„Verður sérstök stund fyrir hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2024 10:03 Benedikt fagnar því að ná landsliðinu loks aftur saman í keppnisverkefni. Vísir/Hulda Margrét „Núna er loksins komið að þessu,“ segir Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, um verkefni kvöldsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM á næsta ári. Liðið hefur beðið lengi eftir því að komast aftur saman út á völl. Ísland hefur ekki spilað landsleik í tæplega tólf mánuði. Síðasti landsliðsgluggi var þegar liðið spilaði fyrstu tvo leikina í yfirstandandi undankeppni í nóvember 2023. Landsliðshópurinn hefur breyst töluvert á þessu heila ári, þar sem meiðsli hafa eitthvað að segja, en margar ungar stúlkur sem fá tækifæri í komandi verkefni. „Mér líst vel á hann. Það eru töluverðar breytingar frá síðasta glugga. Maður reynir alltaf að byggja ofan á síðasta glugga en svo atvikast það þannig núna að það eru meiðsli í ákveðnum stöðum. En við teljum okkur geta unnið úr því. Það eru stelpur hérna hungraðar að koma inn sem ætla að standa sig og við höfum þvílíka trú á. Ég er bara mjög bjartsýnn á þetta,“ segir Benedikt. Klippa: Biðin á enda „Ég er alltaf að segja þetta að breiddin í íslenska kvennakörfuboltanum er að verða meiri. Fleiri stelpur til að velja úr og það þarf að skilja einhverjar góðar eftir fyrir utan hóp. Bara eins og þetta á að vera,“ segir Benedikt. Danielle fær loks landsleik Anna Lára Vignisdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir eru meðal nýliða í hópnum og þá eru sex leikmenn til viðbótar sem hafa spilað landsleiki í eins stafs tölu. Einn nýliðanna er hins vegar heldur reynslumeiri. Danielle Rodriguez öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs og fær loks tækifæri til að spila í íslensku landsliðstreyjunni. „Við erum að fá góða nýliða, bæði í Dani og Kollu, og stelpum sem eru komnar inn í þetta algjörlega tilbúnar og styrkja liðið mikið. Dani er búin að bíða lengi eftir þessu og hlakkar alveg ofboðslega mikið til. Þetta verður sérstök stund fyrir hana,“ segir Benedikt. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum fyrir sléttu ári síðan en hékk vel í Tyrkjum í Ólafssal í leik sem lauk með 72-65 tapi. Benedikt vill byggja á því gegn gríðarsterku slóvakísku liði. „Hörkuleikir, við þekkjum Rúmeníu vel, en Slóvakíu minna. Þetta slóvakíska lið er búið að vera í fremstu röð lengi. Þær eru með allt eiginlega. Gæði, hæð, hraða bara nefndu það. En við sýndum það hérna gegn Tyrkjum að við getum keppt við svona lið og ætlum að gera það aftur,“ segir Benedikt. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira
Ísland hefur ekki spilað landsleik í tæplega tólf mánuði. Síðasti landsliðsgluggi var þegar liðið spilaði fyrstu tvo leikina í yfirstandandi undankeppni í nóvember 2023. Landsliðshópurinn hefur breyst töluvert á þessu heila ári, þar sem meiðsli hafa eitthvað að segja, en margar ungar stúlkur sem fá tækifæri í komandi verkefni. „Mér líst vel á hann. Það eru töluverðar breytingar frá síðasta glugga. Maður reynir alltaf að byggja ofan á síðasta glugga en svo atvikast það þannig núna að það eru meiðsli í ákveðnum stöðum. En við teljum okkur geta unnið úr því. Það eru stelpur hérna hungraðar að koma inn sem ætla að standa sig og við höfum þvílíka trú á. Ég er bara mjög bjartsýnn á þetta,“ segir Benedikt. Klippa: Biðin á enda „Ég er alltaf að segja þetta að breiddin í íslenska kvennakörfuboltanum er að verða meiri. Fleiri stelpur til að velja úr og það þarf að skilja einhverjar góðar eftir fyrir utan hóp. Bara eins og þetta á að vera,“ segir Benedikt. Danielle fær loks landsleik Anna Lára Vignisdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir eru meðal nýliða í hópnum og þá eru sex leikmenn til viðbótar sem hafa spilað landsleiki í eins stafs tölu. Einn nýliðanna er hins vegar heldur reynslumeiri. Danielle Rodriguez öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs og fær loks tækifæri til að spila í íslensku landsliðstreyjunni. „Við erum að fá góða nýliða, bæði í Dani og Kollu, og stelpum sem eru komnar inn í þetta algjörlega tilbúnar og styrkja liðið mikið. Dani er búin að bíða lengi eftir þessu og hlakkar alveg ofboðslega mikið til. Þetta verður sérstök stund fyrir hana,“ segir Benedikt. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum fyrir sléttu ári síðan en hékk vel í Tyrkjum í Ólafssal í leik sem lauk með 72-65 tapi. Benedikt vill byggja á því gegn gríðarsterku slóvakísku liði. „Hörkuleikir, við þekkjum Rúmeníu vel, en Slóvakíu minna. Þetta slóvakíska lið er búið að vera í fremstu röð lengi. Þær eru með allt eiginlega. Gæði, hæð, hraða bara nefndu það. En við sýndum það hérna gegn Tyrkjum að við getum keppt við svona lið og ætlum að gera það aftur,“ segir Benedikt. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira