Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar 6. nóvember 2024 08:17 Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni. Þetta er afleiðing sjö ára stjórnartíðar ríkisstjórnar sem hefur ítrekað brugðist ungu fólki í landinu og látið hjá líða að grípa til raunhæfra aðgerða til að bæta lífsskilyrði þess. Í dag berst ungt fólk við að borga húsnæðislán sem aðeins sum hafa komist í gegnum hjálp foreldra eða annarra náinna. Hin greiða himinháa leigu eða búa áfram í foreldrahúsum vegna gjörsamlega óviðráðanlegs húsnæðismarkaðar. Ungt fólk berst í bökkum við að borga af húsnæðisláninu sínu, þ.e. þau sem hafa verið svo heppin að komast inn á klikkaðan húsnæðismarkaði með aðstoð foreldra eða annarra nákominna. Þau sem ekki eru svo heppin borga himinháa leigu á jafn klikkuðum leigumarkaði eða neyðast til að búa í foreldrahúsum. Ein mesta verðbólga sem mælist í allri Evrópu um þessar mundir og gífurlegir stýrivextir bitna þannig harkalega á öllu ungu fólki á meðan ríkisstjórnin hefur ekki haft kjark eða trúverðugleika til þess að takast á við þessar áskoranir. Þau hafa í staðinn eytt tíma sínum í að benda á hvort annað eða Seðlabankann og á meðan versnar staða ungs fólks. Ekki bara það, heldur sjáum við velferðarkerfið molna undan fjársvelti. Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru árlegar fjárveitingar ekki nægjanlegar til að veita mikilvæga og nauðsynlega þjónustu, eins og geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni, og menntastofnanir eru í stöðugri baráttu við að verja starfsemi sína í skugga niðurskurðar. Tilraunir til að sameina framhaldsskólana hér í þágu kostnaðarklípu eru aðeins ein birtingarmynd þess. Þegar kosningar nálgast byrjar fólk í stjórnmálaflokkunum að tala fallega og sækjast eftir fylgi ungs fólks, lofa því öllu fögru þó reynslan sýni að þau tala oft með einum hætti til unga fólksins en öðrum til annarra. En ungt fólk er vakandi, það skilur pólitík og veit hvað það vill. Við viljum stjórnmálaflokka sem hafa hugrekki til að tala skýrt og vera hreinskilnir um bæði hvað þeir ætla að gera og hvað þeir ætla ekki að gera. Við þurfum stefnu sem er byggð á raunverulegri framtíðarsýn fyrir þjóðina, ekki bara tómum loforðum. Ekki bara lofa öllum öllu heldur bjóða upp á skýra framtíðarsýn fyrir íslensku þjóðina. Þetta hefur Samfylkingin gert. Samfylkingin er með skýrt framtíðarplan, hún hefur sýnt að hún er tilbúin að takast á við verkefnin framundan, og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga til liðs við hana. Ég hvet ungt fólk til að sameinast og styðja Samfylkinguna í komandi kosningum, því þetta er flokkurinn sem er tilbúinn að grípa til aðgerða sem hafa raunveruleg áhrif strax. Það er of mikið í húfi til að láta þessi tækifæri fram hjá okkur fara. Höfundur er forseti Sölku - Ungs Jafnaðarfólks á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni. Þetta er afleiðing sjö ára stjórnartíðar ríkisstjórnar sem hefur ítrekað brugðist ungu fólki í landinu og látið hjá líða að grípa til raunhæfra aðgerða til að bæta lífsskilyrði þess. Í dag berst ungt fólk við að borga húsnæðislán sem aðeins sum hafa komist í gegnum hjálp foreldra eða annarra náinna. Hin greiða himinháa leigu eða búa áfram í foreldrahúsum vegna gjörsamlega óviðráðanlegs húsnæðismarkaðar. Ungt fólk berst í bökkum við að borga af húsnæðisláninu sínu, þ.e. þau sem hafa verið svo heppin að komast inn á klikkaðan húsnæðismarkaði með aðstoð foreldra eða annarra nákominna. Þau sem ekki eru svo heppin borga himinháa leigu á jafn klikkuðum leigumarkaði eða neyðast til að búa í foreldrahúsum. Ein mesta verðbólga sem mælist í allri Evrópu um þessar mundir og gífurlegir stýrivextir bitna þannig harkalega á öllu ungu fólki á meðan ríkisstjórnin hefur ekki haft kjark eða trúverðugleika til þess að takast á við þessar áskoranir. Þau hafa í staðinn eytt tíma sínum í að benda á hvort annað eða Seðlabankann og á meðan versnar staða ungs fólks. Ekki bara það, heldur sjáum við velferðarkerfið molna undan fjársvelti. Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru árlegar fjárveitingar ekki nægjanlegar til að veita mikilvæga og nauðsynlega þjónustu, eins og geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni, og menntastofnanir eru í stöðugri baráttu við að verja starfsemi sína í skugga niðurskurðar. Tilraunir til að sameina framhaldsskólana hér í þágu kostnaðarklípu eru aðeins ein birtingarmynd þess. Þegar kosningar nálgast byrjar fólk í stjórnmálaflokkunum að tala fallega og sækjast eftir fylgi ungs fólks, lofa því öllu fögru þó reynslan sýni að þau tala oft með einum hætti til unga fólksins en öðrum til annarra. En ungt fólk er vakandi, það skilur pólitík og veit hvað það vill. Við viljum stjórnmálaflokka sem hafa hugrekki til að tala skýrt og vera hreinskilnir um bæði hvað þeir ætla að gera og hvað þeir ætla ekki að gera. Við þurfum stefnu sem er byggð á raunverulegri framtíðarsýn fyrir þjóðina, ekki bara tómum loforðum. Ekki bara lofa öllum öllu heldur bjóða upp á skýra framtíðarsýn fyrir íslensku þjóðina. Þetta hefur Samfylkingin gert. Samfylkingin er með skýrt framtíðarplan, hún hefur sýnt að hún er tilbúin að takast á við verkefnin framundan, og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga til liðs við hana. Ég hvet ungt fólk til að sameinast og styðja Samfylkinguna í komandi kosningum, því þetta er flokkurinn sem er tilbúinn að grípa til aðgerða sem hafa raunveruleg áhrif strax. Það er of mikið í húfi til að láta þessi tækifæri fram hjá okkur fara. Höfundur er forseti Sölku - Ungs Jafnaðarfólks á Akureyri.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar