Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2024 22:17 Jón Daði í leik með Wrexham. Gary Oakley/Getty Images Jón Daði Böðvarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Hollywood-lið Wrexham þegar liðið mætti Port Vale í EFL-bikarnum í fótbolta. Kom hann að eina marki Wrexham í leiknum. Þrátt fyrir að leika í ensku C-deildinni er Wrexham með frægari liðum Englands um þessar mundir. Ástæðan er uppgangur liðsins síðan Hollywood-stjórstjarnan Ryan Reynolds og leikarinn Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Jón Daði var án félags þegar Wrexham lenti í meiðslakrísu og gerðu í kjölfarið stuttan samning við Jón Daða til að létta á álaginu. Jón Daði hafði komið við sögu í einum deildarleik sem og óvæntu tapi í ensku bikarkeppninni þar sem hann var óheppinn að skora ekki áður en kom að leik kvöldsins. Það var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu og stóð hann fyrir sínu. Our line-up this evening to face Port Vale 👊🔴⚪️ #WxmAFC pic.twitter.com/DhNl1pgR0B— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) November 12, 2024 Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Max Clemworth kom gestunum frá Wales yfir á 51. mínútu. Hann skilaði boltanum þá í netið af stuttu færi eftir að Jón Daði hafði skallað hornspyrnu Anthony Forde fyrir markið. Stoðsending á íslenska framherjann sem var tekinn af velli á 66. mínútu. Heimamenn í Port Vale jöfnuðu metin þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Port Vale vann síðan vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið. Þó um sé að ræða riðlakeppni þá fara allir leikir sem enda með jafntefli í EFL-bikarnum í vítaspyrnukeppni og liðið sem vinnur hana fær eitt auka stig. Eftir þrjá leiki í riðli tvö eru Wrexham og Port Vale bæði með sjö stig. Salford er með þrjú stig og U-21 árs lið Úlfanna er með eitt stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Þrátt fyrir að leika í ensku C-deildinni er Wrexham með frægari liðum Englands um þessar mundir. Ástæðan er uppgangur liðsins síðan Hollywood-stjórstjarnan Ryan Reynolds og leikarinn Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Jón Daði var án félags þegar Wrexham lenti í meiðslakrísu og gerðu í kjölfarið stuttan samning við Jón Daða til að létta á álaginu. Jón Daði hafði komið við sögu í einum deildarleik sem og óvæntu tapi í ensku bikarkeppninni þar sem hann var óheppinn að skora ekki áður en kom að leik kvöldsins. Það var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu og stóð hann fyrir sínu. Our line-up this evening to face Port Vale 👊🔴⚪️ #WxmAFC pic.twitter.com/DhNl1pgR0B— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) November 12, 2024 Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Max Clemworth kom gestunum frá Wales yfir á 51. mínútu. Hann skilaði boltanum þá í netið af stuttu færi eftir að Jón Daði hafði skallað hornspyrnu Anthony Forde fyrir markið. Stoðsending á íslenska framherjann sem var tekinn af velli á 66. mínútu. Heimamenn í Port Vale jöfnuðu metin þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Port Vale vann síðan vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið. Þó um sé að ræða riðlakeppni þá fara allir leikir sem enda með jafntefli í EFL-bikarnum í vítaspyrnukeppni og liðið sem vinnur hana fær eitt auka stig. Eftir þrjá leiki í riðli tvö eru Wrexham og Port Vale bæði með sjö stig. Salford er með þrjú stig og U-21 árs lið Úlfanna er með eitt stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira