómsveit Íslands er í fremstu röð og þar er ákaflega öflugt starf sem landsmenn taka vel eftir. Undanfarin ár hefur hljómsveitin vaxið og hún hefur alla burði til þess að eflast enn frekar í samstarfi við framúrskarandi listamenn. Áralöng reynsla Guðna af menningu mun sannarlega nýtast hljómsveitinni vel á komandi árum. Á sama tíma þökkum við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fyrir hennar framlag en hún hefur lagt mikið af mörkum til þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum,“ er haft eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit stofnuð árið 1950. Hún hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum og fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hljómsveitin býður upp á fjölbreytta dagskrá og heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Auk þess heldur hljómsveitin úti metnaðarfullu barna-og fræðslustarfi og býður árlega þúsundum nemenda á skólatónleika.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira