Skoðun

„Getið þið ekki talað um eitt­hvað annað en þessa vegi!?“

Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar

Yf­ir­skrift þess­ar­ar grein­ar er bein til­vís­un í um­mæli ónefnds full­trúa sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is á fundi með kjörn­um full­trú­um á sunn­an­verðum Vest­fjörðum fyr­ir nokkr­um árum. Svarið við þeirri spurn­ingu var þá og er enn nei, við get­um ekki talað um neitt annað þar sem sam­göng­ur eru upp­haf og end­ir allra mála sem eru til umræðu á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Leyfi ég mér að full­yrða að þeir sem ekki hafa kynnt sér sér­stak­lega sam­göng­ur á Vest­fjörðum eða hafa ekið um vega­kerfi Vest­fjarða eigi erfitt með að átta sig á því hver staðan raun­veru­lega er.

Mikl­ir fjár­mun­ir hafa sann­ar­lega verið lagðir í sam­göngu­bæt­ur á Vest­fjörðum síðustu ár en bet­ur má ef duga skal og þrátt fyr­ir sam­göngu­bæt­ur er fjórðung­ur­inn enn mik­ill eft­ir­bát­ur annarra lands­hluta, bæði þegar kem­ur að sam­göngu­bót­um og þjón­ustu á veg­um.

Það er flókið að ætla að draga fram ákveðin atriði sem gera þarf bet­ur þegar kem­ur að sam­göngu­mál­um á Vest­fjörðum en ég ætla hér að nefna dæmi um atriði þar sem hægt er að gera mikið bet­ur ef vilj­inn er fyr­ir hendi og til staðar er póli­tísk­ur kjark­ur til að taka ákv­arðanir.

Óvissa í útboðsmá­l­um

Sam­kvæmt gild­andi sam­göngu­áætlun átti fram­kvæmd­um, sem mjög lengi hef­ur verið beðið eft­ir í Gufu­dals­sveit, að ljúka árið 2023 og fram­kvæmd­um á Dynj­and­is­heiði átti að ljúka á ár­inu 2024. Nú vit­um við að svo verður ekki og sam­kvæmt ósamþykktri sam­göngu­áætlun sem legið hef­ur fyr­ir á þingi um hríð á þess­um bráðnauðsyn­legu fram­kvæmd­um að ljúka á ár­inu 2026. Al­gjör óvissa rík­ir þó um þessi verk­efni og eng­in trygg­ing er fyr­ir því hvenær þeim muni ljúka. Á meðan keyra íbú­ar Vest­ur­byggðar á mal­ar­veg­um hvert sem þeir fara, hvort sem það er norður á Ísa­fjörð eða suður til Reykja­vík­ur, og þekkj­umst við lang­ar leiðir á haugskít­ug­um bíl­un­um.

Vetr­arþjón­usta á veg­um

Vetr­arþjón­usta vega á Vest­fjörðum er sú allra slak­asta á land­inu og eng­in for­dæmi fyr­ir styttri þjón­ustu­tíma vega í nein­um öðrum lands­hluta. Ekki er þar við Vega­gerðina að sak­ast því þar er fólk allt af vilja gert. Ástæðan er sú að fjár­mun­ir eru naumt skammtaðir og ákv­arðanir um þjón­ustu­tíma og um­fang þjón­ustu eru tekn­ar ann­ars staðar.

Bíldu­dals­veg­ur ligg­ur frá Bíldu­dal upp á Dynj­and­is­heiði og keyra Bíld­dæl­ing­ar og aðrir þenn­an veg til þess að kom­ast hvort sem er til norður­svæðis Vest­fjarða eða til að sækja þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu. Þessi veg­ur er ekki þjón­ustaður yfir vetr­ar­tím­ann og þurfa Bíld­dæl­ing­ar því að keyra um 92 km um þrjá fjall­vegi og þar af einn hæsta há­lendis­veg lands­ins, á ónýt­um veg­um í stað þess að keyra 45 km um Bíldu­dals­veg upp á Dynj­and­is­heiði. Þessa sömu leið keyr­ir hvern dag fjöldi stórra flutn­inga­bíla með full­fermi af laxi til út­flutn­ings og slíta þar af leiðandi nú þegar ónýt­um veg­um milli byggðar­kjarna á sunn­an­verðum Vest­fjörðum.

Annað dæmi um slaka vetr­arþjón­ustu er mokst­ur á Dynj­and­is­heiði sem er heiðin sem teng­ir sam­an suður- og norður­svæði Vest­fjarða. Fyr­ir nokkr­um árum var tek­in ákvörðum um að byggja upp þann veg, hef­ur það verið gert af mikl­um mynd­ar­skap og er kom­inn þar að mestu góður veg­ur að und­an­skild­um þeim köfl­um sem ekki hafa verið kláraðir. Til að setja það verk­efni í sam­hengi þá stytt­ir sá veg­ur leiðina á milli norður- og suður­svæðis Vest­fjarða um tæp­lega 300 km. Þessi margra millj­arða fram­kvæmd er þó ekki að nýt­ast hinum al­menna íbúa á Vest­fjörðum þar sem mokst­ur á heiðinni telst enn vera til­rauna­verk­efni og er opn­un­ar­tím­inn milli klukk­an 10 og 17 á virk­um dög­um. Ekki er mokað um helg­ar og því ekki sam­göng­ur milli norður- og suður­svæðis Vest­fjarða á helg­um yfir vetr­ar­tím­ann. Á sama tíma er ríkið að setja aukið fjár­magn í að kynna Vest­f­irði sem heils­árs­áfangastað í ferðaþjón­ustu. Þar fara hljóð og mynd ekki sam­an. Benda má á að á sunn­an­verðum Vest­fjörðum er ekki lág­verðsversl­un en það væri til mik­illa bóta að geta sótt versl­un og þjón­ustu á norður­svæði Vest­fjarða. Sé Dynj­and­is­heiði lokuð eiga ung­menni frá suður­svæði Vest­fjarða sem stunda nám í Mennta­skól­an­um á Ísaf­irði engra annarra kosta völ en að keyra 439 km hvora leið, eða alls 878 kíló­metra! Er þá miðað við að ekið sé frá Pat­reks­firði, aust­ur á Þrösk­ulda til Stein­gríms­fjarðar, þaðan yfir Stein­gríms­fjarðar­heiði og til Ísa­fjarðar um Djúp.

Hér hef­ur ein­ungs verið farið yfir örfá dæmi og væri hægt að halda enda­laust áfram með fjöl­mörg dæmi um skerta þjón­ustu við íbúa á Vest­fjörðum.

Áfram­hald vest­firska efna­hag­sæv­in­týr­is­ins

Upp­gang­ur at­vinnu­lífs á Vest­fjörðum síðustu miss­eri hef­ur verið æv­in­týri lík­ast­ur. Þetta efna­hag­sæv­in­týri hef­ur hef­ur átt sér stað þrátt fyr­ir slaka innviði. Sé raun­veru­leg­ur vilji til áfram­hald­andi vaxt­ar at­vinnu­lífs verður hins veg­ar að tryggja sam­göng­ur á Vest­fjörðum og greiða þá miklu innviðaskuld sem safn­ast hef­ur þar upp en Vest­f­irðing­ar sitja uppi með met­fjölda kíló­metra í fyrstu kyn­slóðar vega­köfl­um.

Fagna ber hug­mynd­um Innviðafé­lags Vest­fjarða um „Vest­fjarðalín­una“, þær eru ákall um upp­bygg­ingu jarðganga og annarra sam­göngu­mann­virkja á Vest­fjörðum sem líta ber á sem sér­stakt og af­markað viðfangs­efni. Áhersla á ör­ugga lág­lendis­vegi um byggðir á Vest­fjörðum sem eru jafn­framt teng­ing við höfuðborg­ar­svæðið er mik­il­væg með til­liti til bú­setu­frels­is íbúa, ör­ygg­is veg­far­enda og áfram­hald­andi vaxt­ar at­vinnu­lífs­ins á Vest­fjörðum. Samþykkt sam­göngusátt­mála fyr­ir Vest­f­irði þar sem leitað er nýrra leiða til fjár­mögn­un­ar fram­kvæmda í sam­starfi við at­vinnu­líf, íbúa og hið op­in­bera mun tryggja vöxt og vel­sæld allra, Vest­f­irðinga sem og annarra.

Höfundur er bæjarstjóri Vesturbyggðar. 




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×