Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 07:01 Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun. Landsbyggðin er og hefur alltaf verið í sérflokki þegar kemur að meðhöndlun geðsjúkdóma. Á þessu ári hafa komið upp sorgleg mál sem minna mann á hversu mikilvægt það er að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. En það þurfti ekki einstök mál til að minna á þetta því opinber gögn á síðustu árum hafa gefið okkur tilefni til áhyggna. Nýlegar tölur frá Landlæknisembættinu sýna t.d. að notkun þunglyndislyfja á Norður- og Austurlandi er töluvert yfir meðalnotkun á landinu. Notkunin raunar mest í þessum landshlutum. Það eru auðvitað ekki slæm tíðindi að fólk noti lyf og það er alltaf jákvætt þegar fólk leitar sér aðstoðar. Hins vegar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að hugsanlega þurfi að stórefla aðgengi að öðrum stuðningsúrræðum því mikil neysla lyfja getur einfaldlega þýtt að það séu ekki önnur meðferðarúrræði í boði. Og það gæti því miður verið tilfellið á Austurlandi. Landshlutinn er stór en ekki búa nema um ellefu þúsund manns í honum. Aukið framboð á fjölbreyttum úrræðum er því flókið viðfangsefni enda nær útilokað að setja uppbygginguna í hendur markaðsafla. Það er ekki tilviljun að á Austurlandi starfa ekki einkareknar sálfræðistofur. Það borgar sig bara ekki. Þessi skortur á úrræðum getur seinkað allri meðferðarvinnu. Það getur verið löng bið eftir réttri greiningu og þegar kemur að andlegum veikindum getur þetta einfaldlega verið spurning um líf eða dauða í erfiðustu tilfellunum. Það er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er margra mánaða bið eftir þjónustu og á annað hundrað börn á biðlista. Þá eru fleiri hundruð börn og ungmenni á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og mörg dæmi um að fjölskyldur þurfi að bíða í allt að tvö ár þar til barn kemst að. Þá er það auðvitað svo að við getum ekki öll notið niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu. Ég þekki persónulega mörg tilfelli þar sem fólk í mikilli neyð hefur einfaldlega ekki getað leyft sér að sækja slíka þjónustu. Samfylkingin er með plan í heilbrigðismálum, allir landsmenn eiga að hafi öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ef þjónustan er sótt yfir heiðina eða í gegnum fjallið þá verður það að vera öruggt, við ætlum líka að uppfæra greiðsluþáttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og hún nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða og taki tekjutap fjölskyldna með í reikninginn. Geðheilbrigðismál á að taka alvarlega um allt land og hlutirnir þurfa ekki að vera eins og þeir eru í dag. Þetta snýst eingöngu um forgangsröðun og pólitískan vilja. Höfundur skipar annað sæta á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun. Landsbyggðin er og hefur alltaf verið í sérflokki þegar kemur að meðhöndlun geðsjúkdóma. Á þessu ári hafa komið upp sorgleg mál sem minna mann á hversu mikilvægt það er að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. En það þurfti ekki einstök mál til að minna á þetta því opinber gögn á síðustu árum hafa gefið okkur tilefni til áhyggna. Nýlegar tölur frá Landlæknisembættinu sýna t.d. að notkun þunglyndislyfja á Norður- og Austurlandi er töluvert yfir meðalnotkun á landinu. Notkunin raunar mest í þessum landshlutum. Það eru auðvitað ekki slæm tíðindi að fólk noti lyf og það er alltaf jákvætt þegar fólk leitar sér aðstoðar. Hins vegar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að hugsanlega þurfi að stórefla aðgengi að öðrum stuðningsúrræðum því mikil neysla lyfja getur einfaldlega þýtt að það séu ekki önnur meðferðarúrræði í boði. Og það gæti því miður verið tilfellið á Austurlandi. Landshlutinn er stór en ekki búa nema um ellefu þúsund manns í honum. Aukið framboð á fjölbreyttum úrræðum er því flókið viðfangsefni enda nær útilokað að setja uppbygginguna í hendur markaðsafla. Það er ekki tilviljun að á Austurlandi starfa ekki einkareknar sálfræðistofur. Það borgar sig bara ekki. Þessi skortur á úrræðum getur seinkað allri meðferðarvinnu. Það getur verið löng bið eftir réttri greiningu og þegar kemur að andlegum veikindum getur þetta einfaldlega verið spurning um líf eða dauða í erfiðustu tilfellunum. Það er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er margra mánaða bið eftir þjónustu og á annað hundrað börn á biðlista. Þá eru fleiri hundruð börn og ungmenni á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og mörg dæmi um að fjölskyldur þurfi að bíða í allt að tvö ár þar til barn kemst að. Þá er það auðvitað svo að við getum ekki öll notið niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu. Ég þekki persónulega mörg tilfelli þar sem fólk í mikilli neyð hefur einfaldlega ekki getað leyft sér að sækja slíka þjónustu. Samfylkingin er með plan í heilbrigðismálum, allir landsmenn eiga að hafi öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ef þjónustan er sótt yfir heiðina eða í gegnum fjallið þá verður það að vera öruggt, við ætlum líka að uppfæra greiðsluþáttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og hún nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða og taki tekjutap fjölskyldna með í reikninginn. Geðheilbrigðismál á að taka alvarlega um allt land og hlutirnir þurfa ekki að vera eins og þeir eru í dag. Þetta snýst eingöngu um forgangsröðun og pólitískan vilja. Höfundur skipar annað sæta á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun