Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2024 11:07 Kjörseðillinn í Maricopa er engin smásmíði að þessu sinni; tvö A4 blöð, prentuð báðum megin. Kosið er um forseta, þingmenn, ýmis embætti og nefndarsæti og fjölda tillagna, meðal annars er varða þungunarrof. AP/Matt York Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. Að sögn Nate Young, sem fer fyrir upplýsingamálum hjá skjaladeild sýslunnar, sem annast meðal annars utankjörfundaratkvæðagreiðslur, hefur verið unnið markvisst að því að upplýsa kjósendur um framkvæmd kosninganna. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Á vefsíðu Maricopa má finna svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í kjölfar ásakana Repúblikana árið 2020 en að auki er nú streymt í beinni úr salnum þar sem talninginn fer fram og hægt að fylgjast með í gegnum yfir 20 myndavélar. Þá hafa starfsmenn sýslunnar unnið þrælsniðugt myndskeið, þar sem ferðalagi utankjörfundaratkvæðis er fylgt eftir, frá því að það er sent út og þar til það er talið. Hugað að öryggi kjósenda og starfsmanna Íbúar Maricopa-sýslu telja um 4,4 milljónir, eða um 62 prósent íbúa Arizona. Borgin Phoenix tilheyrir meðal annars Maricopa en sýslan er sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum og fjölmennari en 24 ríki. Starfsmenn á kjördag verða tæplega 3.000 talsins en auk þess að auka enn frekar gagnsæi í talningarferlinu hefur verið unnið markvisst að því að tryggja öryggi þeirra og annarra á kjörstað, eftir að starfsmönnum var hótað 2020. Fá þeir meðal annars sérstaka þjálfun í viðbrögðum við ógnunum, auk þess sem sérstök miðstöð mun fylgjast með því sem fram fer á hinum ýmsu kjörstöðum og lögreglumenn frá ýmsum embættum, meðal annars Alríkislögreglunni, grípa inn í ef ástandið þykir ótryggt. Vegna áreitis hefur starfsmönnum verið ráðlagt að halda sig til hlés á samfélagsmiðlum yfir kosningarnar og þá hefur reglum verið breytt þannig að ekki er lengur hægt að fá aðgang að persónuupplýsingum starfsmanna, eins og áður var. Hér má finna frétt BBC um framkvæmd kosninganna í Maricopa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Að sögn Nate Young, sem fer fyrir upplýsingamálum hjá skjaladeild sýslunnar, sem annast meðal annars utankjörfundaratkvæðagreiðslur, hefur verið unnið markvisst að því að upplýsa kjósendur um framkvæmd kosninganna. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Á vefsíðu Maricopa má finna svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í kjölfar ásakana Repúblikana árið 2020 en að auki er nú streymt í beinni úr salnum þar sem talninginn fer fram og hægt að fylgjast með í gegnum yfir 20 myndavélar. Þá hafa starfsmenn sýslunnar unnið þrælsniðugt myndskeið, þar sem ferðalagi utankjörfundaratkvæðis er fylgt eftir, frá því að það er sent út og þar til það er talið. Hugað að öryggi kjósenda og starfsmanna Íbúar Maricopa-sýslu telja um 4,4 milljónir, eða um 62 prósent íbúa Arizona. Borgin Phoenix tilheyrir meðal annars Maricopa en sýslan er sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum og fjölmennari en 24 ríki. Starfsmenn á kjördag verða tæplega 3.000 talsins en auk þess að auka enn frekar gagnsæi í talningarferlinu hefur verið unnið markvisst að því að tryggja öryggi þeirra og annarra á kjörstað, eftir að starfsmönnum var hótað 2020. Fá þeir meðal annars sérstaka þjálfun í viðbrögðum við ógnunum, auk þess sem sérstök miðstöð mun fylgjast með því sem fram fer á hinum ýmsu kjörstöðum og lögreglumenn frá ýmsum embættum, meðal annars Alríkislögreglunni, grípa inn í ef ástandið þykir ótryggt. Vegna áreitis hefur starfsmönnum verið ráðlagt að halda sig til hlés á samfélagsmiðlum yfir kosningarnar og þá hefur reglum verið breytt þannig að ekki er lengur hægt að fá aðgang að persónuupplýsingum starfsmanna, eins og áður var. Hér má finna frétt BBC um framkvæmd kosninganna í Maricopa.
Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
„Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent