Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2024 12:03 Theodór segir allan gang á því hvernig fólk komi út úr samböndum á miðjum aldri. Vísir Það er æ algengara að pör búi ekki saman. Sérstaklega þegar þau eru komin yfir miðjan aldur. Þegar pör hætti saman gerist það í langflestum tilvikum að fólk fari of snemma af stað í næsta samband. Þetta segir Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi. Rætt var við Theodór um ást á miðjum aldri og þær áskoranir sem pör á þeim aldri takast á við. Theodór segir það öllu skipta úr hvernig sambandi viðkomandi sé að koma úr. Gott að gefa sér tíma Theodór segir erfitt að fullyrða nokkuð um sambönd sem hefjast á miðjum aldri. Allur gangur sé á því úr hvernig samböndum fólk sé að koma og hvernig farangurinn sé. „Því sumir fara úr sambandi sem er löngu dáið. Það er allt búið á milli parsins fyrir lifandi löngu, það er bara verið að reka heimili saman. Svo eru aðrir sem fara úr sambandi á miðjum aldri og það er út af því að eitthvað hefur átt sér stað, eitthvað trúnaðarbrot eða þess háttar. Í þannig tilfellum er mjög mikilvægt að gefa sér eitt til tvö ár í að vinna úr farangrinum sínum sem þú þarft kannski minni tíma ef það er löngu dáið sambandið og bara verið að reka heimili.“ Hann segir að í langflestum tilfellum fari fólk alltof snemma af stað í næsta samband. Þá er það með allan farangurinn með sér og mögulega upplifun af erfiðu sambandi. „Síðan kynnistu einhverjum og þér líður alltaf vel með viðkomandi, þetta er bara alltaf alveg ótrúlega gaman og ótrúlega dásamlegt og telja þá að það sé mynstrið í nýja sambandinu. Sem er náttúrulega ekki endilega næstu tuttugu, þrjátíu árin, vegna þess að við erum öll með einhvern ófullkomleika sem mun á endanum banka upp á.“ Fer eftir aldrinum Theodór tekur fram að allir eigi skilið að vera hamingjusamir. Sé viðkomandi í óhamingjusömu sambandi og kominn yfir sjötugt þá ráðleggi hann þeim pörum frekar að breyta sambandinu en að breyta um samband. Það sé flókið að breyta á þessum aldri en ekkert sé algilt, sumir velji líka að vera einir. „Við segjum stundum á íslensku að við þroskumst með aldrinum. Sem ég er náttúrulega hundrað prósent ósammála, við eldumst með aldrinum. Það er reyndar ótrúlega gott að eldast, hitt er drepleiðinlegt. En við þroskumst við áreynslu og ef fólk hefur farið í gegnum parsamband sem brotnar siðan og fólk hefur unnið sig vel út úr því þá fer það miklu þroskaðra út úr því heldur en það gekk inn í það.“ Þá séu komin önnur viðhorf og fólk með aðrar kröfur til síns sjálfs og annarra í kringum sig. Fólk hafi betri forsendur til að meta hlutina, þó það sé ekki algilt að fólk þroskist eftir því sem kennitalan verður eldri. Framtíðin býður upp á allskonar sambönd „Það er aukning núna í því að fólk sem byrjar saman á miðjum aldri ætlar ekki endilega að búa saman, ekki endilega að reka heimili saman. Oft er fólk bara hrætt um að missa sjálfstæði sitt, kannski verið í sambandi þar sem það upplifði að það hafði ekki full yfirráð yfir lífi sínu og vill ekki tapa sjálfstæði sínu. Það er ekkert hægt að segja að eitthvað eitt form henti bara nákvæmlega öllum.“ Theodór segir minni árekstra í slíkum samböndum. Hinsvegar sé stundum talað um að pör slípist saman með því að búa saman. Búi pör ekki saman sé minna um snertifleti og þá verði nándin ekki nákvæmlega eins. Hann skorar á fólk að skoða sjálf sig í aðdraganda aðventunnar og vera forvitin um eigin tilfinningar. „Hvað er ég að upplifa? Af hverju er ég að upplifa það? Mín skoðun er sú að fólk ætti að vera í samtalsmeðferð, það ætti að stunda þerapíu einhverstaðar því við erum aldrei búin að svara síðustu spurningunni um okkur sjálf eða umhverfi okkar.“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Þetta segir Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi. Rætt var við Theodór um ást á miðjum aldri og þær áskoranir sem pör á þeim aldri takast á við. Theodór segir það öllu skipta úr hvernig sambandi viðkomandi sé að koma úr. Gott að gefa sér tíma Theodór segir erfitt að fullyrða nokkuð um sambönd sem hefjast á miðjum aldri. Allur gangur sé á því úr hvernig samböndum fólk sé að koma og hvernig farangurinn sé. „Því sumir fara úr sambandi sem er löngu dáið. Það er allt búið á milli parsins fyrir lifandi löngu, það er bara verið að reka heimili saman. Svo eru aðrir sem fara úr sambandi á miðjum aldri og það er út af því að eitthvað hefur átt sér stað, eitthvað trúnaðarbrot eða þess háttar. Í þannig tilfellum er mjög mikilvægt að gefa sér eitt til tvö ár í að vinna úr farangrinum sínum sem þú þarft kannski minni tíma ef það er löngu dáið sambandið og bara verið að reka heimili.“ Hann segir að í langflestum tilfellum fari fólk alltof snemma af stað í næsta samband. Þá er það með allan farangurinn með sér og mögulega upplifun af erfiðu sambandi. „Síðan kynnistu einhverjum og þér líður alltaf vel með viðkomandi, þetta er bara alltaf alveg ótrúlega gaman og ótrúlega dásamlegt og telja þá að það sé mynstrið í nýja sambandinu. Sem er náttúrulega ekki endilega næstu tuttugu, þrjátíu árin, vegna þess að við erum öll með einhvern ófullkomleika sem mun á endanum banka upp á.“ Fer eftir aldrinum Theodór tekur fram að allir eigi skilið að vera hamingjusamir. Sé viðkomandi í óhamingjusömu sambandi og kominn yfir sjötugt þá ráðleggi hann þeim pörum frekar að breyta sambandinu en að breyta um samband. Það sé flókið að breyta á þessum aldri en ekkert sé algilt, sumir velji líka að vera einir. „Við segjum stundum á íslensku að við þroskumst með aldrinum. Sem ég er náttúrulega hundrað prósent ósammála, við eldumst með aldrinum. Það er reyndar ótrúlega gott að eldast, hitt er drepleiðinlegt. En við þroskumst við áreynslu og ef fólk hefur farið í gegnum parsamband sem brotnar siðan og fólk hefur unnið sig vel út úr því þá fer það miklu þroskaðra út úr því heldur en það gekk inn í það.“ Þá séu komin önnur viðhorf og fólk með aðrar kröfur til síns sjálfs og annarra í kringum sig. Fólk hafi betri forsendur til að meta hlutina, þó það sé ekki algilt að fólk þroskist eftir því sem kennitalan verður eldri. Framtíðin býður upp á allskonar sambönd „Það er aukning núna í því að fólk sem byrjar saman á miðjum aldri ætlar ekki endilega að búa saman, ekki endilega að reka heimili saman. Oft er fólk bara hrætt um að missa sjálfstæði sitt, kannski verið í sambandi þar sem það upplifði að það hafði ekki full yfirráð yfir lífi sínu og vill ekki tapa sjálfstæði sínu. Það er ekkert hægt að segja að eitthvað eitt form henti bara nákvæmlega öllum.“ Theodór segir minni árekstra í slíkum samböndum. Hinsvegar sé stundum talað um að pör slípist saman með því að búa saman. Búi pör ekki saman sé minna um snertifleti og þá verði nándin ekki nákvæmlega eins. Hann skorar á fólk að skoða sjálf sig í aðdraganda aðventunnar og vera forvitin um eigin tilfinningar. „Hvað er ég að upplifa? Af hverju er ég að upplifa það? Mín skoðun er sú að fólk ætti að vera í samtalsmeðferð, það ætti að stunda þerapíu einhverstaðar því við erum aldrei búin að svara síðustu spurningunni um okkur sjálf eða umhverfi okkar.“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning