Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks keyrði Morant á körfuna, sneri sér í loftinu, skipti um hendi og lagði boltann einkar smekklega ofan í.
Morant var ekki hættur því snemma í seinni hálfleik skoraði hann svipaða körfu. Leikstjórnandinn réðist þá inn í teiginn og kláraði færið með miklum tilþrifum.
99.99999999% of people will never make 1 play like this.
— NBA (@NBA) November 5, 2024
Ja Morant made 2, tonight. pic.twitter.com/Ymzhxr3N5u
He's Ja Dropping. https://t.co/o156iosFGk pic.twitter.com/MUCSK17TIW
— NBA (@NBA) November 5, 2024
360 FAKE DUNK & HAND SWITCH.
— NBA (@NBA) November 5, 2024
THE SECOND TIME TONIGHT.
JA MORANT IS PURE THEATER. https://t.co/o156iosFGk pic.twitter.com/77cMPM7NEp
Morant skoraði 25 stig í leiknum sem Memphis tapaði, 106-104. Hann tók einnig fimm fráköst og gaf níu stoðsendingar. Morant hitti úr tíu af 22 skotum sínum og kláraði öll fjögur vítaskotin sín.
Morant lék aðeins níu leiki með Memphis á síðasta tímabili en hann var í miklum vandræðum utan vallar. Hann hefur leikið sjö leiki á þessu tímabili. Í þeim er hann með 20,7 stig, 5,1 frákast og 9,7 stoðsendingar að meðaltali.