Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar 6. nóvember 2024 07:45 Við viljum öll að börnin okkar læri að hugsa sjálfstætt og geti nýtt hæfileika sína og áhugasvið til að blómstra. Við hljótum að óska þess að þau siðferðislegu gildi sem þau fá í veganesti muni leiða þau áfram til blessunar og hamingju. Grunnurinn að góðu samfélagi eru góð gildi. Samfélag er ekki frjálst ef það er undirlagt af glæpum, spillingu eða aftengingu við gott siðgæði. Við viljum búa ungmennin okkar undir það gríðarlega verk að stjórna samfélaginu í framtíðinni og þá er eins gott að við höfum gert vel við þau, svo þau sjái vel um okkur í framtíðinni. Við viljum gefa börnunum okkar heilbrigt veganesti svo þau geti skapað gott og sanngjarnt samfélag í framtíðinni. Samfélag þar sem frelsi og ábyrgð séu hornsteinar alls. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn setja eftirfarandi í öndvegi í menntamálum leik-og grunnskóla: 1. Íslenska er tungumál leik-og grunnskóla. Bæði starfsmanna og barna. Tryggja verður þeim starfsmönnum leikskóla er hafa annað tungumál að móðurmáli kennslu í íslensku til að ná amk lágmarksfærni til starfans. Íslenskukennsla barna og foreldra af erlendum uppruna er sett í algjöran forgang við komu til landsins. 2. Samvinna heimila og skóla verði byggð á traustum grunni jákvæðra gilda s.s. ábyrgð, umhyggju og sáttfýsi. Mikilvægt verði að gildi lýðræðis séu í öndvegi í öllum samskiptum milli heimila, skóla og skólaheilbrigðisþjónustu. Umburðarlyndi sé haft að leiðarljósi og að frelsi til mismunandi skoðana, viðhorfa og vinnubragða sé virt. Helstu gildi lýðræðislegs samstarfs eru: Jafngildi allra manna, virðing fyrir einstaklingum og samábyrgð. 3. Fræðsluskylda tekin upp í stað skólaskyldu. Foreldrar njóti frelsis í ákvarðanatöku er kemur að grunnmenntun barna. Hvatt er til fjölbreyttara rekstrarforms skóla og að foreldrum/forsjáraðilum verði gert kleift í krafti eigin þekkingar eða í samvinnu við aðra að sjá um fræðslu barna skv. aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Fjármagn fylgi hverju barni óháð rekstrarformi skólans á jafnræðisgrundvelli. Ábyrgðaraðili rekstrareiningar sé íslenskur ríkisborgari. 4. Reglubundið eftirlit með lestrarkunnáttu, lesskilningi og stærðfræðigetu barna og ungmenna með endurupptöku á samræmdum prófum. 5. Ástundun í litakóðum og einkunnir í bókstöfum lagðar niður. Sama gildir staðbundin punktakerfi. Einkunnaskalinn frá 1-10 er auðskiljanlegur og einfaldur í notkun. 6. Skráning persónuupplýsinga barna í Mentor verði hætt. 7. Umdeildar kenningar úr gremjufræðum félagsvísindadeilda háskólanna eins og t.d. hinsegin fræði, (e. Queer Theory) Critical Theory og Critical Race Theory séu ekki kennd börnum sem um staðreyndir séu að ræða. 8. Hollustuhættir í skólastarfi Næringarrík fæða – hreyfing og snjalltækjalaus skóli. Nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. Nemendur tileinki sér mikilvægi reglubundinnar hreyfingar sem hentar þeim. Nemendur efli líkamsvitund sína og hæfileika til tjáningar og sköpunar. Grunnskólar séu snjalltækjalausir vinnustaðir og unnið sé meira markvisst í þágu félagsfærni og gegn einmanaleika, depurð og kvíða. 9. Horfið sé frá „skóla án aðgreiningar“ og sérkennslufræði tekin upp að nýju. Sérhverju barni sé tryggð skólaganga þar sem athyglinni er beint að hæfileikum og styrkleikum þess. 10. Raunveruleikatengsl barna stórefld Eftir 15 ára reynslu áhrifa samfélagsmiðla á börn og ungmenni er það augljóst að brýna þarf fyrir börnum að temja sér eðlislægt skynbragð á raunveruleikann með tilkomu svokallaðrar gervigreindar. 11. Pólitískar alþjóðastofnanir ekki hlutaðeigandi í íslensku skólastarfi Aðalnámskrá leik-og grunnskóla sé ætíð í höndum íslenskra fagaðila sem starfa sjálfstætt og án skuldbindinga við erlend samtök og/stofnanir. Íslenskt samfélag er á krossgötum. Við getum ekki sætt okkur við samfélag þar sem helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns. Við getum ekki unað við samfélag þar sem börnin okkar hafa aldrei verið eins vansæl. Við verðum að velta ábyrgðinni á fræðslu barna og ungmenna á okkur öll sameiginlega. Ef ekki, þá heldur áfram að molna úr stoðum lýðræðissamfélagsins og lífskjörin okkar hrörna í takt. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við viljum öll að börnin okkar læri að hugsa sjálfstætt og geti nýtt hæfileika sína og áhugasvið til að blómstra. Við hljótum að óska þess að þau siðferðislegu gildi sem þau fá í veganesti muni leiða þau áfram til blessunar og hamingju. Grunnurinn að góðu samfélagi eru góð gildi. Samfélag er ekki frjálst ef það er undirlagt af glæpum, spillingu eða aftengingu við gott siðgæði. Við viljum búa ungmennin okkar undir það gríðarlega verk að stjórna samfélaginu í framtíðinni og þá er eins gott að við höfum gert vel við þau, svo þau sjái vel um okkur í framtíðinni. Við viljum gefa börnunum okkar heilbrigt veganesti svo þau geti skapað gott og sanngjarnt samfélag í framtíðinni. Samfélag þar sem frelsi og ábyrgð séu hornsteinar alls. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn setja eftirfarandi í öndvegi í menntamálum leik-og grunnskóla: 1. Íslenska er tungumál leik-og grunnskóla. Bæði starfsmanna og barna. Tryggja verður þeim starfsmönnum leikskóla er hafa annað tungumál að móðurmáli kennslu í íslensku til að ná amk lágmarksfærni til starfans. Íslenskukennsla barna og foreldra af erlendum uppruna er sett í algjöran forgang við komu til landsins. 2. Samvinna heimila og skóla verði byggð á traustum grunni jákvæðra gilda s.s. ábyrgð, umhyggju og sáttfýsi. Mikilvægt verði að gildi lýðræðis séu í öndvegi í öllum samskiptum milli heimila, skóla og skólaheilbrigðisþjónustu. Umburðarlyndi sé haft að leiðarljósi og að frelsi til mismunandi skoðana, viðhorfa og vinnubragða sé virt. Helstu gildi lýðræðislegs samstarfs eru: Jafngildi allra manna, virðing fyrir einstaklingum og samábyrgð. 3. Fræðsluskylda tekin upp í stað skólaskyldu. Foreldrar njóti frelsis í ákvarðanatöku er kemur að grunnmenntun barna. Hvatt er til fjölbreyttara rekstrarforms skóla og að foreldrum/forsjáraðilum verði gert kleift í krafti eigin þekkingar eða í samvinnu við aðra að sjá um fræðslu barna skv. aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Fjármagn fylgi hverju barni óháð rekstrarformi skólans á jafnræðisgrundvelli. Ábyrgðaraðili rekstrareiningar sé íslenskur ríkisborgari. 4. Reglubundið eftirlit með lestrarkunnáttu, lesskilningi og stærðfræðigetu barna og ungmenna með endurupptöku á samræmdum prófum. 5. Ástundun í litakóðum og einkunnir í bókstöfum lagðar niður. Sama gildir staðbundin punktakerfi. Einkunnaskalinn frá 1-10 er auðskiljanlegur og einfaldur í notkun. 6. Skráning persónuupplýsinga barna í Mentor verði hætt. 7. Umdeildar kenningar úr gremjufræðum félagsvísindadeilda háskólanna eins og t.d. hinsegin fræði, (e. Queer Theory) Critical Theory og Critical Race Theory séu ekki kennd börnum sem um staðreyndir séu að ræða. 8. Hollustuhættir í skólastarfi Næringarrík fæða – hreyfing og snjalltækjalaus skóli. Nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. Nemendur tileinki sér mikilvægi reglubundinnar hreyfingar sem hentar þeim. Nemendur efli líkamsvitund sína og hæfileika til tjáningar og sköpunar. Grunnskólar séu snjalltækjalausir vinnustaðir og unnið sé meira markvisst í þágu félagsfærni og gegn einmanaleika, depurð og kvíða. 9. Horfið sé frá „skóla án aðgreiningar“ og sérkennslufræði tekin upp að nýju. Sérhverju barni sé tryggð skólaganga þar sem athyglinni er beint að hæfileikum og styrkleikum þess. 10. Raunveruleikatengsl barna stórefld Eftir 15 ára reynslu áhrifa samfélagsmiðla á börn og ungmenni er það augljóst að brýna þarf fyrir börnum að temja sér eðlislægt skynbragð á raunveruleikann með tilkomu svokallaðrar gervigreindar. 11. Pólitískar alþjóðastofnanir ekki hlutaðeigandi í íslensku skólastarfi Aðalnámskrá leik-og grunnskóla sé ætíð í höndum íslenskra fagaðila sem starfa sjálfstætt og án skuldbindinga við erlend samtök og/stofnanir. Íslenskt samfélag er á krossgötum. Við getum ekki sætt okkur við samfélag þar sem helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns. Við getum ekki unað við samfélag þar sem börnin okkar hafa aldrei verið eins vansæl. Við verðum að velta ábyrgðinni á fræðslu barna og ungmenna á okkur öll sameiginlega. Ef ekki, þá heldur áfram að molna úr stoðum lýðræðissamfélagsins og lífskjörin okkar hrörna í takt. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun