Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar 7. nóvember 2024 13:00 Samfylkingin er með plan Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum. Flokkurinn hefur farið í mikla málefnavinnu, í samráði við almenning, fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri. Plan Samfylkingar fyrir komandi tvö kjörtímabil er kynnt í þremur útspilum Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir þar sem vilji til framkvæmda er rauður þráður. Útspilin endurspegla grunnhugmynd flokksins um að stöðugleiki, kröftug verðmætasköpun, öguð ríkisfjármál og skynsamleg tekjuöflun, verði grunnur að sterkri velferð og greiðslu á innviðaskuldum sem hafa fengið að safnast upp allt of lengi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Því var nýlega haldið fram að Samfylkingin ætli að hækka skatta um ákveðna upphæð á mann. Það er ekki rétt. Það er alls ekki þannig að Samfylkingin ætli að dreifa skattheimtu á fólkið í landinu. Við ætlum að vinna fyrir því sem þarf til að ráðast í uppbyggingu á innviðum og velferðarkerfi með skynsamlegum hætti. Í fyrsta lagi með tiltekt í rekstri ríkisins, í öðru lagi með sanngjarnri tekjuöflun og í þriðja lagi með vitneskju um það að sumar fjárfestingar í innviðum munu skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Öll plön Samfylkingar miðast við að vinna jafnt og þétt í málum yfir tvö kjörtímabil en hingað til hefur skort á slíka langtímasýn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hyggst ekki taka neinar kollsteypur í íslensku þjóðfélagi, heldur leggur áherslu á að setja raunhæf markmið og taka örugg skref í átt að betra samfélagi. Hvað varðar tekjuöflun ríkisins er ætlunin að setja á almennt og hóflegt auðlindagjald og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem er jú sanngirnismál. Eina skattahækkunin sem Samfylkingin hefur talað fyrir er hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22% í 25%, en með samhliða hækkun á frítekjumörkum fjármagnstekna. Hvergi er að finna áform um skattlagningu almenns launafólks með hækkun á tekjuskatti. Svikin loforð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna verulega á undanförnum árum, því höfum við öll fundið fyrir. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði. Vextir heimilanna af húsnæðislánum voru 40 milljörðum hærri árið 2023 miðað við 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur á mánuði eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 í 70 milljónir króna. Um leið hefur matarkarfan hækkað svo um munar, eða um 400 þúsund krónur á ári fyrir fjölskyldu sem varði 125 þúsundum króna í mat á mánuði árið 2021. Þá hefur skattbyrði venjulegs vinnandi fólks hækkað jafnt og þétt í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands, undantekning er reyndar tekjuhæsta tíundin þar sem skattar hafa lækkað hlutfallslega. Þetta er ekki eins og lofað var þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði lágum vöxtum og lægri sköttum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá er hvergi að sjá þess merki um hver plön Sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni. Samfylkingin lækkar kostnað heimilanna Kæru kjósendur. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna með þeim aðgerðum sem að ofan voru nefndar, fáum við til þess umboð í kosningum. Það væri rangt að hækka skatta á vinnandi fólk eftir allar þær álögur sem fráfarandi ríkisstjórn hefur lagt á almenning. Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar. Það er hægt að gera betur. Þann 30. nóvember fær þjóðin tækifæri til að kjósa nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings og formanns Samfylkingarinnar en henni er hægt að treysta fyrir ábyrgri hagstórn. Nýtum það tækifæri samfélaginu til heilla. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin er með plan Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum. Flokkurinn hefur farið í mikla málefnavinnu, í samráði við almenning, fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri. Plan Samfylkingar fyrir komandi tvö kjörtímabil er kynnt í þremur útspilum Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir þar sem vilji til framkvæmda er rauður þráður. Útspilin endurspegla grunnhugmynd flokksins um að stöðugleiki, kröftug verðmætasköpun, öguð ríkisfjármál og skynsamleg tekjuöflun, verði grunnur að sterkri velferð og greiðslu á innviðaskuldum sem hafa fengið að safnast upp allt of lengi. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Því var nýlega haldið fram að Samfylkingin ætli að hækka skatta um ákveðna upphæð á mann. Það er ekki rétt. Það er alls ekki þannig að Samfylkingin ætli að dreifa skattheimtu á fólkið í landinu. Við ætlum að vinna fyrir því sem þarf til að ráðast í uppbyggingu á innviðum og velferðarkerfi með skynsamlegum hætti. Í fyrsta lagi með tiltekt í rekstri ríkisins, í öðru lagi með sanngjarnri tekjuöflun og í þriðja lagi með vitneskju um það að sumar fjárfestingar í innviðum munu skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Öll plön Samfylkingar miðast við að vinna jafnt og þétt í málum yfir tvö kjörtímabil en hingað til hefur skort á slíka langtímasýn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hyggst ekki taka neinar kollsteypur í íslensku þjóðfélagi, heldur leggur áherslu á að setja raunhæf markmið og taka örugg skref í átt að betra samfélagi. Hvað varðar tekjuöflun ríkisins er ætlunin að setja á almennt og hóflegt auðlindagjald og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem er jú sanngirnismál. Eina skattahækkunin sem Samfylkingin hefur talað fyrir er hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22% í 25%, en með samhliða hækkun á frítekjumörkum fjármagnstekna. Hvergi er að finna áform um skattlagningu almenns launafólks með hækkun á tekjuskatti. Svikin loforð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna verulega á undanförnum árum, því höfum við öll fundið fyrir. Með verðbólgu, vöxtum og húsnæðisverði. Vextir heimilanna af húsnæðislánum voru 40 milljörðum hærri árið 2023 miðað við 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur á mánuði eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 í 70 milljónir króna. Um leið hefur matarkarfan hækkað svo um munar, eða um 400 þúsund krónur á ári fyrir fjölskyldu sem varði 125 þúsundum króna í mat á mánuði árið 2021. Þá hefur skattbyrði venjulegs vinnandi fólks hækkað jafnt og þétt í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands, undantekning er reyndar tekjuhæsta tíundin þar sem skattar hafa lækkað hlutfallslega. Þetta er ekki eins og lofað var þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði lágum vöxtum og lægri sköttum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá er hvergi að sjá þess merki um hver plön Sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni. Samfylkingin lækkar kostnað heimilanna Kæru kjósendur. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna með þeim aðgerðum sem að ofan voru nefndar, fáum við til þess umboð í kosningum. Það væri rangt að hækka skatta á vinnandi fólk eftir allar þær álögur sem fráfarandi ríkisstjórn hefur lagt á almenning. Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar. Það er hægt að gera betur. Þann 30. nóvember fær þjóðin tækifæri til að kjósa nýtt upphaf undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, hagfræðings og formanns Samfylkingarinnar en henni er hægt að treysta fyrir ábyrgri hagstórn. Nýtum það tækifæri samfélaginu til heilla. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun