Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 23:17 Nkunku er falur fyrir rétta upphæð. EPA-EFE/ANDY RAIN Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. The Telegraph greinir frá því að hinn 26 ára gamli Nkunku sé til sölu þrátt fyrir að félagið keypt hann frá RB Leipzig á síðasta ári. Borgaði félagið 52 milljónir punda, rúmlega níu milljarða króna, fyrir leikmanninn en nú vill það losna við hann fyrir sömu upphæð. Þessi fjölhæfi franski framherji var mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili og virðist sem stendur ekki í náðinni hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Manchester United have enquired about Christopher Nkunku, who is unhappy about his playing time under Enzo Maresca at Chelsea 🇫🇷🔴via @lequipe 🗞️ pic.twitter.com/vJLtCL1y2Z— LiveScore (@livescore) November 11, 2024 Nkunku hefur nær eingöngu komið inn af bekknum í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann skorað eitt mark á þeim 154 mínútum sem hann hefur spilað. Hann hefur hins vegar skorað níu mörk, og gefið eina stoðsendingu, í öðrum keppnum. Alls hefur Nkunku því skorað 10 mörk í öllum keppnum sem gerir hann að markahæsta leikmanni liðsins í öllum keppnum. Hann kemst virðist þó ekki vera nálægt því að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu en Chelsea er með ógrynni fjölda leikmanna á sínum snærum. Í 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal voru fremstu fjórir þeir Pedro Neto, Cole Palmer, Noni Madueke og Nicolas Jackson. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom Nkunku inn af bekknum en þar áður höfðu Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk komið inn á. Þá mátti João Félix þola bekkjarsetu allan leikinn og Jadon Sancho var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Sá síðastnefndi er á láni hjá Chelsea en liðið þarf að kaupa hann næsta sumar og miðað við fjölda leikmanna sem er að berjast um fremstu fjórar stöðurnar er líklegt að einn þurfi að fjúka. Sem stendur virðist það vera Nkunku, það er ef eitthvað félag er tilbúið að borga uppsett verð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. The Telegraph greinir frá því að hinn 26 ára gamli Nkunku sé til sölu þrátt fyrir að félagið keypt hann frá RB Leipzig á síðasta ári. Borgaði félagið 52 milljónir punda, rúmlega níu milljarða króna, fyrir leikmanninn en nú vill það losna við hann fyrir sömu upphæð. Þessi fjölhæfi franski framherji var mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili og virðist sem stendur ekki í náðinni hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Manchester United have enquired about Christopher Nkunku, who is unhappy about his playing time under Enzo Maresca at Chelsea 🇫🇷🔴via @lequipe 🗞️ pic.twitter.com/vJLtCL1y2Z— LiveScore (@livescore) November 11, 2024 Nkunku hefur nær eingöngu komið inn af bekknum í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann skorað eitt mark á þeim 154 mínútum sem hann hefur spilað. Hann hefur hins vegar skorað níu mörk, og gefið eina stoðsendingu, í öðrum keppnum. Alls hefur Nkunku því skorað 10 mörk í öllum keppnum sem gerir hann að markahæsta leikmanni liðsins í öllum keppnum. Hann kemst virðist þó ekki vera nálægt því að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu en Chelsea er með ógrynni fjölda leikmanna á sínum snærum. Í 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal voru fremstu fjórir þeir Pedro Neto, Cole Palmer, Noni Madueke og Nicolas Jackson. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom Nkunku inn af bekknum en þar áður höfðu Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk komið inn á. Þá mátti João Félix þola bekkjarsetu allan leikinn og Jadon Sancho var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Sá síðastnefndi er á láni hjá Chelsea en liðið þarf að kaupa hann næsta sumar og miðað við fjölda leikmanna sem er að berjast um fremstu fjórar stöðurnar er líklegt að einn þurfi að fjúka. Sem stendur virðist það vera Nkunku, það er ef eitthvað félag er tilbúið að borga uppsett verð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira