Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 07:01 „Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum. Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma. Meðal þeirra sem skrifuðu undir téð samkomulag voru þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna 8 árum síðar hafa þeir haft sætaskipti (og reyndar mátað nokkra stóla í millitíðinni), Bjarni setið í ríkisstjórn allan þennan tíma og Sigurður Ingi nánast allan tímann ef frá er talin skammlíf ríkisstjórn Bjarna árið 2017. Að auki hafa þeirra flokkar skipst á að vera með ráðuneyti menntamála frá árinu 2013. Ekkert bólar þó á efndum stjórnvalda á samkomulaginu eða leiðréttum launamun sem átti að bæta opinberum starfsmönnum upp þessa skerðingu lífeyrisréttinda sem skrifað var undir. Það var því fremur súrt að hlusta á forsætisráðherra í kvöldfréttunum „óska eftir því að það sé sýndur skilningur á því að við getum ekki gengið á bak orða okkar gagnvart öðrum sem við höfum þegar samið við, við getum ekki farið í kjarasamninga sem að setja í uppnám þegar gerða samninga.“ Það er sem sagt ekki í lagi að ganga á bak orða sinna nema þegar það hentar. Opinberir starfsmenn tóku strax á sig skerðinguna en biðin eftir leiðréttingu á launamun hefur nú kostað yfirstandandi og yfirvofandi verkföll kennara af öllum skólastigum innan Kennarasambands Íslands (KÍ). Stútfullt Háskólabíó síðasta miðvikudag sýndi skýrt þá sögulegu samstöðu sem ríkir innan KÍ, kennarar fjölmenntu til að sýna stuðning við forystufólk félagsins og hvert annað. Krafan var og er skýr: Stjórnvöld standi við gefin loforð! Á fremsta bekk voru frátekin sæti fyrir valdhafa landsins, það kemur kannski ekki á óvart að flest voru þau tóm meðan á fundinum stóð. Einn ráðherra sá sér fært að mæta, mennta- og barnamálaráðherra, og vonandi fór hann með sterk skilaboð af fundinum (þó kvöldfréttirnar gefi annað til kynna). Þessa dagana keppist stjórnmálafólk við að fara um landið og segja alls konar eitthvað til að fá fólk til að kjósa sig. Það færi þó betur á því að sýna viljann í verki og standa við gömul loforð áður en farið er að dæla út nýjum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
„Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum. Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma. Meðal þeirra sem skrifuðu undir téð samkomulag voru þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna 8 árum síðar hafa þeir haft sætaskipti (og reyndar mátað nokkra stóla í millitíðinni), Bjarni setið í ríkisstjórn allan þennan tíma og Sigurður Ingi nánast allan tímann ef frá er talin skammlíf ríkisstjórn Bjarna árið 2017. Að auki hafa þeirra flokkar skipst á að vera með ráðuneyti menntamála frá árinu 2013. Ekkert bólar þó á efndum stjórnvalda á samkomulaginu eða leiðréttum launamun sem átti að bæta opinberum starfsmönnum upp þessa skerðingu lífeyrisréttinda sem skrifað var undir. Það var því fremur súrt að hlusta á forsætisráðherra í kvöldfréttunum „óska eftir því að það sé sýndur skilningur á því að við getum ekki gengið á bak orða okkar gagnvart öðrum sem við höfum þegar samið við, við getum ekki farið í kjarasamninga sem að setja í uppnám þegar gerða samninga.“ Það er sem sagt ekki í lagi að ganga á bak orða sinna nema þegar það hentar. Opinberir starfsmenn tóku strax á sig skerðinguna en biðin eftir leiðréttingu á launamun hefur nú kostað yfirstandandi og yfirvofandi verkföll kennara af öllum skólastigum innan Kennarasambands Íslands (KÍ). Stútfullt Háskólabíó síðasta miðvikudag sýndi skýrt þá sögulegu samstöðu sem ríkir innan KÍ, kennarar fjölmenntu til að sýna stuðning við forystufólk félagsins og hvert annað. Krafan var og er skýr: Stjórnvöld standi við gefin loforð! Á fremsta bekk voru frátekin sæti fyrir valdhafa landsins, það kemur kannski ekki á óvart að flest voru þau tóm meðan á fundinum stóð. Einn ráðherra sá sér fært að mæta, mennta- og barnamálaráðherra, og vonandi fór hann með sterk skilaboð af fundinum (þó kvöldfréttirnar gefi annað til kynna). Þessa dagana keppist stjórnmálafólk við að fara um landið og segja alls konar eitthvað til að fá fólk til að kjósa sig. Það færi þó betur á því að sýna viljann í verki og standa við gömul loforð áður en farið er að dæla út nýjum. Höfundur er kennari.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar