„Nei, Áslaug Arna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2024 21:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, frambjóðandi VG. vísir/vilhelm „Nei, Áslaug Arna, ég fór ekki beint inn í umhverfisráðuneytið til að sinna mínum eigin hagsmunum, fjölskyldu minnar eða vina, heldur til að vinna að almannahagsmunum með því að efla náttúruvernd í landinu.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmála- og vinnumarkaðráðherra, á Facebook-síðu sinni til að bregðast við orðum sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lét falla í Pallborðinu í dag klukkan 14. Guðmundur fenginn beint úr Landvernd í ráðuneyti Áslaug sagði Jón Gunnarsson ekki hafa neitt vald til að hafa áhrif á ákvörðun um veitingu hvalveiðileyfis sem sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Þá ræddi hún hið svo kallaða hlerunarmál þar sem settur var á svið sérstakur blekkingarleikur til að veiða upplýsingar um hvalveiðar upp úr Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns. Ráðherrabústaðnumvísir/vilhelm Á upptöku sagði Gunnar að Jón hafi verið settur í ráðuneytið á móti því að hann myndi taka að sér fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og að Jón ætlaði sér að hafa áhrif á hvalveiðar. Áslaug líkti þá veru Jóns í matvælaráðuneytinu við veru Guðmundar í umhverfisráðuneytinu. „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytið til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd,“ sagði hún. Þakkaði Áslaugu fyrir að minna á hugsjónir sínar Guðmundur ítrekaði í færslu sinni að það væri mikill munur á tíð hans sem umhverfisráðherra og veru Jóns í matvælaráðuneytinu. „Það er allt annað en þegar stjórnmálamanni (í þessu tilviki Jóni Gunnarssyni) er plantað í ráðuneyti til þess að vinna að framgangi mála sem tengjast atvinnustarfsemi og fyrirtæki vinar hans. Þetta tvennt er engan veginn sambærilegt,“ skrifaði hann. Guðmundur þakkaði þá Áslaugu fyrir að minna fólk á að hann berjist fyrir hugsjónum sínum. „Og já, ég friðlýsti eins og enginn væri morgundagurinn. Þetta voru góðir tímar.“ Færsla Guðmundar Inga Guðbrandssonar, frambjoðanda Vinstri Grænna.Skjáskot Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Umhverfismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmála- og vinnumarkaðráðherra, á Facebook-síðu sinni til að bregðast við orðum sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lét falla í Pallborðinu í dag klukkan 14. Guðmundur fenginn beint úr Landvernd í ráðuneyti Áslaug sagði Jón Gunnarsson ekki hafa neitt vald til að hafa áhrif á ákvörðun um veitingu hvalveiðileyfis sem sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Þá ræddi hún hið svo kallaða hlerunarmál þar sem settur var á svið sérstakur blekkingarleikur til að veiða upplýsingar um hvalveiðar upp úr Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns. Ráðherrabústaðnumvísir/vilhelm Á upptöku sagði Gunnar að Jón hafi verið settur í ráðuneytið á móti því að hann myndi taka að sér fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og að Jón ætlaði sér að hafa áhrif á hvalveiðar. Áslaug líkti þá veru Jóns í matvælaráðuneytinu við veru Guðmundar í umhverfisráðuneytinu. „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytið til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd,“ sagði hún. Þakkaði Áslaugu fyrir að minna á hugsjónir sínar Guðmundur ítrekaði í færslu sinni að það væri mikill munur á tíð hans sem umhverfisráðherra og veru Jóns í matvælaráðuneytinu. „Það er allt annað en þegar stjórnmálamanni (í þessu tilviki Jóni Gunnarssyni) er plantað í ráðuneyti til þess að vinna að framgangi mála sem tengjast atvinnustarfsemi og fyrirtæki vinar hans. Þetta tvennt er engan veginn sambærilegt,“ skrifaði hann. Guðmundur þakkaði þá Áslaugu fyrir að minna fólk á að hann berjist fyrir hugsjónum sínum. „Og já, ég friðlýsti eins og enginn væri morgundagurinn. Þetta voru góðir tímar.“ Færsla Guðmundar Inga Guðbrandssonar, frambjoðanda Vinstri Grænna.Skjáskot
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Umhverfismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira