BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson hefur lengi keppt við Kanadamanninn Brent Fikowski sem er núna að kveðja keppnisferil sinn i CrossFit. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er einn af þeim sem sendu CrossFit goðsögninni Brent Fikowski kveðju eftir að Kanadamaðurinn tilkynnti á dögunum að þetta yrði síðasta keppnisár hans. Fikowski gaf það út á miðlum sínum að komandi Rogue Invitational mót verði hans síðasta á ferlinum. Fikowski hefur keppt á níu heimsleikum, komist þrisvar á verðlaunapall en aldrei náð að verða heimsmeistari. @bk_gudmundsson Fikowski var lengi í forystu á síðustu heimsleikum en varð að sætta sig við þriðja sætið. Hann varð annar árið 2017 og líka þriðji fyrir þremur árum. Fikowski þykir mikill heiðursmaður og er mjög vinsæll meðal bæði áhugafólks sem og kollega sinna. Björgvin Karl hefur verið lengi í hóp þeirra bestu í heimi og margoft keppt við Fikowski á mótum. „Við erum að kveðja góðan vin og ég vil þakka honum fyrir endalausar minningar frá undanförnum áratug,“ skrifaði Björgvin Karl við færslu Kanadamannsins. Árið 2024 hefur verið erfitt ár fyrir CrossFit íþróttina eftir það sem gerðist í fyrstu grein heimsleikanna þegar Lazor Dukic drukknaði. Heimsleikarnir voru samt kláraðir. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram og forráðamenn CrossFit voru harðlega gagnrýndir. Björgvin Karl hefur áhyggjur af íþróttinni sinni en treystir á það að Fikowski haldi áfram að berjast fyrir framtíð CrossFit. „Við munum sofa betur vitandi það að þú gerir allt sem er í þínu valdi til að lyfta áfram CrossFit íþróttinni sem er á viðkvæmum stað á þessum tímapunkti,“ skrifaði Björgvin Karl. Fikowski sjálfur vildi hætta á toppnum. „Þetta var erfið ákvörðun vitandi það að ég er enn upp á mitt besta og enn að bæta mig. Spennan fyrir nýjum áskorunum vegur þyngri en dapurleikinn við það að segja bless við þennan kafla í mínu lífi,“ skrifaði Brent Fikowski. „Ég mun gefa ekkert annað en hundrað prósent á Rogue Invitational mótinu í næstu viku og ætla að enda með látum,“ skrifaði Fikowski. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski) CrossFit Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Fikowski gaf það út á miðlum sínum að komandi Rogue Invitational mót verði hans síðasta á ferlinum. Fikowski hefur keppt á níu heimsleikum, komist þrisvar á verðlaunapall en aldrei náð að verða heimsmeistari. @bk_gudmundsson Fikowski var lengi í forystu á síðustu heimsleikum en varð að sætta sig við þriðja sætið. Hann varð annar árið 2017 og líka þriðji fyrir þremur árum. Fikowski þykir mikill heiðursmaður og er mjög vinsæll meðal bæði áhugafólks sem og kollega sinna. Björgvin Karl hefur verið lengi í hóp þeirra bestu í heimi og margoft keppt við Fikowski á mótum. „Við erum að kveðja góðan vin og ég vil þakka honum fyrir endalausar minningar frá undanförnum áratug,“ skrifaði Björgvin Karl við færslu Kanadamannsins. Árið 2024 hefur verið erfitt ár fyrir CrossFit íþróttina eftir það sem gerðist í fyrstu grein heimsleikanna þegar Lazor Dukic drukknaði. Heimsleikarnir voru samt kláraðir. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram og forráðamenn CrossFit voru harðlega gagnrýndir. Björgvin Karl hefur áhyggjur af íþróttinni sinni en treystir á það að Fikowski haldi áfram að berjast fyrir framtíð CrossFit. „Við munum sofa betur vitandi það að þú gerir allt sem er í þínu valdi til að lyfta áfram CrossFit íþróttinni sem er á viðkvæmum stað á þessum tímapunkti,“ skrifaði Björgvin Karl. Fikowski sjálfur vildi hætta á toppnum. „Þetta var erfið ákvörðun vitandi það að ég er enn upp á mitt besta og enn að bæta mig. Spennan fyrir nýjum áskorunum vegur þyngri en dapurleikinn við það að segja bless við þennan kafla í mínu lífi,“ skrifaði Brent Fikowski. „Ég mun gefa ekkert annað en hundrað prósent á Rogue Invitational mótinu í næstu viku og ætla að enda með látum,“ skrifaði Fikowski. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski)
CrossFit Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti