Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 16:45 Martin Ödegaard var mættur aftur með fyrirliðabandið í leik með Arsenal gegn Chelsea í gær. Nú bíða leikir með norska landsliðinu, treysti fyrirliðinn sér í þá. getty/Marc Atkins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði fyrirliðanum Martin Ödegaard óspart eftir endurkomu hans úr meiðslum. Ödegaard er nú farinn til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa verið frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla. Ödegaard meiddist síðast þegar hann fór í landsliðsverkefni, í september, og er rétt að komast af stað að nýju. Hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapinu gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og lék svo allar 90 mínúturnar í 1-1 jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ótrúlegt“ að sjá Arteta gegn Chelsea Ödegaard lagði upp mark Arsenal í leiknum og frammistaða hans, eftir svo langan tíma í burtu, heillaði Arteta mikið. „Ég veit ekki um annan leikmann sem gæti þetta [spilað 90 mínútur í þessum gæðaflokki] eftir sex vikur í burtu. Hann fékk einn og hálfan dag til að undirbúa sig. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var tengdur við liðið, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Arteta. 🔴⚪️🇳🇴 Arteta on Martin Odegaard: "I don’t know another player that is capable of playing at that level after six weeks out"."How physically and mentally connected he was with the team... it was unbelievable". pic.twitter.com/MM2OCb4VHb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 11, 2024 Arteta var spurður að því eftir leik hvort að Ödegaard myndi nú fara til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa ekki upphaflega verið valinn í hann, en sagðist þá eiga eftir að ræða við Ödegaard. Ekki var að heyra að Arteta væri hrifinn af hugmyndinni, samkvæmt frétt Daily Mirror. „Hann hringdi í mig“ Engu að síður fór það svo að Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, fékk Ödegaard til að bætast í norska hópinn sem spilar við Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn, og við Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar, í Þjóðadeildinni. Solbakken segist hafa fengið hringingu frá Arteta í gærkvöld. „Hann hringdi í mig. Við ræddum stöðuna á opinn og heiðarlegan hátt. Hann var ekki með neinar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram, og það sem Martin hefur sagt við sjúkrateymi bæði Arsenal og okkar,“ sagði Solbakken í dag. Solbakken segir ekki ljóst hvort að Ödegaard spili í leikjunum og að hann búi sig undir báða möguleika. Hann viðurkenndi að það væri ekki vanalegt að knattspyrnustjórar eins og Arteta hefðu samband við landsliðsþjálfara: „Nei, það er það ekki, en við höfum spjallað saman áður. Það hefur svolítið með það að gera að hann er fyrirliðinn og ég hef komið í heimsókn nokkrum sinnum. Ég get ekki hringt í hvern sem er en ég get haft samband þangað, eftir að hafa verið þar,“ sagði Solbakken. Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Ödegaard meiddist síðast þegar hann fór í landsliðsverkefni, í september, og er rétt að komast af stað að nýju. Hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapinu gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og lék svo allar 90 mínúturnar í 1-1 jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ótrúlegt“ að sjá Arteta gegn Chelsea Ödegaard lagði upp mark Arsenal í leiknum og frammistaða hans, eftir svo langan tíma í burtu, heillaði Arteta mikið. „Ég veit ekki um annan leikmann sem gæti þetta [spilað 90 mínútur í þessum gæðaflokki] eftir sex vikur í burtu. Hann fékk einn og hálfan dag til að undirbúa sig. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var tengdur við liðið, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Arteta. 🔴⚪️🇳🇴 Arteta on Martin Odegaard: "I don’t know another player that is capable of playing at that level after six weeks out"."How physically and mentally connected he was with the team... it was unbelievable". pic.twitter.com/MM2OCb4VHb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 11, 2024 Arteta var spurður að því eftir leik hvort að Ödegaard myndi nú fara til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa ekki upphaflega verið valinn í hann, en sagðist þá eiga eftir að ræða við Ödegaard. Ekki var að heyra að Arteta væri hrifinn af hugmyndinni, samkvæmt frétt Daily Mirror. „Hann hringdi í mig“ Engu að síður fór það svo að Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, fékk Ödegaard til að bætast í norska hópinn sem spilar við Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn, og við Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar, í Þjóðadeildinni. Solbakken segist hafa fengið hringingu frá Arteta í gærkvöld. „Hann hringdi í mig. Við ræddum stöðuna á opinn og heiðarlegan hátt. Hann var ekki með neinar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram, og það sem Martin hefur sagt við sjúkrateymi bæði Arsenal og okkar,“ sagði Solbakken í dag. Solbakken segir ekki ljóst hvort að Ödegaard spili í leikjunum og að hann búi sig undir báða möguleika. Hann viðurkenndi að það væri ekki vanalegt að knattspyrnustjórar eins og Arteta hefðu samband við landsliðsþjálfara: „Nei, það er það ekki, en við höfum spjallað saman áður. Það hefur svolítið með það að gera að hann er fyrirliðinn og ég hef komið í heimsókn nokkrum sinnum. Ég get ekki hringt í hvern sem er en ég get haft samband þangað, eftir að hafa verið þar,“ sagði Solbakken.
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira