Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 22:47 Arngrímur Anton Ólafsson kom sá og sigraði. Vísir/Hulda Margrét Mikið var um dýrðir á Bullseye Reykjavík þegar 3. umferð Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fór fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Fullt var út úr dyrum og færri komust að en vildu. Í fyrsta leik kvöldsins mættust núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Arngrímur Anton fór með sigur af hólmi í 2. umferð sem fram fór á sama stað fyrir viku síðan. Leikur þeirra fór alla leið í oddalegg þar sem báðir fengu pílur fyrir sigrinum en það var Anton sem náði að loka og sigraði 4-3. Matthías hefur því lokið keppni í Úrvalsdeildinni á þessu ári þar sem hann mun ekki enda í 8 efstu sætunum fyrir fyrri niðurskurð. Matthías Örn Friðriksson er úr leik.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leik kvöldsins mættust þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson frá Pílufélagi Akranes. Hörður þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð en það var Gunnar sem tók glæsilega út 116 í oddaleggnum og fjölmargir stuðningsmenn Gunnars í salnum ærðust af fögnuði. Með tapinu hefur Hörður einnig lokið leik í Úrvalsdeildinni þar sem hann mun ekki ná að enda í efstu 8 fyrir fyrri niðurskurð. Í þriðja leik kvöldsins mættust þeir Kári Vagn Birkisson, 13 ára pílukastari frá Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur en þeir voru að spila sína fyrstu leiki í Úrvalsdeildinni í ár. Það var ekki að sjá á Kára að hann væri að spila í fyrsta skiptið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og spilaði magnaða pílu og endaði á að sigra Pétur 4-2. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Kári Gegn Pétri Í síðasta leik fjórðungsúrslitanna var það síðan Kristján Sigurðsson frá Pílufélagi Kópavogs sem vann þægilegan 4-0 sigur á Birni Steinari Brynjólfssyni en Kristján var í góðri stöðu eftir að hafa farið í úrslitaleik í fyrstu umferð en með tapinu sendi hann Björn Steinar heim og hefur hann einnig lokið keppni í deildinni í ár. Arngrímur hélt uppteknum hætti í undanúrslitum, var of sterkur fyrir Gunnar í frekar bragðdaufum leik sem endaði 4-2. Í seinni undanúrslitaleiknum var það síðan Kristján sem sigraði Kára Vagn 4-2. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en hann fór alla leið í oddalegg. Kristján sigraði fyrsta legg en Anton tók næstu 3. Kristján kom til baka og vann næstu 2 leggi. Í oddaleggnum var Anton fyrr niður á tvöfaldan reit en var í basli með að loka leiknum. Hann kláraði þó á endanum D2 til að sigra leikinn 4-3 og hefur því sigraði tvö Úrvalsdeildarkvöld í röð og situr á toppi deildarinnar með 10 stig. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Anton klárar kvöldið Fjórða og síðasta kvöldið fyrir fyrri niðurskurð fer fram í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og er miðasala hafin en panta þarf sæti á sjallinn@sjallinn.is. Stöðuna eins og staðan er í dag má sjá hér að neðan. Staðan í deildinni.Stöð 2 Sport Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira
Í fyrsta leik kvöldsins mættust núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Arngrímur Anton fór með sigur af hólmi í 2. umferð sem fram fór á sama stað fyrir viku síðan. Leikur þeirra fór alla leið í oddalegg þar sem báðir fengu pílur fyrir sigrinum en það var Anton sem náði að loka og sigraði 4-3. Matthías hefur því lokið keppni í Úrvalsdeildinni á þessu ári þar sem hann mun ekki enda í 8 efstu sætunum fyrir fyrri niðurskurð. Matthías Örn Friðriksson er úr leik.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leik kvöldsins mættust þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson frá Pílufélagi Akranes. Hörður þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð en það var Gunnar sem tók glæsilega út 116 í oddaleggnum og fjölmargir stuðningsmenn Gunnars í salnum ærðust af fögnuði. Með tapinu hefur Hörður einnig lokið leik í Úrvalsdeildinni þar sem hann mun ekki ná að enda í efstu 8 fyrir fyrri niðurskurð. Í þriðja leik kvöldsins mættust þeir Kári Vagn Birkisson, 13 ára pílukastari frá Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur en þeir voru að spila sína fyrstu leiki í Úrvalsdeildinni í ár. Það var ekki að sjá á Kára að hann væri að spila í fyrsta skiptið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og spilaði magnaða pílu og endaði á að sigra Pétur 4-2. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Kári Gegn Pétri Í síðasta leik fjórðungsúrslitanna var það síðan Kristján Sigurðsson frá Pílufélagi Kópavogs sem vann þægilegan 4-0 sigur á Birni Steinari Brynjólfssyni en Kristján var í góðri stöðu eftir að hafa farið í úrslitaleik í fyrstu umferð en með tapinu sendi hann Björn Steinar heim og hefur hann einnig lokið keppni í deildinni í ár. Arngrímur hélt uppteknum hætti í undanúrslitum, var of sterkur fyrir Gunnar í frekar bragðdaufum leik sem endaði 4-2. Í seinni undanúrslitaleiknum var það síðan Kristján sem sigraði Kára Vagn 4-2. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en hann fór alla leið í oddalegg. Kristján sigraði fyrsta legg en Anton tók næstu 3. Kristján kom til baka og vann næstu 2 leggi. Í oddaleggnum var Anton fyrr niður á tvöfaldan reit en var í basli með að loka leiknum. Hann kláraði þó á endanum D2 til að sigra leikinn 4-3 og hefur því sigraði tvö Úrvalsdeildarkvöld í röð og situr á toppi deildarinnar með 10 stig. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Anton klárar kvöldið Fjórða og síðasta kvöldið fyrir fyrri niðurskurð fer fram í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og er miðasala hafin en panta þarf sæti á sjallinn@sjallinn.is. Stöðuna eins og staðan er í dag má sjá hér að neðan. Staðan í deildinni.Stöð 2 Sport
Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira