„Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 6. nóvember 2024 20:41 Í ályktun baráttufundarins segir að samstaðan sé alger. Vísir/Anton Brink Baráttufundur Kennarasambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun félagsfólks Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði. Þetta kemur fram í ályktun frá Kennarasambandinu í kjölfar baráttufundar sambandsins í Háskólabíó í kvöld. „Félagsfólk Kennarasambands Íslands í leik-, grunn- og tónlistarskólum hefur verið samningslaust í fimm mánuði og félagsfólk í framhaldsskólum í sjö mánuði. Verkföll hófust víða um land í lok október og ná þau til allra skólastiga og skólagerða með tilheyrandi áhrifum á þúsundir einstaklinga. Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna í kjaradeilunni og tekur eindregið undir áhyggjur foreldra og nemenda af stöðu mála,“ segir í ályktun fundarins. Magnús Þór Jónsson formaður sambandsins segir félaga tilbúna í langvinna baráttu.Vísir/Anton Brink Þar segir svo að haustið 2016 hafi verið gert samkomulag milli opinberra launagreiðenda og bandalaga stéttarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála. Ári síðar höfðu lífeyrisréttindi launþega á almennum og opinberum vinnumarkaði verið jöfnuð. Alger samstaða Sama samkomulag kveði á um jöfnun launa á milli markaða og að sú jöfnun hafi átt að taka sex til tíu ár. Samstarfi um útfærslu jöfnunar launa hafi ekki borið árangur og því hafi aðildarfélög Kennarasambandsins sammælst um það markmið að kjarasamningar allra aðildarfélaga feli í sér skuldbindingu viðsemjenda um hvernig verður staðið við samkomulagið um jöfnun launa á næstu árum. „ Átta ár eru langur tími. Kennarar krefjast sambærilegra launa og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar á atvinnumarkaði. Ómálefnalegur launamunur milli markaða hefur haft alvarlegar afleiðingar á íslenskt skólakerfi. Það sárvantar kennara. Löngu er orðið tímabært að bregðast við stöðunni með því að jafna launin og fjárfesta þannig í skólakerfinu og framtíðinni um leið,“ segir í ályktuninni. Mikill hugur var í kennurum á baráttufundi í Háskólabíó í kvöld.Vísir/Anton Brink Þá segir að lokum að aðildarfélög sambandsins hafi aldrei staðið eins þétt saman. Það sé alger samstaða um verkefnið og félagsfólk tilbúið í langvinna baráttu. „Þær kröfur eru ekki aðeins réttlátar og eðlilegar heldur hvílir allur okkar lýðræðislegi grunnur á því að stjórnvöld standi við gerða samninga.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
„Félagsfólk Kennarasambands Íslands í leik-, grunn- og tónlistarskólum hefur verið samningslaust í fimm mánuði og félagsfólk í framhaldsskólum í sjö mánuði. Verkföll hófust víða um land í lok október og ná þau til allra skólastiga og skólagerða með tilheyrandi áhrifum á þúsundir einstaklinga. Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna í kjaradeilunni og tekur eindregið undir áhyggjur foreldra og nemenda af stöðu mála,“ segir í ályktun fundarins. Magnús Þór Jónsson formaður sambandsins segir félaga tilbúna í langvinna baráttu.Vísir/Anton Brink Þar segir svo að haustið 2016 hafi verið gert samkomulag milli opinberra launagreiðenda og bandalaga stéttarfélaga um breytingar á skipan lífeyrismála. Ári síðar höfðu lífeyrisréttindi launþega á almennum og opinberum vinnumarkaði verið jöfnuð. Alger samstaða Sama samkomulag kveði á um jöfnun launa á milli markaða og að sú jöfnun hafi átt að taka sex til tíu ár. Samstarfi um útfærslu jöfnunar launa hafi ekki borið árangur og því hafi aðildarfélög Kennarasambandsins sammælst um það markmið að kjarasamningar allra aðildarfélaga feli í sér skuldbindingu viðsemjenda um hvernig verður staðið við samkomulagið um jöfnun launa á næstu árum. „ Átta ár eru langur tími. Kennarar krefjast sambærilegra launa og aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar á atvinnumarkaði. Ómálefnalegur launamunur milli markaða hefur haft alvarlegar afleiðingar á íslenskt skólakerfi. Það sárvantar kennara. Löngu er orðið tímabært að bregðast við stöðunni með því að jafna launin og fjárfesta þannig í skólakerfinu og framtíðinni um leið,“ segir í ályktuninni. Mikill hugur var í kennurum á baráttufundi í Háskólabíó í kvöld.Vísir/Anton Brink Þá segir að lokum að aðildarfélög sambandsins hafi aldrei staðið eins þétt saman. Það sé alger samstaða um verkefnið og félagsfólk tilbúið í langvinna baráttu. „Þær kröfur eru ekki aðeins réttlátar og eðlilegar heldur hvílir allur okkar lýðræðislegi grunnur á því að stjórnvöld standi við gerða samninga.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57