Innlent

Bein út­sending: Lofts­lags­mál rædd á Um­hverfisþingi

Atli Ísleifsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra boðar til þingsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra boðar til þingsins. Vísir/Vilhelm

Umhverfisþing verður haldið í þrettánda sinn í Kaldalóni í Hörpu milli klukkan 13 og 16 í dag.

Á vef ráðuneytisins segir að það sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem boði til þingsins samkvæmt ákvæðum þar að lútandi í lögum um náttúruvernd, en hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi.

Umfjöllunarefni þingsins að þessu sinni eru loftslagsmál, aðlögun að loftslagsbreytingum og náttúruvernd.

Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×