Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2024 11:39 Í tvígang hefur það gerst að flugvélar Finnair hafi ekki getað lent í Joensuu í Austur-Finnlandi vegna truflana á staðsetningarkerfi í sumar. Myndin er úr safni og er frá Vantaa-flugvelli í Helsinki. Vísir/Getty Gamaldags fjarlægðarvitar hafa verið teknir aftur í notkun á flugvöllum í austanverðu Finnlandi vegna viðvarandi truflana á gervihnattastaðsetningarkerfum. Dæmi eru um að flugvélar hafi ekki getað lent vegna truflananna. Flestar flugvélar reiða sig á staðsetningarkerfi sem byggja á merkjum frá gervihnöttum. Veruleg aukning hefur orðið á truflunum á þessum kerfum frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu árið 2022, ekki síst við Finnlandsflóa og á Eystrasalti. Finnsk stjórnvöld telja að Rússar standi fyrir truflunum á gervhnattamerkjunum og fölsunum á þeim til þess að verja olíuhafnir sínar og fela slóð flutningaskipa sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja. Þetta hefur leitt til þess að skip hafa farið af leið og villst. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við því að þau stefni í strand af þessum sökum. Rússar hafna því að koma nálægt truflununum. Nú kveður svo rammt að þessum truflunum að stjórnendur þriggja flugvalla í austanverðu Finnlandi hafa ákveðið að draga fram gamla fjarlægðarvita til að hafa til taks þegar vart verður við truflanir á gervihnattakerfum. Vitarnir eru þegar komnir í notkun í Joensuu og Savonlinna og verða bráðlegar komnir upp við Lappeenranta-flugvöll, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Vitarnir voru notaðir frá 7. áratug síðustu aldar. Þeir gefa frá sér útvarpsbylgjupúls sem móttakarar í flugvélum geta notað til þess að reikna út staðsetningu sína. Gervihnattastaðsetningarbúnaður hefur leyst þá tækni að mestu af hólmi. Innanlandsflugvél á leið frá Helsinki þurfti frá að hverfa vegna truflana á GPS-merki þegar hún hugðist lenda í Joensuu í júní. Önnur flugvél Finnair gat heldur ekki lent í Joensuu af sömu sökum í ágúst. Isavia sagði í tilkynningu í mars að ekki hefði verið tilkynnt um truflanir á staðsetningarkerfum eða fölsunum í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Hins vegar hafi komið fram skýr merki um að flugvélar sem hefðu orðið fyrir truflunum bæru þess enn merki þegar þær kæmu inn í flugstjórnarsvæðið mörgum klukkustundum eftir að truflun lauk. Alls hafi þúsund slík tilfelli verið skráð í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Finnland Rússland Fréttir af flugi Tækni Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Flestar flugvélar reiða sig á staðsetningarkerfi sem byggja á merkjum frá gervihnöttum. Veruleg aukning hefur orðið á truflunum á þessum kerfum frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í Úkraínu árið 2022, ekki síst við Finnlandsflóa og á Eystrasalti. Finnsk stjórnvöld telja að Rússar standi fyrir truflunum á gervhnattamerkjunum og fölsunum á þeim til þess að verja olíuhafnir sínar og fela slóð flutningaskipa sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja. Þetta hefur leitt til þess að skip hafa farið af leið og villst. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við því að þau stefni í strand af þessum sökum. Rússar hafna því að koma nálægt truflununum. Nú kveður svo rammt að þessum truflunum að stjórnendur þriggja flugvalla í austanverðu Finnlandi hafa ákveðið að draga fram gamla fjarlægðarvita til að hafa til taks þegar vart verður við truflanir á gervihnattakerfum. Vitarnir eru þegar komnir í notkun í Joensuu og Savonlinna og verða bráðlegar komnir upp við Lappeenranta-flugvöll, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Vitarnir voru notaðir frá 7. áratug síðustu aldar. Þeir gefa frá sér útvarpsbylgjupúls sem móttakarar í flugvélum geta notað til þess að reikna út staðsetningu sína. Gervihnattastaðsetningarbúnaður hefur leyst þá tækni að mestu af hólmi. Innanlandsflugvél á leið frá Helsinki þurfti frá að hverfa vegna truflana á GPS-merki þegar hún hugðist lenda í Joensuu í júní. Önnur flugvél Finnair gat heldur ekki lent í Joensuu af sömu sökum í ágúst. Isavia sagði í tilkynningu í mars að ekki hefði verið tilkynnt um truflanir á staðsetningarkerfum eða fölsunum í íslenska flugstjórnarsvæðinu. Hins vegar hafi komið fram skýr merki um að flugvélar sem hefðu orðið fyrir truflunum bæru þess enn merki þegar þær kæmu inn í flugstjórnarsvæðið mörgum klukkustundum eftir að truflun lauk. Alls hafi þúsund slík tilfelli verið skráð í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Finnland Rússland Fréttir af flugi Tækni Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira