Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:31 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir minnnir á að það þurfi að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV, sérstaklega ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir segir brýnt að heilbrigðisstarfsfólk hafi lágan þröskuld fyrir að skima fyrir HIV-veirunni. Þá eigi alltaf að prófa fyrir henni ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Tvær íslenskar konur greindust nýlega með alnæmi eftir margra mánaða samskipti við lækna vegna alvarlegs heilsubrest þar sem ekki var skimað fyrir slíku smiti Þetta kemur fram í nýrri grein eftir lækna á Landspítalanum í Læknablaðinu sem benda á að skýra þurfi verklagsreglur um HIV-próf. Fram kemur fram að önnur kvennanna sem greindist með alnæmi hafði farið reglulega í kynsjúkdómapróf, verið greind með kynsjúkdóm en samt hafi ekki verið skimað fyrir veirunni. Konurnar voru svo loks skimaðar fyrir veirunni eftir innlögn á bráðadagdeild Landspítalans þar sem þær lögðust inn vegna mikilla veikinda og greindust þá með alnæmi. Læknarnir benda á í greininni að allir geti smitast af HIV en engin ætti að fá alnæmi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afar mikilvægt að greina HIV sem fyrst. „Það er hægt að meðhöndla HIV á lyfjum þannig að það þurfi ekki að leiða til alnæmis eins og fyrst þegar sjúkdómurinn kom fram. Nú er hægt að beita lyfjum og koma í veg fyrir alnæmi en þá þarf fólk að fá meðferð,“ segir Guðrún. „Allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf“ Hún segir að almennt hafi dregið úr meðvitund um HIV-veiruna. „Sjúkdómurinn fékk auðvitað mikla athygli fyrstu árin sem hann kom fram og áður en HIV-lyfin komu á markað. Nú stafar ekki sama ógn af veirunni en á sama tíma megum við ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er enn til staðar. Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV. Sérstaklega ef það greinist með annan kynsjúkdóm. Þá mætti alveg segja að allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf,“ segir Guðrún. Samkvæmt farsóttaskýrslum sóttvarnalæknis greindust 39 einstaklingar með HIV hér á landi árið 2022 og 44 í fyrra. Alls greindust fjórir með alnæmi á tímabilinu. „Þetta er áfram að greinast þannig að það er full ástæða til að slaka ekki á í vörnum. Fólk ætti líka nota smokkinn og huga að því með hverjum það er og fara sjálft í próf ef það grunar að það gæti verið smitað,“ segir Guðrún að lokum. Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri grein eftir lækna á Landspítalanum í Læknablaðinu sem benda á að skýra þurfi verklagsreglur um HIV-próf. Fram kemur fram að önnur kvennanna sem greindist með alnæmi hafði farið reglulega í kynsjúkdómapróf, verið greind með kynsjúkdóm en samt hafi ekki verið skimað fyrir veirunni. Konurnar voru svo loks skimaðar fyrir veirunni eftir innlögn á bráðadagdeild Landspítalans þar sem þær lögðust inn vegna mikilla veikinda og greindust þá með alnæmi. Læknarnir benda á í greininni að allir geti smitast af HIV en engin ætti að fá alnæmi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afar mikilvægt að greina HIV sem fyrst. „Það er hægt að meðhöndla HIV á lyfjum þannig að það þurfi ekki að leiða til alnæmis eins og fyrst þegar sjúkdómurinn kom fram. Nú er hægt að beita lyfjum og koma í veg fyrir alnæmi en þá þarf fólk að fá meðferð,“ segir Guðrún. „Allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf“ Hún segir að almennt hafi dregið úr meðvitund um HIV-veiruna. „Sjúkdómurinn fékk auðvitað mikla athygli fyrstu árin sem hann kom fram og áður en HIV-lyfin komu á markað. Nú stafar ekki sama ógn af veirunni en á sama tíma megum við ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er enn til staðar. Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV. Sérstaklega ef það greinist með annan kynsjúkdóm. Þá mætti alveg segja að allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf,“ segir Guðrún. Samkvæmt farsóttaskýrslum sóttvarnalæknis greindust 39 einstaklingar með HIV hér á landi árið 2022 og 44 í fyrra. Alls greindust fjórir með alnæmi á tímabilinu. „Þetta er áfram að greinast þannig að það er full ástæða til að slaka ekki á í vörnum. Fólk ætti líka nota smokkinn og huga að því með hverjum það er og fara sjálft í próf ef það grunar að það gæti verið smitað,“ segir Guðrún að lokum. Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum