Tónlist

Emilíana Torrini heillaði tón­leika­gesti upp úr skónum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Emilíana Torrini hélt tvenna tónleika í tengslum við Airwaves hátíðina um helgina. Hún flutti lög sín af sinni einlægu og einskæru snilld.
Emilíana Torrini hélt tvenna tónleika í tengslum við Airwaves hátíðina um helgina. Hún flutti lög sín af sinni einlægu og einskæru snilld. Mummi Lú

Það var líf og fjör í Hörpu um helgina þegar tónlistarkonan ástsæla Emilíana Torrini hélt tvenna tónleika við mikinn fögnuð. Fólk kepptist um að næla sér í miða en það varð fljótt uppselt.

Tónleikagestir voru hinir glæsilegustu og klæddu sig upp í sitt fínasta púss. Meðal þeirra voru Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Hafliði Breiðfjörð eigandi fótbolti.net og ótal margir fleiri. 

Emilíana gaf út plötuna Miss Flower í júní síðastliðnum og flutti hún plötuna ásamt vel völdum stórsmellum. 

Í viðtali við Vísi í vor sagðist Emilíana vera að lifa einhverja mest spennandi tíma lífs síns. 

„Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi,“ sagði Emilíana og bætti jafnframt við að hún leitist meira í jafnvægi í dag í sköpun sinni og lífinu almennt. 

Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum: 

Emilíana Torrini gaf út plötuna Miss Flower í júní við góðar viðtökur.Mummi Lú
Jaakko Eino Kalevi hitaði upp fyrir Emilíönu.Mummi Lú
Emilíana stórglæsileg á sviðinu.Mummi Lú
Jaakko Eino Kalevi hitaði upp fyrir Emilíönu.Mummi Lú
Emilíana stórglæsileg á sviðinu.Mummi Lú
Jaakko Eino Kalevi spilar tilraunakennt popp.Mummi Lú
Sviðið var tilkomumikið í Eldborgarsal Hörpu.Mummi Lú
Innlifunin og einlægnin var ósvikin.Mummi Lú
Hljómsveitarmeðlimir spiluðu af einskærri snilld.Mummi Lú
Emilíana flutti plötuna Miss Flower.Mummi Lú





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.