Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 08:31 Pétur Rúðrik Guðmundsson mætir þrettán ára lærlingi sínum, Kára Vagni Birkissyni, í kvöld þegar þriðja mót Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye. Stöð 2 Sport Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram af krafti en þriðja umferð fer fram á Bullseye í Reykjavík í kvöld. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru sumir leikmenn í góðri stöðu með að tryggja sig í gegnum niðurskurð en aðrir með bakið uppvið vegg og verða á ná í stig. Eins eru sumir þegar dottnir úr deildinni og aðrir að stíga í fyrsta sinn á stokk í kvöld. Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sjá meira
Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sjá meira