Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2024 13:02 Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi að einhverju leyti dregið lappirnar í að tryggja örari þróun óstaðbundinna starfa þá hefur margt gott verið gert á vettvangi stofnanna ríkisins til þess að tryggja jafnari dreifingu opinberra starfa um allt land. Þrátt fyrir töluvert átak í jöfnun tækifæra þá er staðan sú að hlutfall opinberra starfa á höfuðborgarsvæði er töluvert umfram hlutfall íbúa svæðisins af heildar íbúafjölda landsins. Þetta er auðvitað afleiðing af meðvitaðri stefnu stjórnvalda um að þjappa störfum á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðið - stefna sem hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að takmarka búsetufrelsi fólks. Komist ég á þing vill ég efla búsetufrelsi, það er ekki nóg að geta sinnt vinnunni hvaðan sem er á landinu. Atvinna er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, en það þarf fleira að koma til svo að hægt sé með markvissum hætti að jafna tækifæri allra svæða landsins. Nútímasamfélag þrífst ekki án nútíma innviða - það segir sig sjálft. Þess vegna er magnað að á landi eins og Íslandi þar sem fólk þarf nánast undantekningarlaust að ferðast yfir fjöll og firnindi hafi síðustu ríkisstjórn tekist að tryggja algjört stopp í gerð jarðgangna frá 2017! Þetta algjöra stopp í nýframkvæmdum er auðvitað lýsandi fyrir það frost sem innviðafjárfestingar hafa verið í á síðustu árum. En hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir okkur sem þjóð að innviðafjárfestingar hafa verið látnar sitja á hakanum? Jú, það þýðir að reikningnum er einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir og verðmætum tíma sóað! Samfylkingin leggur fram grundvallarkröfu um framfarir í samgöngum, að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030 og að alltaf standi yfir framkvæmdir við 1-2 jarðgöng á hverjum tíma. Við frambjóðendur verðum að vera hreinskilin við kjósendur þegar kemur að innviðafjárfestingum, það er ekki hægt að auka innviðauppbyggingu og fara í niðurskurð á sama tíma og það mun kosta að takast á við vanrækslureikning síðustu ára. Höfundur skipar þriðja sæti á listi Samfylkingar - jafnaðarflokks Íslands í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjarvinna Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi að einhverju leyti dregið lappirnar í að tryggja örari þróun óstaðbundinna starfa þá hefur margt gott verið gert á vettvangi stofnanna ríkisins til þess að tryggja jafnari dreifingu opinberra starfa um allt land. Þrátt fyrir töluvert átak í jöfnun tækifæra þá er staðan sú að hlutfall opinberra starfa á höfuðborgarsvæði er töluvert umfram hlutfall íbúa svæðisins af heildar íbúafjölda landsins. Þetta er auðvitað afleiðing af meðvitaðri stefnu stjórnvalda um að þjappa störfum á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðið - stefna sem hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að takmarka búsetufrelsi fólks. Komist ég á þing vill ég efla búsetufrelsi, það er ekki nóg að geta sinnt vinnunni hvaðan sem er á landinu. Atvinna er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, en það þarf fleira að koma til svo að hægt sé með markvissum hætti að jafna tækifæri allra svæða landsins. Nútímasamfélag þrífst ekki án nútíma innviða - það segir sig sjálft. Þess vegna er magnað að á landi eins og Íslandi þar sem fólk þarf nánast undantekningarlaust að ferðast yfir fjöll og firnindi hafi síðustu ríkisstjórn tekist að tryggja algjört stopp í gerð jarðgangna frá 2017! Þetta algjöra stopp í nýframkvæmdum er auðvitað lýsandi fyrir það frost sem innviðafjárfestingar hafa verið í á síðustu árum. En hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir okkur sem þjóð að innviðafjárfestingar hafa verið látnar sitja á hakanum? Jú, það þýðir að reikningnum er einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir og verðmætum tíma sóað! Samfylkingin leggur fram grundvallarkröfu um framfarir í samgöngum, að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030 og að alltaf standi yfir framkvæmdir við 1-2 jarðgöng á hverjum tíma. Við frambjóðendur verðum að vera hreinskilin við kjósendur þegar kemur að innviðafjárfestingum, það er ekki hægt að auka innviðauppbyggingu og fara í niðurskurð á sama tíma og það mun kosta að takast á við vanrækslureikning síðustu ára. Höfundur skipar þriðja sæti á listi Samfylkingar - jafnaðarflokks Íslands í Norðausturkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun