McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 10:31 Rory McIlroy er búinn að vinna í sveiflunni sinni síðustu vikur og það verður fróðlegt að sjá hverju það skilar þessum vinsæla kylfingi. Getty/Andrew Redington Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy getur orðið besti kylfingur Evrópumótaraðarinnar í sjötta sinn vinni hann Abú Dabí meistaramótið í þessari viku. Golfáhugafólk mun hins vegar sjá mögulega breytingu á leikstíl McIlroy á þessu móti. Hann er að koma úr felum eftir þriggja vikna æfingarbúðir þar sem hann vann í nýrri golfsveiflu hjá sér. McIlroy sagði að hann hafi verið fastur í golfhermum þessar vikur og unnið í sveiflunni sinni, fyrst á Flórída og svo í New York. Hann eyddi dögunum í það að slá boltanum í skjá með nýju sveiflunni sinni. ESPN segir frá. McIlroy hefur ekki verið ánægður með sveifluna sína en hann var líka mjög ósáttur við það að hafa kastað marg oft frá sér góðri stöðu á mótum á þessu ári. Besta dæmið um það var Opna bandaríska meistaramótið í júní þar sem hann klúðraði tveimur stuttum púttum á síðustu þremur holunum. Hann hefur ekki unnið risamót í heilan áratug. „Eina leiðin fyrir mig til að breyta sveiflunni, eða í það minnsta að komast í rétta átt með sveifluna mína, var að læsa mig inni og hætta að horfa á það hvert boltinn færi. Bara einbeita mér að réttu hreyfingunum,“ sagði Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir mótið. „Ég reyndi að gera sveifluna markvissari og þá er ólíklegra að hún riðlist þegar pressan er mikil. Ef ég horfi á þetta ár þá er það eina sem ég get fundið að er að ég klúðraði þremur tækifærum til að vinna mót,“ sagði McIlroy. Takist McIlroy að vinna í Abú Dabí þá verða úrslitin ráðin fyrir lokamótið. „Ef ég fer út og vinn í þessari viku, þá verður þetta kannski svolítið leiðinlegt í næstu viku. Það verður samt ekki leiðinlegt fyrir mig, heldur bara yndislegt,“ sagði McIlroy sposkur. „Ég er evrópskur kylfingur. Ég vil tryggja stöðu mína sem besti evrópski kylfingur sögunnar,“ sagði McIlroy en tók það fram að hann sé hvergi nærri hættur og stefnir á frekari titla í framtíðinni. Rory McIlroy says he's spent 3 weeks working on swing changes.He didn't allow himself to see ball flights.Do you notice anything different? pic.twitter.com/71sn6OIkIa— Jamie Kennedy (@jamierkennedy) November 6, 2024 Golf Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira
Golfáhugafólk mun hins vegar sjá mögulega breytingu á leikstíl McIlroy á þessu móti. Hann er að koma úr felum eftir þriggja vikna æfingarbúðir þar sem hann vann í nýrri golfsveiflu hjá sér. McIlroy sagði að hann hafi verið fastur í golfhermum þessar vikur og unnið í sveiflunni sinni, fyrst á Flórída og svo í New York. Hann eyddi dögunum í það að slá boltanum í skjá með nýju sveiflunni sinni. ESPN segir frá. McIlroy hefur ekki verið ánægður með sveifluna sína en hann var líka mjög ósáttur við það að hafa kastað marg oft frá sér góðri stöðu á mótum á þessu ári. Besta dæmið um það var Opna bandaríska meistaramótið í júní þar sem hann klúðraði tveimur stuttum púttum á síðustu þremur holunum. Hann hefur ekki unnið risamót í heilan áratug. „Eina leiðin fyrir mig til að breyta sveiflunni, eða í það minnsta að komast í rétta átt með sveifluna mína, var að læsa mig inni og hætta að horfa á það hvert boltinn færi. Bara einbeita mér að réttu hreyfingunum,“ sagði Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir mótið. „Ég reyndi að gera sveifluna markvissari og þá er ólíklegra að hún riðlist þegar pressan er mikil. Ef ég horfi á þetta ár þá er það eina sem ég get fundið að er að ég klúðraði þremur tækifærum til að vinna mót,“ sagði McIlroy. Takist McIlroy að vinna í Abú Dabí þá verða úrslitin ráðin fyrir lokamótið. „Ef ég fer út og vinn í þessari viku, þá verður þetta kannski svolítið leiðinlegt í næstu viku. Það verður samt ekki leiðinlegt fyrir mig, heldur bara yndislegt,“ sagði McIlroy sposkur. „Ég er evrópskur kylfingur. Ég vil tryggja stöðu mína sem besti evrópski kylfingur sögunnar,“ sagði McIlroy en tók það fram að hann sé hvergi nærri hættur og stefnir á frekari titla í framtíðinni. Rory McIlroy says he's spent 3 weeks working on swing changes.He didn't allow himself to see ball flights.Do you notice anything different? pic.twitter.com/71sn6OIkIa— Jamie Kennedy (@jamierkennedy) November 6, 2024
Golf Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira