Fiskikóngurinn kominn í gufuna Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2024 15:23 Kátir og komnir í gufuna. Fiskikóngnum til vinstri handar er sonur hans Ari Steinn Kristjánsson, sá fjallmyndarlegi með yfirvaraskeggið og honum til hægri handar er Birkir Rafnsson, sölustjóri. aðsend Kristján Berg, sem jafnan gegnir nafninu Fiskikóngurinn og hefur mokað út heitum pottum af öllum stærðum og gerðum, hefur nú fært sig yfir í gufubaðið. „Já, ég er að framleiða sauna-klefa núna. Við höfum komið okkur upp verksmiðju úti í Eistlandi. Þar eru sex smiðir og þeir framleiða þetta fyrir okkur.“ Fiskikóngurinn segir það skemmtilega tilviljun að þegar þeir voru að hugsa upp nöfn á klefana, voru þeir fyrst að velta fyrir sér Heklu, Gullfossi og einhverju margnotuðu og tuggnu. En duttu svo óvart niður á nöfn sem tengjast Alþingi. „Þetta eru svartmálaðir klefar og heita nöfnum sem tengjast Alþingi. Þar eru heitustu umræðurnar. Þetta eru tíu klefar og heita Þingsalur, Forseti, Þingvellir, Bessastaðir … já og svo erum við líka með Litla Hraun. Sá klefi er með rimlum. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í klefann og komið út með hreina sál,“ segir Fiskikóngurinn sem telur þetta smellpassa við kosningarnar, sem komu frekar óvænt til sögunnar – eftir að þeir voru búnir að panta klefana. „Nú, ef hjón eru ósammála geta þau farið í hitann og gert út um málin á Þingvöllum,“ segir Kristján Berg sem veit hvað hann syngur. Hann segist vilja búa til góða stemmingu. Glæsilegur gufuklefinn sem fengið hefur nafnið Alþingi. Þangað geta menn farið, með svarta samvisku og komið út eins og hvítþvegnir englar. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í Litla-Hraun og komið út með hreina sál, hvorki meira né minna.aðsend „Svo er ég líka með fullan gám af saunahúfum og sem eru merktar flokkunum.“ Kristján segist ekki hafa tölu á því hversu marga potta hann hafi selt. Þeir séu enda af öllum stærðum og gerðum, rafmagnspottar, skeljar og kaldir pottar. „Þetta eru sjálfsagt tvö þúsund rafpottar sem ég hef selt.“ Svo undarlega vill til að Kristján sjálfur er ekkert fyrir hitann. „Ég er viðkvæmur fyrir hita. Og reyndar kulda líka. Þetta er ekki mín hugmynd. Sonur minn, sem kom inn í fyrirtækið í fyrra og heitir Ari Steinn Kristjánsson, honum datt þetta til hugar.“ „Svo er ég búinn að láta útbúa skilti líka. Ég fékk Indverja sem ég fann á netinu til þess, hann framleiðir fyrir mig flott skilti úr kopar. Við erum bara að búa til stemmingu og hafa gaman að lífinu,“ segir Fiskikóngurinn fjallbrattur að vanda. Sund Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Já, ég er að framleiða sauna-klefa núna. Við höfum komið okkur upp verksmiðju úti í Eistlandi. Þar eru sex smiðir og þeir framleiða þetta fyrir okkur.“ Fiskikóngurinn segir það skemmtilega tilviljun að þegar þeir voru að hugsa upp nöfn á klefana, voru þeir fyrst að velta fyrir sér Heklu, Gullfossi og einhverju margnotuðu og tuggnu. En duttu svo óvart niður á nöfn sem tengjast Alþingi. „Þetta eru svartmálaðir klefar og heita nöfnum sem tengjast Alþingi. Þar eru heitustu umræðurnar. Þetta eru tíu klefar og heita Þingsalur, Forseti, Þingvellir, Bessastaðir … já og svo erum við líka með Litla Hraun. Sá klefi er með rimlum. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í klefann og komið út með hreina sál,“ segir Fiskikóngurinn sem telur þetta smellpassa við kosningarnar, sem komu frekar óvænt til sögunnar – eftir að þeir voru búnir að panta klefana. „Nú, ef hjón eru ósammála geta þau farið í hitann og gert út um málin á Þingvöllum,“ segir Kristján Berg sem veit hvað hann syngur. Hann segist vilja búa til góða stemmingu. Glæsilegur gufuklefinn sem fengið hefur nafnið Alþingi. Þangað geta menn farið, með svarta samvisku og komið út eins og hvítþvegnir englar. Ef menn gera eitthvað af sér geta þeir farið í Litla-Hraun og komið út með hreina sál, hvorki meira né minna.aðsend „Svo er ég líka með fullan gám af saunahúfum og sem eru merktar flokkunum.“ Kristján segist ekki hafa tölu á því hversu marga potta hann hafi selt. Þeir séu enda af öllum stærðum og gerðum, rafmagnspottar, skeljar og kaldir pottar. „Þetta eru sjálfsagt tvö þúsund rafpottar sem ég hef selt.“ Svo undarlega vill til að Kristján sjálfur er ekkert fyrir hitann. „Ég er viðkvæmur fyrir hita. Og reyndar kulda líka. Þetta er ekki mín hugmynd. Sonur minn, sem kom inn í fyrirtækið í fyrra og heitir Ari Steinn Kristjánsson, honum datt þetta til hugar.“ „Svo er ég búinn að láta útbúa skilti líka. Ég fékk Indverja sem ég fann á netinu til þess, hann framleiðir fyrir mig flott skilti úr kopar. Við erum bara að búa til stemmingu og hafa gaman að lífinu,“ segir Fiskikóngurinn fjallbrattur að vanda.
Sund Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög