Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 14:58 Nadezhda Buyanova segist ekki hafa gagnrýnt herinn og að móðir barns sem hún hlúði að hafi logið að henni. AP/Pavel Bednyakov Dómstóll í Moskvu hefur dæmt 68 ára gamlan barnalækni í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Nadezhda Buyanova var sökuð af móðir barns sem hún hlúði að um að segja að Rússar gætu sjálfir sér um kennt vegna mannfalls í Úkraínu. Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í sex ára fangelsi en eins og áður segir var hún dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi. Sjálf lýsti Buyanova dómnum sem „fáránlegum“. Samkvæmt frétt rússneska miðilsins Mediazona, sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi, byggir málið gegn Buyanova á vitnisburði konu sem fór með barn sitt til læknisins. Anastasia Akinshina sagði lögreglu að hún hefði sagt son sinn sakna föður síns, sem hefði verið rússneskur hermaður sem féll í Úkraínu. Þá sagði hún Buyanova hafa sagt að faðirinn hefði verið réttmætt skotmark fyrir Úkraínumenn og að Rússar gætu sjálfir sér um kennt. Verjendur barnalæknisins segja Akinshina hafa logið upp á Buyanova. Hún hafi aldrei rætt við móðurina um innrásina í Úkraínu. Þeir benda einnig á að saga móðurinn hafi ítrekað tekið breytingum og málið byggi eingöngu á þeim. Þá segja þeir hægt hefði verið að sanna sakleysi læknisins með því að sýna upptökur úr öryggismyndavélum læknastofunnar en þær upptökur hafi horfið við grunsamlegar aðstæður. Fyrr í dag var áfrýjun 32 ára konu sem dæmd var til tólf ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið um sjö þúsund krónur til góðgerðasamtaka sem styrktu Úkraínumenn. Einn lögmanna Buyanova sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann væri einstaklega grimmilegur. Verjendur hennar hefðu alls ekki búist við svo þungum dómi. Þegar hún var flutt inn í dómsal sagðist Buyanova ánægð með hve margir hefðu mætt í dómsal. Medizona segir um sjötíu manns hafa troðið sér þar inn. Lögum beitt gegn samtökum og fjölmiðlum Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Rússland Vladimír Pútín Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í sex ára fangelsi en eins og áður segir var hún dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi. Sjálf lýsti Buyanova dómnum sem „fáránlegum“. Samkvæmt frétt rússneska miðilsins Mediazona, sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi, byggir málið gegn Buyanova á vitnisburði konu sem fór með barn sitt til læknisins. Anastasia Akinshina sagði lögreglu að hún hefði sagt son sinn sakna föður síns, sem hefði verið rússneskur hermaður sem féll í Úkraínu. Þá sagði hún Buyanova hafa sagt að faðirinn hefði verið réttmætt skotmark fyrir Úkraínumenn og að Rússar gætu sjálfir sér um kennt. Verjendur barnalæknisins segja Akinshina hafa logið upp á Buyanova. Hún hafi aldrei rætt við móðurina um innrásina í Úkraínu. Þeir benda einnig á að saga móðurinn hafi ítrekað tekið breytingum og málið byggi eingöngu á þeim. Þá segja þeir hægt hefði verið að sanna sakleysi læknisins með því að sýna upptökur úr öryggismyndavélum læknastofunnar en þær upptökur hafi horfið við grunsamlegar aðstæður. Fyrr í dag var áfrýjun 32 ára konu sem dæmd var til tólf ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið um sjö þúsund krónur til góðgerðasamtaka sem styrktu Úkraínumenn. Einn lögmanna Buyanova sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann væri einstaklega grimmilegur. Verjendur hennar hefðu alls ekki búist við svo þungum dómi. Þegar hún var flutt inn í dómsal sagðist Buyanova ánægð með hve margir hefðu mætt í dómsal. Medizona segir um sjötíu manns hafa troðið sér þar inn. Lögum beitt gegn samtökum og fjölmiðlum Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum.
Rússland Vladimír Pútín Erlend sakamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira