Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:59 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur en hann sleppur við bann vegna þessa máls. vísir / anton brink Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. DeAndre Kane truflaði upphitun Hattar í hálfleik á leik liðanna í Smáranum í síðasta mánuði en Kane fór þar upp að Courvoisier McCauley, leikmani Hattar. Leikmenn liðanna voru mættir aftur út á völl til að hita upp fyrir seinni hálfleik og í framhaldinu urðu mikil læti eins og sjá má hér fyrir neðan. Ljóst er að Kane og McCauley höfðu skipst á orðum í aðdragandanum. Dómarar leiksins urðu ekki vitni að atvikinu og bæði Kane og McCauley fengu að klára leikinn. Það tók síðan aganefnd KKÍ allan þennan tíma að komast að niðurstöðu í málinu en hún kemur nú 23 dögum síðar. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er dæmd til að greiða 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi leikmanns Grindavíkur, DeAndre Kane, í leik Grindavíkur og Hattar í Bónusdeild karla þann 17. október 2024. Í málavaxtalýsingu greinir frá því að hinn tiltekni leikmaður félagsins hafi gert sér far um að trufla upphitun andstæðinga í þeim eina tilgangi að ögra þeim. Því til stuðnings er vísað til myndbandsupptöku hvers slóð er hlekkjuð við kæruna. Að mati framkvæmdastjóra kæranda er hegðun leikmannsins körfuknattleiksíþróttinni ekki til framdráttar heldur þvert á móti skaði hún ímynd hennar á Íslandi. „Mat nefndarinnar er að háttsemi kærða í þessu máli sé ekki jafn líklega til þess fallin að valda skaða á ímynd körfuknattleiks á Íslandi eins og mál þar sem einstaklingar vega af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum,“segir í niðurstöðu dómsins og áfram stendur þar: „Að því sögðu þá var háttsemi kærða, sem sést greinilega á upptöku, augljós vanvirðing við andstæðinginn sem leikmaðurinn viðhafði að óþörfu. Á þeim grundvelli er sekt kærða hæfilega ákvörðuð 35.000 kr. með vísan til fyrri framkvæmdar.“ Lesa má allan dóminn hér. Bónus-deild karla Grindavík KKÍ Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur Sjá meira
DeAndre Kane truflaði upphitun Hattar í hálfleik á leik liðanna í Smáranum í síðasta mánuði en Kane fór þar upp að Courvoisier McCauley, leikmani Hattar. Leikmenn liðanna voru mættir aftur út á völl til að hita upp fyrir seinni hálfleik og í framhaldinu urðu mikil læti eins og sjá má hér fyrir neðan. Ljóst er að Kane og McCauley höfðu skipst á orðum í aðdragandanum. Dómarar leiksins urðu ekki vitni að atvikinu og bæði Kane og McCauley fengu að klára leikinn. Það tók síðan aganefnd KKÍ allan þennan tíma að komast að niðurstöðu í málinu en hún kemur nú 23 dögum síðar. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er dæmd til að greiða 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi leikmanns Grindavíkur, DeAndre Kane, í leik Grindavíkur og Hattar í Bónusdeild karla þann 17. október 2024. Í málavaxtalýsingu greinir frá því að hinn tiltekni leikmaður félagsins hafi gert sér far um að trufla upphitun andstæðinga í þeim eina tilgangi að ögra þeim. Því til stuðnings er vísað til myndbandsupptöku hvers slóð er hlekkjuð við kæruna. Að mati framkvæmdastjóra kæranda er hegðun leikmannsins körfuknattleiksíþróttinni ekki til framdráttar heldur þvert á móti skaði hún ímynd hennar á Íslandi. „Mat nefndarinnar er að háttsemi kærða í þessu máli sé ekki jafn líklega til þess fallin að valda skaða á ímynd körfuknattleiks á Íslandi eins og mál þar sem einstaklingar vega af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum,“segir í niðurstöðu dómsins og áfram stendur þar: „Að því sögðu þá var háttsemi kærða, sem sést greinilega á upptöku, augljós vanvirðing við andstæðinginn sem leikmaðurinn viðhafði að óþörfu. Á þeim grundvelli er sekt kærða hæfilega ákvörðuð 35.000 kr. með vísan til fyrri framkvæmdar.“ Lesa má allan dóminn hér.
Bónus-deild karla Grindavík KKÍ Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli