„Við héldum ekki sömu gæðum, ákafa og pressu í 90 mínútur. Í síðari hálfleik vorum við ekki nægilega árásargjarnir og þeir skoruðu á endunum mörkin.“
„Við náum ekki að sýna hvað í okkur býr á ákveðnum augnablikum. Ég er þó viss um að þegar leikmenn koma til baka getum við með einstaklingsgæðum snúið aftur á rétta braut.“
„Það gerist einu sinni á ævinni? Við töpuðum tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni, það er aðalatriðið. Við þurfum að breyta til hins betra og vinna. Við erum á þeim stað sem við erum í töflunni. Kannski eftir sex titla á sjö árum á kannski annað lið titilinn skilið,“ sagði Pep um að tapa fjórum leikjum í röð. Einn þeirra var í Meistaradeild Evrópu og sá fjórði í deildarbikarnum.
„Það tapar oftast einhver leikjum. Það kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni. Þetta er mitt, og okkar, verkefni nú. Ég vil tækla það, ég mun ekki stíga til baka. Ég vil meira en allt tækla þetta verkefni.“
2 - Manchester City have lost a Premier League game in which they led at half-time for the first time since May 2021, also away to Brighton & Hove Albion. Déjà vu. pic.twitter.com/Bb5cmDsZW7
— OptaJoe (@OptaJoe) November 9, 2024
„Við viljum leikgreina hvernig við spilum. Það er margt jákvætt í leik okkar þó við höfum tapað. Þegar ég spila illa er ég sá fyrsti til að segja að mér líkar það ekki,“ sagði Pep að endingu.
Man City er sem stendur fimm stigum á eftir toppliði Liverpool þegar 11 umferðir eru búnar.