Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 16:46 Svona lítur Fellavöllur út í blíðunni fyrir austan, eftir að nýja gervigrasvið var lagt á hann. Vallarhúsið hægra megin við völlinn er nú komið með aukahæð. mynd/Unnar Erlingsson Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna. Höttur hlaut samtals um 15,7 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrra, af rúmum 40 milljónum sem útdeilt var, og í ár fær félagið svipaða upphæð eða 15,3 milljónir. Dýrmætur stuðningur og hvatning til að gera enn meira, segir formaður knattspyrnudeildar Hattar. Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000 Miklar endurbætur og uppbygging hafa verið á Fellavelli, sem er upphitaður gervigrasvöllur, en Höttur á einnig grasvöllinn Vilhjálmsvöll. Við Fellavöll hefur nú verið byggð önnur hæð ofan á félagshúsið, sem gjörbyltir allri aðstöðu við völlinn. Svona leit Fellavöllur út sumarið 2023 þegar framkvæmdir hófust. Vallarhúsið er neðst á myndinni.Mynd/Skarphéðinn Smári „Í fyrra munaði mestu um að skipt var um gervigras, sem komið var á tíma og jafnvel talað um krabbameinsvaldandi efni í kurlinu á vellinum. Einnig var farið í ýmsar lagfæringar við völlinn, til að standast kröfur KSÍ. Síðan vorum við að byggja aðstöðuhús við völlinn. Þá var í raun byggt ofan á húsnæðið sem sturtuklefarnir eru í, og þar á að vera félagsaðstaða, aðstaða fyrir þjálfara og fleira,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar. Ekki verið að bregðast við velgengni FHL Skarphéðinn Smári segir uppbygginguna ekki vera vegna árangurs FHL, sameinaðs liðs Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis F., sem leikur í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Hann kveðst raunar ekki vita hvar liðið muni spila sína heimaleiki, en FHL alla sína heimaleiki í Fjarðabyggðarhöllinni í sumar. Karlalið Hattar spilar bæði á Fellavelli og Vilhjálmsvelli. Farið var í framkvæmdir við Fellavöll í fyrra og þá leit hann svona út. Vallarhúsið, sem ákveðið var að bæta við hæð ofan á, er vinstra megin við völlinn.mynd/Skarphéðinn Smári „Í mínum huga erum við ekki að bregðast við núverandi velgengni heldur erum við í uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Smári sem fagnar stuðningnum sem fæst úr Mannvirkjasjóðnum. „Þessir styrkir eru auðvitað bara hluti af kostnaðinum við uppbygginguna og sveitarfélagið ber nú stærstan hluta af kostnaðinum. En þetta er virkilega góð lyftistöng og tryggir að við náum að klára verkið fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hvetur okkur líka til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu,“ segir Skarphéðinn Smári. Besta deild kvenna Höttur KSÍ Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Höttur hlaut samtals um 15,7 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrra, af rúmum 40 milljónum sem útdeilt var, og í ár fær félagið svipaða upphæð eða 15,3 milljónir. Dýrmætur stuðningur og hvatning til að gera enn meira, segir formaður knattspyrnudeildar Hattar. Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000 Miklar endurbætur og uppbygging hafa verið á Fellavelli, sem er upphitaður gervigrasvöllur, en Höttur á einnig grasvöllinn Vilhjálmsvöll. Við Fellavöll hefur nú verið byggð önnur hæð ofan á félagshúsið, sem gjörbyltir allri aðstöðu við völlinn. Svona leit Fellavöllur út sumarið 2023 þegar framkvæmdir hófust. Vallarhúsið er neðst á myndinni.Mynd/Skarphéðinn Smári „Í fyrra munaði mestu um að skipt var um gervigras, sem komið var á tíma og jafnvel talað um krabbameinsvaldandi efni í kurlinu á vellinum. Einnig var farið í ýmsar lagfæringar við völlinn, til að standast kröfur KSÍ. Síðan vorum við að byggja aðstöðuhús við völlinn. Þá var í raun byggt ofan á húsnæðið sem sturtuklefarnir eru í, og þar á að vera félagsaðstaða, aðstaða fyrir þjálfara og fleira,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar. Ekki verið að bregðast við velgengni FHL Skarphéðinn Smári segir uppbygginguna ekki vera vegna árangurs FHL, sameinaðs liðs Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis F., sem leikur í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Hann kveðst raunar ekki vita hvar liðið muni spila sína heimaleiki, en FHL alla sína heimaleiki í Fjarðabyggðarhöllinni í sumar. Karlalið Hattar spilar bæði á Fellavelli og Vilhjálmsvelli. Farið var í framkvæmdir við Fellavöll í fyrra og þá leit hann svona út. Vallarhúsið, sem ákveðið var að bæta við hæð ofan á, er vinstra megin við völlinn.mynd/Skarphéðinn Smári „Í mínum huga erum við ekki að bregðast við núverandi velgengni heldur erum við í uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Smári sem fagnar stuðningnum sem fæst úr Mannvirkjasjóðnum. „Þessir styrkir eru auðvitað bara hluti af kostnaðinum við uppbygginguna og sveitarfélagið ber nú stærstan hluta af kostnaðinum. En þetta er virkilega góð lyftistöng og tryggir að við náum að klára verkið fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hvetur okkur líka til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu,“ segir Skarphéðinn Smári.
Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000
Besta deild kvenna Höttur KSÍ Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira