Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 22:47 Arngrímur Anton Ólafsson kom sá og sigraði. Vísir/Hulda Margrét Mikið var um dýrðir á Bullseye Reykjavík þegar 3. umferð Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fór fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Fullt var út úr dyrum og færri komust að en vildu. Í fyrsta leik kvöldsins mættust núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Arngrímur Anton fór með sigur af hólmi í 2. umferð sem fram fór á sama stað fyrir viku síðan. Leikur þeirra fór alla leið í oddalegg þar sem báðir fengu pílur fyrir sigrinum en það var Anton sem náði að loka og sigraði 4-3. Matthías hefur því lokið keppni í Úrvalsdeildinni á þessu ári þar sem hann mun ekki enda í 8 efstu sætunum fyrir fyrri niðurskurð. Matthías Örn Friðriksson er úr leik.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leik kvöldsins mættust þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson frá Pílufélagi Akranes. Hörður þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð en það var Gunnar sem tók glæsilega út 116 í oddaleggnum og fjölmargir stuðningsmenn Gunnars í salnum ærðust af fögnuði. Með tapinu hefur Hörður einnig lokið leik í Úrvalsdeildinni þar sem hann mun ekki ná að enda í efstu 8 fyrir fyrri niðurskurð. Í þriðja leik kvöldsins mættust þeir Kári Vagn Birkisson, 13 ára pílukastari frá Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur en þeir voru að spila sína fyrstu leiki í Úrvalsdeildinni í ár. Það var ekki að sjá á Kára að hann væri að spila í fyrsta skiptið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og spilaði magnaða pílu og endaði á að sigra Pétur 4-2. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Kári Gegn Pétri Í síðasta leik fjórðungsúrslitanna var það síðan Kristján Sigurðsson frá Pílufélagi Kópavogs sem vann þægilegan 4-0 sigur á Birni Steinari Brynjólfssyni en Kristján var í góðri stöðu eftir að hafa farið í úrslitaleik í fyrstu umferð en með tapinu sendi hann Björn Steinar heim og hefur hann einnig lokið keppni í deildinni í ár. Arngrímur hélt uppteknum hætti í undanúrslitum, var of sterkur fyrir Gunnar í frekar bragðdaufum leik sem endaði 4-2. Í seinni undanúrslitaleiknum var það síðan Kristján sem sigraði Kára Vagn 4-2. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en hann fór alla leið í oddalegg. Kristján sigraði fyrsta legg en Anton tók næstu 3. Kristján kom til baka og vann næstu 2 leggi. Í oddaleggnum var Anton fyrr niður á tvöfaldan reit en var í basli með að loka leiknum. Hann kláraði þó á endanum D2 til að sigra leikinn 4-3 og hefur því sigraði tvö Úrvalsdeildarkvöld í röð og situr á toppi deildarinnar með 10 stig. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Anton klárar kvöldið Fjórða og síðasta kvöldið fyrir fyrri niðurskurð fer fram í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og er miðasala hafin en panta þarf sæti á sjallinn@sjallinn.is. Stöðuna eins og staðan er í dag má sjá hér að neðan. Staðan í deildinni.Stöð 2 Sport Pílukast Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Í fyrsta leik kvöldsins mættust núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Arngrímur Anton fór með sigur af hólmi í 2. umferð sem fram fór á sama stað fyrir viku síðan. Leikur þeirra fór alla leið í oddalegg þar sem báðir fengu pílur fyrir sigrinum en það var Anton sem náði að loka og sigraði 4-3. Matthías hefur því lokið keppni í Úrvalsdeildinni á þessu ári þar sem hann mun ekki enda í 8 efstu sætunum fyrir fyrri niðurskurð. Matthías Örn Friðriksson er úr leik.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leik kvöldsins mættust þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson frá Pílufélagi Akranes. Hörður þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð en það var Gunnar sem tók glæsilega út 116 í oddaleggnum og fjölmargir stuðningsmenn Gunnars í salnum ærðust af fögnuði. Með tapinu hefur Hörður einnig lokið leik í Úrvalsdeildinni þar sem hann mun ekki ná að enda í efstu 8 fyrir fyrri niðurskurð. Í þriðja leik kvöldsins mættust þeir Kári Vagn Birkisson, 13 ára pílukastari frá Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur en þeir voru að spila sína fyrstu leiki í Úrvalsdeildinni í ár. Það var ekki að sjá á Kára að hann væri að spila í fyrsta skiptið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og spilaði magnaða pílu og endaði á að sigra Pétur 4-2. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Kári Gegn Pétri Í síðasta leik fjórðungsúrslitanna var það síðan Kristján Sigurðsson frá Pílufélagi Kópavogs sem vann þægilegan 4-0 sigur á Birni Steinari Brynjólfssyni en Kristján var í góðri stöðu eftir að hafa farið í úrslitaleik í fyrstu umferð en með tapinu sendi hann Björn Steinar heim og hefur hann einnig lokið keppni í deildinni í ár. Arngrímur hélt uppteknum hætti í undanúrslitum, var of sterkur fyrir Gunnar í frekar bragðdaufum leik sem endaði 4-2. Í seinni undanúrslitaleiknum var það síðan Kristján sem sigraði Kára Vagn 4-2. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en hann fór alla leið í oddalegg. Kristján sigraði fyrsta legg en Anton tók næstu 3. Kristján kom til baka og vann næstu 2 leggi. Í oddaleggnum var Anton fyrr niður á tvöfaldan reit en var í basli með að loka leiknum. Hann kláraði þó á endanum D2 til að sigra leikinn 4-3 og hefur því sigraði tvö Úrvalsdeildarkvöld í röð og situr á toppi deildarinnar með 10 stig. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Anton klárar kvöldið Fjórða og síðasta kvöldið fyrir fyrri niðurskurð fer fram í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og er miðasala hafin en panta þarf sæti á sjallinn@sjallinn.is. Stöðuna eins og staðan er í dag má sjá hér að neðan. Staðan í deildinni.Stöð 2 Sport
Pílukast Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn