Og ber það skemmtilega heiti: Stærðin skiptir ekki máli.
Þóra segir efnahagsástandið meðal annars hafa leitt til þess að mörg fyrirtæki eru að draga saman seglin í markaðsmálum og þá hafi fjölmiðlar greint frá uppsögnum á auglýsingastofum.
„Við fengum því til okkar úrval fyrirlesara og ákváðum að halda ráðstefnu sem er stærri að umfangi en flestir viðburðir sem við stöndum almennt fyrir og opin öllum sem hafa áhuga,“ segir Þóra og bætir við:
Málið er að það geta öll fyrirtæki náð árangri í markaðsmálum.
Ekki aðeins þau stóru.
Því lítil fyrirtæki geta oft gert heilmikið án mikils tilkostnaðar.
Þau hafa oft meira svigrúm en þau stóru til að sprikla svolítið.“
Í Bæjarbíó
Ráðstefnan verður haldin í Bæjarbíói Hafnarfjarðar og segja má að Markaðsstofan sé að tjalda öllu til.
Ráðstefnan hefst klukkan 12 en fyrirlesarar eru:
- Andri Már Kristinsson – Stafræn markaðssetning og áhrif stafvæðingar
- Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir – Vertu flamingóinn á tjörninni
- Gréta María Grétarsdóttir – Nýtt afl á markaði
- Sigurður Már Sigurðsson – Gervigreind í markaðssetningu
- Gerður Arinbjarnardóttir – Skiptir stærðin raunverulega máli?
Þóra segir fyrirlesara alla eiga það sammerkt að hafa náð gífurlegum árangri hver á sinn hátt í markaðsmálum. Eða þekki sérstaklega til snjallra leiða sem mögulega munu koma mörgum á óvart.
Litlu fyrirtækin heyra kannski hvernig þau geta nýtt sér snjallari leiðir en að sama skapi verður margt áhugavert þarna fyrir stærri fyrirtækin sem sum hver mættu alveg við því að sprikla meira.“

Gagnlegar leiðir
Þóra gerir sér væntingar um að gestir muni ekki aðeins sækja innblástur og efla tengslanetið, heldur líka læra ýmislegt gagnlegt.
„Við erum að gera okkur vonir um að fólk fari út af þessari ráðstefnu með ýmiss ný verkfræi í beltinu. Helst þannig að það sé að opna mögulega á eitthvað nýtt sem fólki hafði ekki dottið í hug áður,“ segir Þóra um leiðir til þess að hjálpa fyrirtækjum að sinna markaðsmálum, þótt samdrátturinn sé víða.
Almennt eru viðburðir Markaðsstofunnar fyrir fyrirtæki í Hafnarfirði eingöngu. Stóri sem smáir viðburðir eða jafnvel bara hittingar þannig að fólk sem er með rekstur í Hafnarfirði hittist og geti sín á milli miðlað af sinni reynslu eða einfaldlega bara rætt málin.
„Við erum þannig ólík til dæmis Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins að því leytinu til að okkar meðlimir eru fyrirtæki í Hafnarfirði og viðburðirnir geta verið allt frá því að vera fyrirlestrar og námskeið um til dæmis markaðsmál yfir í leiðtogafræði fyrir starfsfólk og stjórnendur.“
Meginskilaboð ráðstefnunnar, segir Þóra í raun felast í nafngiftinni.
„Dreifileiðirnar í dag eru svo ótal margar. Fólk er alltaf í símanum sem þýðir að nú eru mun fleiri snjallari leiðir til. Auðvitað getur það verið snúið að ná árangri með réttum leiðum og það getur verið mismunandi hvort það hentar fyrirtækjum að nýta sér stafræna markaðssetningu samfélagsmiðla sem oft eru ódýrari en hefðbundnir miðlar og svo framvegis,“ segir Þóra og bætir við:
„En það eru ýmsar leiðir færar sem eru ekki endilega kostnaðarsamar. Því á endanum snýst markaðsstarfið um að byggja upp traust viðskiptavina og það geta ýmiss fyrirtæki gert með ólíkum hætti, jafnvel persónulegum. Ég veit að sum erindin þarna eru brjálæðislega áhugaverð og hef því fulla trú á að mörg fyrirtæki geti sótt sér í ýmislegt mjög gagnlegt til að nýta sér strax.“