Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar 8. nóvember 2024 16:32 Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“. Það er fyrir öllu að fólkið sem stýrir landinu geri það af öllum krafti fyrir fólkið í landinu, ekki af því þau eru þjóðþekktir einstaklingar heldur af því þeim er annt um land og þjóð. Það er ógnvænleg þróun við lýðræðið að flokkar keppist við að troða ofarlega inn á lista hjá sér „frægu“ fólki og ýti þess í stað reyndu og færu fólki út sem komið hefur upp í gegnum flokkstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 100 ár staðið vaktina í Íslenskum stjórnmálum, og leitt þjóðina í gegnum súrt og sætt. Er þar helst að nefna sjálfstæði þjóðarinnar sem menn vilja í dag taka sem hverjum öðrum léttvægum hlut hins daglegs lífs. Hverskyns eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar er ekkert nema móðgun við þá sem harðast börðust fyrir okkur á síðustu öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn staðið ásamt Framsókn sem stoð íslenskra stjórnmála, þó sá síðari hafi fjarlægst gildi sín og siði á seinni árum og hagi bara seglum eftir vindi, opinn í báða enda er það sem flestir tengja við Framsókn, án þess þó að hann skipti um nafn eða kennitölu. Samfylkingin ætlar sér að telja fólki trú um að undir þeirra stjórn rétti þau skipið af, jafnvel þótt það sé á réttri leið nú þegar. Maður þarf ekki að horfa lengra en til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur, sem hefur í rúman áratug verið stjórnað af Samfylkingunni. Þar stendur ekki stein yfir steini í fjármálum borgarinnar, og illa gengur að rétta sig af. Það er kannski ekki furða þegar áhöfn flokksins er upptekinn við að grafa undan hvoru öðru. Það neita því fáir, ef einhverjir að það hefði verið skynsamlegast að ganga ekki aftur í ríkisstjórn með flokkum sem standa í vegi fyrir frekari framförum og fara jafnvel gegn lögum til að stöðva atvinnugreinar sem þeim líkar illa. Hvernig VG stóð gegn breytingum og vinnu við lagareldisfrumvarp, ný raforkulög og stöðvaði hvalveiðar á eftir að koma þeim út úr þingsölum. En nú er tími til að horfa fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga fullskipaður öflugu fólki sem veit hvað það er að gera, hefur staðið sig vel og ætlar að gera það áfram í takt við stefnu og samþykktir flokksins. Það var Hannes Hafstein sem orti um Þjóðstjórnina sem starfaði 1939 - 42, og á það kvæði við um ástandið í dag, þó að einu orði breyttu. „Svo legg ég glaður frá mér bók og blað og birti ei framar spádóm heimsins lýði. En samt er ég viss um eitt, og það er það, að Samfó Stjórnin okkar tapar sínu stríði.” Ég hvet fólk til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, mæta á viðburði og eiga samtal við fulltrúana og veita þeim gott nesti inn í baráttuna. Höfundur er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“. Það er fyrir öllu að fólkið sem stýrir landinu geri það af öllum krafti fyrir fólkið í landinu, ekki af því þau eru þjóðþekktir einstaklingar heldur af því þeim er annt um land og þjóð. Það er ógnvænleg þróun við lýðræðið að flokkar keppist við að troða ofarlega inn á lista hjá sér „frægu“ fólki og ýti þess í stað reyndu og færu fólki út sem komið hefur upp í gegnum flokkstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 100 ár staðið vaktina í Íslenskum stjórnmálum, og leitt þjóðina í gegnum súrt og sætt. Er þar helst að nefna sjálfstæði þjóðarinnar sem menn vilja í dag taka sem hverjum öðrum léttvægum hlut hins daglegs lífs. Hverskyns eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar er ekkert nema móðgun við þá sem harðast börðust fyrir okkur á síðustu öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn staðið ásamt Framsókn sem stoð íslenskra stjórnmála, þó sá síðari hafi fjarlægst gildi sín og siði á seinni árum og hagi bara seglum eftir vindi, opinn í báða enda er það sem flestir tengja við Framsókn, án þess þó að hann skipti um nafn eða kennitölu. Samfylkingin ætlar sér að telja fólki trú um að undir þeirra stjórn rétti þau skipið af, jafnvel þótt það sé á réttri leið nú þegar. Maður þarf ekki að horfa lengra en til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur, sem hefur í rúman áratug verið stjórnað af Samfylkingunni. Þar stendur ekki stein yfir steini í fjármálum borgarinnar, og illa gengur að rétta sig af. Það er kannski ekki furða þegar áhöfn flokksins er upptekinn við að grafa undan hvoru öðru. Það neita því fáir, ef einhverjir að það hefði verið skynsamlegast að ganga ekki aftur í ríkisstjórn með flokkum sem standa í vegi fyrir frekari framförum og fara jafnvel gegn lögum til að stöðva atvinnugreinar sem þeim líkar illa. Hvernig VG stóð gegn breytingum og vinnu við lagareldisfrumvarp, ný raforkulög og stöðvaði hvalveiðar á eftir að koma þeim út úr þingsölum. En nú er tími til að horfa fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga fullskipaður öflugu fólki sem veit hvað það er að gera, hefur staðið sig vel og ætlar að gera það áfram í takt við stefnu og samþykktir flokksins. Það var Hannes Hafstein sem orti um Þjóðstjórnina sem starfaði 1939 - 42, og á það kvæði við um ástandið í dag, þó að einu orði breyttu. „Svo legg ég glaður frá mér bók og blað og birti ei framar spádóm heimsins lýði. En samt er ég viss um eitt, og það er það, að Samfó Stjórnin okkar tapar sínu stríði.” Ég hvet fólk til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, mæta á viðburði og eiga samtal við fulltrúana og veita þeim gott nesti inn í baráttuna. Höfundur er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar