Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:00 Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna. Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar vexti Fyrir síðustu kosningar lofaði Bjarni lágum vöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka stöðugleika og lægri sköttum. Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin, og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja. Í fyrra greiddu heimilin í landinu 40 milljörðum meira í vexti en árið 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur í hverjum mánuði, eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar verð Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 milljónum króna í 70 milljónir og um leið hefur matarkarfan hækkað. Fjölskylda sem varði 125 þúsund krónum í matarkaup á mánuði árið 2021 þarf nú að borga um 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn. Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta Nú gæti einhver haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á almenning. En það er rangt. Þvert á móti: Sjálfstæðisflokkurinn hefur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þegar gögn Hagstofu Íslands eru skoðuð kemur á daginn að skattbyrði langflestra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna Við í Samfylkingunni erum með plan til að lækka kostnað heimilanna. Forgangsmál okkar númer 1, 2 og 3 verður að gera það sem þarf til að kveða niður verðbólgu og vexti – með tiltekt í ríkisrekstrinum, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Þær tekjutillögur sem við leggjum til eru að loka ehf-gatinu og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur kynnt sitt plan fyrir kosningarnar 30. nóvember – með þremur ítarlegum útspilum sem heita Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Sjá meira
Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna. Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar vexti Fyrir síðustu kosningar lofaði Bjarni lágum vöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka stöðugleika og lægri sköttum. Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin, og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja. Í fyrra greiddu heimilin í landinu 40 milljörðum meira í vexti en árið 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur í hverjum mánuði, eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar verð Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 milljónum króna í 70 milljónir og um leið hefur matarkarfan hækkað. Fjölskylda sem varði 125 þúsund krónum í matarkaup á mánuði árið 2021 þarf nú að borga um 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn. Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta Nú gæti einhver haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á almenning. En það er rangt. Þvert á móti: Sjálfstæðisflokkurinn hefur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þegar gögn Hagstofu Íslands eru skoðuð kemur á daginn að skattbyrði langflestra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna Við í Samfylkingunni erum með plan til að lækka kostnað heimilanna. Forgangsmál okkar númer 1, 2 og 3 verður að gera það sem þarf til að kveða niður verðbólgu og vexti – með tiltekt í ríkisrekstrinum, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Þær tekjutillögur sem við leggjum til eru að loka ehf-gatinu og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur kynnt sitt plan fyrir kosningarnar 30. nóvember – með þremur ítarlegum útspilum sem heita Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun