Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2024 17:14 Víkingur Heiðar og Yuja Wang fóru á kostum á tvennum tónleikum í Hörpu í október. Víkingur er tilnefndur fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðunum sem hann gaf út á plötu í fyrra. Mummi Lú Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna sem er enn ein rósin í hnappagat píanistans margverðlaunaða sem þekkir þó vel tilfinninguna að henda tilbúinni sigurræðu í ruslið. Víkingur er tilnefndur í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. „Ég var bara að sjá þetta. Þetta var tilkynnt fyrir tuttugu mínútum,“ segir Víkingur Heiðar í samtali við fréttastofu. Eins og gefur að skilja eru listamenn um allan heim sem hafa fengið tíðindi af tilnefningum. Fastagestir á Grammy á borð við poppstjörnurnar Beyoncé og Taylor Swift og svo helstu stjörnur heimsins í djassi, rappi, rokki, kántrí og þar fram eftir götunum. Og svo klassíska deildin þar sem Ísland á sinn fulltrúa. Fimm tilnefnd í flokki Víkings Andy Akiho - Akiho: Longing Curtis J Stewart, James Blachly & Experiential Orchestra - Perry: Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit Mak Grgić & Ensemble Dissonance - Entourer Seth Parker Woods - Eastman Hin heilaga nærvera Jóhönnu af Örk Víkingur Ólafsson - J. S. Bach: Goldberg tilbrigðin Víkingur keppir við bandaríska slagverksleikarann Andy Akiho, Curtis J Stewart, James Blachly & Experiential Orchestra, Mak Grgić & Ensemble Dissonance og Seth Parker Woods. Víkingur er hóflega bjartsýnn og með báða fætur á jörðinni. Verðlaunin verða veitt þann 2. febrúar. „Ég hef verið svo heppinn að vinna fullt af verðlaunum. En ég hef líka ekki unnið fullt af verðlaunum,“ segir Víkingur Heiðar sem hefur verið meðal tilnefndu á þónokkrum verðlaunahátíðum en farið tómhentur heim. Þar á meðal þrisvar sinnum á vettvangi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Allar sigurræðurnar sem aldrei voru lesnar „Ég hef alltaf mætt tilbúinn með sigurræðu í vasanum og svo þurft að fara heim og henda henni í ruslið,“ segir Víkingur Heiðar og hlær. Það sé vissulega skrýtin tilfinning að undirbúa sig ef svo færi að verðlaun féllu honum í skaut. Þannig verði hugsunin eins og maður sé búinn að vinna til verðlauna. „Maður þakkar skrifar sigurræðu, þakkar mömmu sinni og pabba... og svo vinnur einhver annar,“ segir píanistinn og hlær. Hann nefnir að það væri fróðlegt að fá allar sigurræðurnar sem hafa verið skrifaðar í gegnum tíðina, en unnu ekki, upp á borðið. „Það væri gaman sjá allar sigurræðurnar sem aldrei voru lesnar.“ En að öllu gamni sleppt hafi honum verið kennt snemma að líta á tilnefningar til verðlauna sem heiður og velta þeim ekki of mikið fyrir sér. Blaðamaður bendir honum á að líta mætti svo á, með einfaldasta hætti, að tuttugu prósent líkur væru á sigri. Íslendingar sem hafa unnið Grammy-verðlaun Steinar Höskuldsson (2003) Gunnar Guðbjörnsson (2003) Sigurbjörn Bernharðsson (2009) Kristinn Sigmundsson (2017) Hildur Guðnadóttir (2020, 2021) Dísella Lárusdóttir (2022) Laufey Lín Jónsdóttir (2024) „Auðvitað vona ég að það séu meiri en tuttugu prósent líkur en ég er líka í mínum eigin heimi. Hinum listamönnum finnst það svo kannski líka,“ segir Víkingur yfirvegaður. Fimm stjörnu veisla Víkingur lauk á miðvikudaginn tónleikaferðalagi með hinni kínversku Yuja Wang sem hófst í Hörpu 20. október. Þau hafa hlotið mikið lof meðal annars frá Jónasi Sen, rýni Vísis, sem skellti sér á aðra af tvennum tónleikum fyrir fullu húsi í Hörpu. Uppselt var á alla tíu tónleika þeirra Yuja og fengu tónleikarnir í Royal Festival Hall í London fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Guardian. „Ég var í London á miðvikudagskvöld, kom svo heim í 24 tíma og er aftur kominn til Vínarborgar,“ segir Víkingur Heiðar. Eftir annasamar síðustu vikur veltir blaðamaður fyrir sér hvernig heilsa píanistans er eftir alla þessa tónleika, öll þessi ferðalög. „Það er mesta furða. Þegar maður er í svona prógrammi þá er eins og líkurnar minnki á því að maður verði veikur. En svo þegar törnin er búin eru stórauknar líkur á að maður fái flensu,“ segir Víkingur. Það er eins og eitthvað í undirmeðvitundinni taki völdin þegar mikið gangi á. Svo þegar verkefnunum sé lokið og listamaðurinn kominn heim til sín sé eitthvað sem gefi sig. Flensan mæti í heimsókn. Stórkostlegasta verk sögunnar Víkingur er tilnefndur fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Bach. Stærsta verkefni sem hann hefur ráðist í að eigin sögn. „Goldberg er það stærsta sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Víkingur Heiðar. Tölurnar tala sínu máli. 96 tónleikar allt frá Tókíó til Sydney og San Francisco. Fjölmargir tónleikar í Bandaríkjunum sem Víkingur telur að hafi líklega sitt að segja með tilnefninguna. „Það var stórkostleg upplifun að fá að kynnast mínum áheyrendum úti um allan heim,“ segir Víkingur. „Þetta er stórkostlegasta verk sögunnar í mínum bókum.“ Ætlar að taka sig á í uppvaskinu Víkingur Heiðar er staddur í Vínarborg þar sem fram undan eru tónleikar annað kvöld með Fílhamóníusveit London. Hann spilar píanókonsert númer eitt eftir Brahms í Musikverein, fallegasta tónleikasal í heimi að mati Víkings. „Það er engin salur sem líkist þessum,“ segir Víkingur Heiðar. Við taka fimm tónleikar á sex dögum í Þýskalandi og svo verður flogið til Íslands. Víkingur er spenntur fyrir tónleikunum fram undan en ekki síður tímanum með fjölskyldunni þar á eftir sem hann sér í hyllingum. „Ég tæla að taka mér tveggja mánaða frí frá tónleikum. Minna syni mína á að þeir eigi pabba og konuna mína á að hún eigi mann. Taka mig á í uppvaskinu,“ segir Víkingur á léttum nótum. Tónlist Víkingur Heiðar Grammy-verðlaunin Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Víkingur er tilnefndur í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. „Ég var bara að sjá þetta. Þetta var tilkynnt fyrir tuttugu mínútum,“ segir Víkingur Heiðar í samtali við fréttastofu. Eins og gefur að skilja eru listamenn um allan heim sem hafa fengið tíðindi af tilnefningum. Fastagestir á Grammy á borð við poppstjörnurnar Beyoncé og Taylor Swift og svo helstu stjörnur heimsins í djassi, rappi, rokki, kántrí og þar fram eftir götunum. Og svo klassíska deildin þar sem Ísland á sinn fulltrúa. Fimm tilnefnd í flokki Víkings Andy Akiho - Akiho: Longing Curtis J Stewart, James Blachly & Experiential Orchestra - Perry: Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit Mak Grgić & Ensemble Dissonance - Entourer Seth Parker Woods - Eastman Hin heilaga nærvera Jóhönnu af Örk Víkingur Ólafsson - J. S. Bach: Goldberg tilbrigðin Víkingur keppir við bandaríska slagverksleikarann Andy Akiho, Curtis J Stewart, James Blachly & Experiential Orchestra, Mak Grgić & Ensemble Dissonance og Seth Parker Woods. Víkingur er hóflega bjartsýnn og með báða fætur á jörðinni. Verðlaunin verða veitt þann 2. febrúar. „Ég hef verið svo heppinn að vinna fullt af verðlaunum. En ég hef líka ekki unnið fullt af verðlaunum,“ segir Víkingur Heiðar sem hefur verið meðal tilnefndu á þónokkrum verðlaunahátíðum en farið tómhentur heim. Þar á meðal þrisvar sinnum á vettvangi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Allar sigurræðurnar sem aldrei voru lesnar „Ég hef alltaf mætt tilbúinn með sigurræðu í vasanum og svo þurft að fara heim og henda henni í ruslið,“ segir Víkingur Heiðar og hlær. Það sé vissulega skrýtin tilfinning að undirbúa sig ef svo færi að verðlaun féllu honum í skaut. Þannig verði hugsunin eins og maður sé búinn að vinna til verðlauna. „Maður þakkar skrifar sigurræðu, þakkar mömmu sinni og pabba... og svo vinnur einhver annar,“ segir píanistinn og hlær. Hann nefnir að það væri fróðlegt að fá allar sigurræðurnar sem hafa verið skrifaðar í gegnum tíðina, en unnu ekki, upp á borðið. „Það væri gaman sjá allar sigurræðurnar sem aldrei voru lesnar.“ En að öllu gamni sleppt hafi honum verið kennt snemma að líta á tilnefningar til verðlauna sem heiður og velta þeim ekki of mikið fyrir sér. Blaðamaður bendir honum á að líta mætti svo á, með einfaldasta hætti, að tuttugu prósent líkur væru á sigri. Íslendingar sem hafa unnið Grammy-verðlaun Steinar Höskuldsson (2003) Gunnar Guðbjörnsson (2003) Sigurbjörn Bernharðsson (2009) Kristinn Sigmundsson (2017) Hildur Guðnadóttir (2020, 2021) Dísella Lárusdóttir (2022) Laufey Lín Jónsdóttir (2024) „Auðvitað vona ég að það séu meiri en tuttugu prósent líkur en ég er líka í mínum eigin heimi. Hinum listamönnum finnst það svo kannski líka,“ segir Víkingur yfirvegaður. Fimm stjörnu veisla Víkingur lauk á miðvikudaginn tónleikaferðalagi með hinni kínversku Yuja Wang sem hófst í Hörpu 20. október. Þau hafa hlotið mikið lof meðal annars frá Jónasi Sen, rýni Vísis, sem skellti sér á aðra af tvennum tónleikum fyrir fullu húsi í Hörpu. Uppselt var á alla tíu tónleika þeirra Yuja og fengu tónleikarnir í Royal Festival Hall í London fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Guardian. „Ég var í London á miðvikudagskvöld, kom svo heim í 24 tíma og er aftur kominn til Vínarborgar,“ segir Víkingur Heiðar. Eftir annasamar síðustu vikur veltir blaðamaður fyrir sér hvernig heilsa píanistans er eftir alla þessa tónleika, öll þessi ferðalög. „Það er mesta furða. Þegar maður er í svona prógrammi þá er eins og líkurnar minnki á því að maður verði veikur. En svo þegar törnin er búin eru stórauknar líkur á að maður fái flensu,“ segir Víkingur. Það er eins og eitthvað í undirmeðvitundinni taki völdin þegar mikið gangi á. Svo þegar verkefnunum sé lokið og listamaðurinn kominn heim til sín sé eitthvað sem gefi sig. Flensan mæti í heimsókn. Stórkostlegasta verk sögunnar Víkingur er tilnefndur fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Bach. Stærsta verkefni sem hann hefur ráðist í að eigin sögn. „Goldberg er það stærsta sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Víkingur Heiðar. Tölurnar tala sínu máli. 96 tónleikar allt frá Tókíó til Sydney og San Francisco. Fjölmargir tónleikar í Bandaríkjunum sem Víkingur telur að hafi líklega sitt að segja með tilnefninguna. „Það var stórkostleg upplifun að fá að kynnast mínum áheyrendum úti um allan heim,“ segir Víkingur. „Þetta er stórkostlegasta verk sögunnar í mínum bókum.“ Ætlar að taka sig á í uppvaskinu Víkingur Heiðar er staddur í Vínarborg þar sem fram undan eru tónleikar annað kvöld með Fílhamóníusveit London. Hann spilar píanókonsert númer eitt eftir Brahms í Musikverein, fallegasta tónleikasal í heimi að mati Víkings. „Það er engin salur sem líkist þessum,“ segir Víkingur Heiðar. Við taka fimm tónleikar á sex dögum í Þýskalandi og svo verður flogið til Íslands. Víkingur er spenntur fyrir tónleikunum fram undan en ekki síður tímanum með fjölskyldunni þar á eftir sem hann sér í hyllingum. „Ég tæla að taka mér tveggja mánaða frí frá tónleikum. Minna syni mína á að þeir eigi pabba og konuna mína á að hún eigi mann. Taka mig á í uppvaskinu,“ segir Víkingur á léttum nótum.
Fimm tilnefnd í flokki Víkings Andy Akiho - Akiho: Longing Curtis J Stewart, James Blachly & Experiential Orchestra - Perry: Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit Mak Grgić & Ensemble Dissonance - Entourer Seth Parker Woods - Eastman Hin heilaga nærvera Jóhönnu af Örk Víkingur Ólafsson - J. S. Bach: Goldberg tilbrigðin
Íslendingar sem hafa unnið Grammy-verðlaun Steinar Höskuldsson (2003) Gunnar Guðbjörnsson (2003) Sigurbjörn Bernharðsson (2009) Kristinn Sigmundsson (2017) Hildur Guðnadóttir (2020, 2021) Dísella Lárusdóttir (2022) Laufey Lín Jónsdóttir (2024)
Tónlist Víkingur Heiðar Grammy-verðlaunin Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira