Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar 11. nóvember 2024 14:31 Nú standa yfir verkföll allra aðildarfélaga KÍ, verkföll sem dreifast milli sveitarfélaga og skólastiga, í mislangan tíma. Hér í mínu bæjarfélagi, Seltjarnarnesi, eru kennarar í leikskólanum í verkfalli. Ótímabundnu. Í því felst mikil lífsgæðaskerðing fyrir börnin og gífurlegt rask fyrir foreldra og aðstandendur þeirra. Við leikskólakennarar tökum því að fara í verkfall ekki af neinni léttúð; verkfall er neyðaraðgerð sem er ráðist í eftir vandlega ígrundun og er henni ætlað að þrýsta á samningaviðræður í kjarabaráttu. Og þessi aðgerð er óravegu frá því að vera fyrsta skrefið sem tekið hefur verið í yfirstandandi kjaraviðræðum; samninganefndir KÍ hafa setið á fundum mánuðum saman, og hafa kennarar verið samningslausir frá mars og maí á þessu ári. Það sem stóra deilumálið snýst um er að árið 2016, fyrir átta árum, var skrifað undir samning þar sem kennurum var lofað jöfnun launa á við almennan vinnumarkað, á sama tíma og lífeyrisréttindi hins almenna markaðar voru jöfnuð við hinn opinbera. Jöfnun lífeyrisréttinda á almennum vinnumarkaði gekk hratt og örugglega fyrir sig, en kennarar eru nú búnir að bíða í öll þessi ár eftir að hafist verði handa við að jafna laun kennara. Og nú er þolinmæði kennara einfaldlega á þrotum: við búum við samfélagssáttmála sem gerir ráð fyrir því að staðið sé við þá samninga sem skrifað er undir. Ef ekki eru lengur forsendur fyrir því að gagnkvæmt traust ríki á milli viðsemjenda, ættum við einfaldlega að hætta að nota orðið samfélag og finna eitthvað allt annað hugtak sem raunverulega fangar ástandið. Samninganefndir sveitarfélaganna hafa ekki viljað eiga samtal um þennan vanefnda samning og í dag snýst deilan m.a. um að finna viðmiðunarhóp á hinum almenna markaði sem hægt er að bera störf kennara við. Á samfélagsmiðlum snerist orðræðan fljótt upp í að persónugera verkfallsaðgerðir okkar og við leikskólakennarar, á Seltjarnarnesi og víðar, vorum vænd um að vera vond við börnin sem við menntum og hlúum að í okkar daglega starfi. Það er ekki einungis ósanngjarnt, heldur líka virkilega sárt. Við leikskólakennarar erum fagstétt sem stendur í kjaradeilu, með skýran verkfallsrétt. Verkfall þýðir að leggja niður störf. Það þarf vart að taka það fram hvað okkur þykir það miður að börnin, og fjölskyldur þeirra, líði fyrir þetta. En okkur hefur verið stillt upp við vegg og allar aðrar aðgerðir hafa verið fullreyndar. Hvernig þetta verkfall er útfært er ekki á forræði okkar kennara, heldur treystum við því að forysta okkar stéttarfélags hafi þekkingu og innsýn og velji aðgerðir sem knýja fram samninga. Við í Leikskóla Seltjarnarness erum í þeirri óvenjulegu forréttindastöðu að meirihluti starfsfólks leikskólans er fagmenntaður og þar af leiðandi meðlimir í Kennarasambandi Íslands. Að jafnaði fer þar fram metnaðarfullt og vandað starf sem börnin okkar munu búa að á allri sinni skólagöngu. En þetta er því miður ekki raunin í öllum leikskólum landsins, heilt yfir eru leikskólakennarar um 24% starfsfólks í leikskólum. Og þó að hin 76% sem starfa séu vandað og dásamlegt fólk þá er verið að mismuna börnum um tækifæri til menntunar. Þau margvíslegu verkefni sem eru hluti af daglegu starfi leikskólans eru skipulögð og leidd af fagfólki, hvort sem það er málörvun, tónlistarkennsla, listsköpun, útinám eða annað markvisst nám. Þetta eru tækifæri sem börnin á Nesinu fá alla jafna, þó svo enn megi gera betur, en um land allt er verið að brjóta á rétti barna til gæðamenntunar með því að viðhalda leikskólaumhverfinu og kjörum kennara á þann hátt að faglært fólk helst ekki í starfi. Annað starfsfólk leggur svo sannarlega sitt af mörkum og er okkur gífurlega mikilvægt, en fagfólkið er það sem skipuleggur nám barnanna og ber ábyrgðina. Fagfólkið er stöðugleikinn sem leikskólastarfið þarf, því við sem þarna störfum vitum hversu ótrúlega mikilvæg fyrstu árin eru fyrir þroska og vellíðan barna, og skipta öllu máli fyrir það sem koma skal. Enn og aftur þurfum við kennarar að verja fagmennsku leikskólastigsins. Kæru foreldrar, þið hafið fullan rétt á að vera ósátt og hafið rétt á ykkar skoðunum á aðgerðum, en þær breyta ekki þeirri stöðu sem uppi er. Búið er að dæma kröfurnar löglegar. Verkföll eru skollin á. Hvernig þær aðgerðir þróast veltur á viðsemjendum og deilan leysist við samningaborðið, ekki á samfélagsmiðlum. Ég fullvissa ykkur um að ekkert stendur hjarta kennarans nær en að bæta menntun barna; okkur ber skylda til að fjárfesta í börnunum okkar um allt land, ekki bara á Seltjarnarnesi. Og til að það sé mögulegt verður samfélagið að fjárfesta í kennarastarfinu. Það gengur einfaldlega ekki upp að fólk í fullri vinnu, með fimm ára háskólanám að baki, þurfi oftar en ekki að vinna aukavinnu til þess eins að ná endum saman. Ég hvet ykkur til að standa með kennurum og beita ykkur þar sem þið getið haft áhrif. Þið foreldrar eruð langt frá því að vera máttlaust afl, við kennarar leikskólans finnum vel fyrir þrýstingi ykkar, boðleiðin niður á bæjarskrifstofu er ekki lengri. Hvað með með undirskriftalista til sveitarstjórna? Höfundur er kennari og trúnaðarmaður í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Nú standa yfir verkföll allra aðildarfélaga KÍ, verkföll sem dreifast milli sveitarfélaga og skólastiga, í mislangan tíma. Hér í mínu bæjarfélagi, Seltjarnarnesi, eru kennarar í leikskólanum í verkfalli. Ótímabundnu. Í því felst mikil lífsgæðaskerðing fyrir börnin og gífurlegt rask fyrir foreldra og aðstandendur þeirra. Við leikskólakennarar tökum því að fara í verkfall ekki af neinni léttúð; verkfall er neyðaraðgerð sem er ráðist í eftir vandlega ígrundun og er henni ætlað að þrýsta á samningaviðræður í kjarabaráttu. Og þessi aðgerð er óravegu frá því að vera fyrsta skrefið sem tekið hefur verið í yfirstandandi kjaraviðræðum; samninganefndir KÍ hafa setið á fundum mánuðum saman, og hafa kennarar verið samningslausir frá mars og maí á þessu ári. Það sem stóra deilumálið snýst um er að árið 2016, fyrir átta árum, var skrifað undir samning þar sem kennurum var lofað jöfnun launa á við almennan vinnumarkað, á sama tíma og lífeyrisréttindi hins almenna markaðar voru jöfnuð við hinn opinbera. Jöfnun lífeyrisréttinda á almennum vinnumarkaði gekk hratt og örugglega fyrir sig, en kennarar eru nú búnir að bíða í öll þessi ár eftir að hafist verði handa við að jafna laun kennara. Og nú er þolinmæði kennara einfaldlega á þrotum: við búum við samfélagssáttmála sem gerir ráð fyrir því að staðið sé við þá samninga sem skrifað er undir. Ef ekki eru lengur forsendur fyrir því að gagnkvæmt traust ríki á milli viðsemjenda, ættum við einfaldlega að hætta að nota orðið samfélag og finna eitthvað allt annað hugtak sem raunverulega fangar ástandið. Samninganefndir sveitarfélaganna hafa ekki viljað eiga samtal um þennan vanefnda samning og í dag snýst deilan m.a. um að finna viðmiðunarhóp á hinum almenna markaði sem hægt er að bera störf kennara við. Á samfélagsmiðlum snerist orðræðan fljótt upp í að persónugera verkfallsaðgerðir okkar og við leikskólakennarar, á Seltjarnarnesi og víðar, vorum vænd um að vera vond við börnin sem við menntum og hlúum að í okkar daglega starfi. Það er ekki einungis ósanngjarnt, heldur líka virkilega sárt. Við leikskólakennarar erum fagstétt sem stendur í kjaradeilu, með skýran verkfallsrétt. Verkfall þýðir að leggja niður störf. Það þarf vart að taka það fram hvað okkur þykir það miður að börnin, og fjölskyldur þeirra, líði fyrir þetta. En okkur hefur verið stillt upp við vegg og allar aðrar aðgerðir hafa verið fullreyndar. Hvernig þetta verkfall er útfært er ekki á forræði okkar kennara, heldur treystum við því að forysta okkar stéttarfélags hafi þekkingu og innsýn og velji aðgerðir sem knýja fram samninga. Við í Leikskóla Seltjarnarness erum í þeirri óvenjulegu forréttindastöðu að meirihluti starfsfólks leikskólans er fagmenntaður og þar af leiðandi meðlimir í Kennarasambandi Íslands. Að jafnaði fer þar fram metnaðarfullt og vandað starf sem börnin okkar munu búa að á allri sinni skólagöngu. En þetta er því miður ekki raunin í öllum leikskólum landsins, heilt yfir eru leikskólakennarar um 24% starfsfólks í leikskólum. Og þó að hin 76% sem starfa séu vandað og dásamlegt fólk þá er verið að mismuna börnum um tækifæri til menntunar. Þau margvíslegu verkefni sem eru hluti af daglegu starfi leikskólans eru skipulögð og leidd af fagfólki, hvort sem það er málörvun, tónlistarkennsla, listsköpun, útinám eða annað markvisst nám. Þetta eru tækifæri sem börnin á Nesinu fá alla jafna, þó svo enn megi gera betur, en um land allt er verið að brjóta á rétti barna til gæðamenntunar með því að viðhalda leikskólaumhverfinu og kjörum kennara á þann hátt að faglært fólk helst ekki í starfi. Annað starfsfólk leggur svo sannarlega sitt af mörkum og er okkur gífurlega mikilvægt, en fagfólkið er það sem skipuleggur nám barnanna og ber ábyrgðina. Fagfólkið er stöðugleikinn sem leikskólastarfið þarf, því við sem þarna störfum vitum hversu ótrúlega mikilvæg fyrstu árin eru fyrir þroska og vellíðan barna, og skipta öllu máli fyrir það sem koma skal. Enn og aftur þurfum við kennarar að verja fagmennsku leikskólastigsins. Kæru foreldrar, þið hafið fullan rétt á að vera ósátt og hafið rétt á ykkar skoðunum á aðgerðum, en þær breyta ekki þeirri stöðu sem uppi er. Búið er að dæma kröfurnar löglegar. Verkföll eru skollin á. Hvernig þær aðgerðir þróast veltur á viðsemjendum og deilan leysist við samningaborðið, ekki á samfélagsmiðlum. Ég fullvissa ykkur um að ekkert stendur hjarta kennarans nær en að bæta menntun barna; okkur ber skylda til að fjárfesta í börnunum okkar um allt land, ekki bara á Seltjarnarnesi. Og til að það sé mögulegt verður samfélagið að fjárfesta í kennarastarfinu. Það gengur einfaldlega ekki upp að fólk í fullri vinnu, með fimm ára háskólanám að baki, þurfi oftar en ekki að vinna aukavinnu til þess eins að ná endum saman. Ég hvet ykkur til að standa með kennurum og beita ykkur þar sem þið getið haft áhrif. Þið foreldrar eruð langt frá því að vera máttlaust afl, við kennarar leikskólans finnum vel fyrir þrýstingi ykkar, boðleiðin niður á bæjarskrifstofu er ekki lengri. Hvað með með undirskriftalista til sveitarstjórna? Höfundur er kennari og trúnaðarmaður í Leikskóla Seltjarnarness.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun