Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar 7. nóvember 2024 08:46 Verkfall er síðasta úrræði launþega í kjarabaráttu. Verkfall þarf því að bíta ef það á að hafa áhrif. Kennarar eru hins vegar ekki í alvöru verkfalli sem ætlað er að bíta. Þeir eru í baunabyssuverkfalli sem hefur engin áhrif á viðsemjendur þeirra. Einu áhrifin eru að ergja þá sem verða fyrir baunaskotunum - börn í nokkrum skólum, foreldra þeirra, afa og ömmur, önnur skyldmenni svo og vinnuveitendur foreldranna. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu. Því síður samninganefnd kennara. Enda eru samningafundir fáir og ekkert að gerast. Formaður kennara krefst þess að sveitarfélögin og ríkisstjórnin höggvi á hnútinn og láti undan kröfunum. Samt veit hann að ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til þess. „Okkur verður ekki hvikað,“ segir kennaraformaðurinn. Er ætlun hans þá að halda úti skæruverkföllunum þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð? Eiga að líða mánuðir þangað til börnin komast aftur í skólann? Baunabyssuverkföllin hafa engu breytt og munu engu breyta í þessari kjarabaráttu. Það er hreinlegast fyrir kennaraforystuna að láta gott heita í þeim efnum. Eða þá ganga rösklega til verks og boða allsherjarverkfall kennara. Það skiptir engu máli í þessari umræðu hvort kennarar eigi skilið betri kjör eða ekki. Lausn á því fæst ekki núna, þegar ríkisstjórnin er varla nema nafnið, kosningar framundan og sveitarfélögin að klára fjárhagsáætlanir. Réttast væri að kennarar tækju sér hlé frá því að reyna að þvinga fram kjarabætur og héldu svo samtalinu áfram eftir kosningar við stjórnvöld sem hafa skýrt umboð og bera ábyrgð. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Verkfall er síðasta úrræði launþega í kjarabaráttu. Verkfall þarf því að bíta ef það á að hafa áhrif. Kennarar eru hins vegar ekki í alvöru verkfalli sem ætlað er að bíta. Þeir eru í baunabyssuverkfalli sem hefur engin áhrif á viðsemjendur þeirra. Einu áhrifin eru að ergja þá sem verða fyrir baunaskotunum - börn í nokkrum skólum, foreldra þeirra, afa og ömmur, önnur skyldmenni svo og vinnuveitendur foreldranna. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu. Því síður samninganefnd kennara. Enda eru samningafundir fáir og ekkert að gerast. Formaður kennara krefst þess að sveitarfélögin og ríkisstjórnin höggvi á hnútinn og láti undan kröfunum. Samt veit hann að ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til þess. „Okkur verður ekki hvikað,“ segir kennaraformaðurinn. Er ætlun hans þá að halda úti skæruverkföllunum þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð? Eiga að líða mánuðir þangað til börnin komast aftur í skólann? Baunabyssuverkföllin hafa engu breytt og munu engu breyta í þessari kjarabaráttu. Það er hreinlegast fyrir kennaraforystuna að láta gott heita í þeim efnum. Eða þá ganga rösklega til verks og boða allsherjarverkfall kennara. Það skiptir engu máli í þessari umræðu hvort kennarar eigi skilið betri kjör eða ekki. Lausn á því fæst ekki núna, þegar ríkisstjórnin er varla nema nafnið, kosningar framundan og sveitarfélögin að klára fjárhagsáætlanir. Réttast væri að kennarar tækju sér hlé frá því að reyna að þvinga fram kjarabætur og héldu svo samtalinu áfram eftir kosningar við stjórnvöld sem hafa skýrt umboð og bera ábyrgð. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun