Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar 14. nóvember 2024 09:02 Hefur einkarekstur gengið vel hérna á Norðurlöndunum? Ég bý í Noregi og ég hef því reynslu af heilbrigðiskerfinu hérna, ég vinn líka á heilsugæslu og ég fylgist ágætlega með stjórnmálaumræðu hér í Noregi þar sem minnihlutastjórn systurflokka Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins hefur verið síðustu þrjú ár. Það er ekki slíkt að blandað kerfi sé allstaðar á Norðurlöndunum líkt og Sigmar Guðmundsson hélt fram í Pallborðinu fyrr í dag, og það er heldur ekki slíkt að það virki vel. Ég flutti nýlega milli landshluta í Noregi og er á biðlista eftir nýjum heimilislækni í nýja heimabænum mínum. Ef ég þarf læknisþjónustu sem ekki er bráðatilfelli þarf ég að borga hátt í 30 þúsund krónur fyrir tímann og keyra í tvo tíma í næstu borg til að sækja þjónustuna. Það er því ekki rétt, a.m.k um Noreg að hér sé blandað kerfi og að allir á Norðurlöndunum séu búnir að átta sig á kostunum við blandað kerfi. Það er vissulega einkarekin þjónusta hér en hún er í boði fyrir þá sem borga. Eins og fram hefur komið vinn ég sjálf á heilsugæslu, heilsugæslur og fyrsta stigs heilbrigðisþjónusta er rekin af sveitarfélögum í Noregi ásamt velferðarþjónustu. Eftir tæpa níu mánuði af því að starfa í opinberri þjónustu get ég sagt að einkarekstur fer ekki vel með opinbera kerfið. Hér í Noregi er vinsælt að leigja inn afleysingarfólk frá einkareknum starfsmannaleigum sem fyllir í skarðið þegar ekki næst að ráða í fastar stöður. Það er ótrúlega dýrt fyrir fjárhag sveitarfélaga að leigja inn fólk og nýlega hefur eitt sveitarfélag hér í Þrændarlögum gengið svo langt að hækka árslaun hjúkrunafræðinga og sjúkraliða í föstum stöðum hjá sveitarfélaginum um 2-3 milljónir á ári. Bæjarsjórinn segir einfaldlega að það sé mun ódýara að bjóða hærri laun til þess að lokka fólk í ótímabundin störf hjá sveitarfélaginu en að leigja inn fólk í gríð og erg. Barnavernd í mínu sveitarfélagi gengur erfiðlega að ráða til sín fast starfsfólk, á meðan gerir sveitarfélagið samninga við einkarekin fyrirtæki um afleysingarfólk til nokkra mánaða í senn. Það þýðir að fámannaða þjónustan, í þessu tilfelli barnavernd, þarf að kenna tímabundnum kollegum sínum á starfið, koma því inn í mál og aðstoða þau, til þess að síðan kveðja þau nokkrum mánuðum seinna, missa dýrmæta kollega sína og standa síðan eftir með of mikið vinnuálag þangað til að næsta afleysingarfólk kemur til að byrja ferlið upp á nýtt. Þetta skapar óþarfa álag á starfsfólk sem nú þegar er erfitt að halda í starfi vegna krefjandi vinnu og minnkar líkurnar á því að fólk haldist í starfi hjá hinu opinbera. Þetta er auðvitað líka óboðlegt fyrir viðkvæma þjónustuþega barnaverndar sem þurfa hitta nýtt fólk reglulega. Annað vandamál sem tengist blöndun einkareksturs og opinbers kerfis er að fólk sem leigt er inn er oft á tíðum á mun hærri launum en fólkið sem er í ótímabundnum störfum. Það skapar mikla togstreitu og gremju hjá þeim sem eru þar fyrir og eykur líkurnar á að hið opinbera missi sína starfskrafta sem þýðir þá veikari opinber þjónusta. Starfsmannaleigur ganga meira að segja svo langt að hringja í lækna á opinberum sjúkrahúsum á meðan þeir eru í vinnuni til þess að bjóða þeim stöðu hjá sér. Nýlega deildi læknir á fæðingardeildinni í Bergen einmitt þessari reynslu sinni í innsendri grein á norska ríkisfjölmiðilin. Þar lýsti hún því hvernig þessi þróun hefur farið með opinbert heilbrigðiskerfi. Hún segir þróunina grafa undan vísindastarfi hjá hinu opinbera þegar lykilfólk er lokkað í einkageirann og gerir það að verkum að mikil fagþekking tapast frá hinu opinbera, sem óneitanlega veikir það. Stærsta sjúkrahús Íslands er háskólasjúkrahús og má því ekki við því að tapa þekkingu og vísindafólki frá sér. Minnihlutastjórnin sem nú er við völd er að reyna draga úr þessari þróun hjá hinu opinbera og er markvisst að koma einkageiranum úr þjónustu hins opinbera og takmarka þörf hins opinbera á starfskröfum úr einkageiranum. Það er því ekki slíkt líkt og sumir hægri menn hafa haldið fram nýlega að norrænir verkamannaflokkar séu fylgjandi þessu. Þeir sem gjarnan tala fyrir auknum einkarekstri virðast ekki fatta að heilbrigðisstarfsfólk er takmörkuð auðlind um allan heim. Ég fæ það a.m.k ekki til að ganga upp að ætla opna á meiri einkarekstur þegar við þurfum allar hendur sem hæfar eru til þess að byggja upp okkar opinbera heilbrigðiskerfi. Þar fer einfaldlega ekki hljóð og mynd saman. Þá er vert að minnast á allt heilbrigðismenntaða vísindafólkið okkar sem starfar á háskólasjúkrahúsum um öll Norðurlönd sem ekki vill koma heim. Bæði vegna þess að lífsgæðin hérna úti eru betri en líka vegna þess að starfsaðstæður þeirra á sjúkrahúsunum á Norðurlöndunum eru mun betri. Flokkarnir sem tala um samkeppni og vilja meiri einkarekstur að borðinu ættu kannski frekar að vinna að því að gera opinbert heilbrigðiskerfi á Íslandi meira samkeppnishæft við nágrannalöndin. Ég vil koma að öðru sem Viðreisn nefnir oft, en það er þjónusta við börn og ungmenni og aðgerðir vegna vanlíðan barna. Það fylgir samt ekki frásögninni hvernig þeir ætla gera það. Ég vinn við það að aðstoða börn og foreldra þeirra sem upplifa erfiðleika og veit það að oft eru aðrir utanaðkomandi þættir sem valda því að fólk þurfi hjálp, líkt og fjárhagsáhyggjur. En börn sem búa við fátækt eru að meðaltali hálfu ári á eftir jafnöldrum sínum í heilaþroska við skólabyrjun en jafnaldrar þeirra sem ekki búa við fátækt. Það má rekja til streitunnar sem þau búa við. Hvernig ætli það hafi áhrif á frammistöðu þeirra í skóla? Lítil börn sem búa við fátækt búa líka yfir verri orðaforða enn börn sem ekki gera það. Það er vegna þess að foreldrar þeirra búa við svo mikla streitu að þeir hafa minni orku til þess að tala og leika við börnin sín. Hvernig ætli það hafi áhrif á líðan þeirra og velgengni í menntakerfinu? Samkvæmt íslenskum gögnum er það slíkt að þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman eru 2-3 sinnum líklegri til þess að meta andlega og líkamlega heilsu sína slæma. Ég held við getum flest öll sagt okkur að þetta fólk þarf því meira á heilbriðigsþjónustu að halda heldur en fólk sem ekki býr við fjárhagsáhyggjur. Hvað ætlið þið í Viðreisn að gera í þessum málum? Ég hef ekki mikið heyrt að ykkur sé annt um að lækka hlutfall þeirra barna sem býr við fátækt, sem hefur aukist um 11% síðustu ár? Norsk gögn sýna að börn sem alast upp við fátækt eru 3-4 sinnum líklegri til þess að greinast með geðröskun samanborið við börn sem eiga foreldra í efstu tekjutíundunum. Það sem helst skýrir ójöfnuð í heilsu eru búsetuskilyrði fólks (hverfi, gæði húsnæðis, verðlag á húsnæði og húsnæðisöryggi) og efnahagur fólks. Er planið hjá Viðreisn að slökkva bara elda í heilbrigðiskerfinu eða viljið þið ráðast á rót vandans sem er eiginlega allstaðar annarsstaðar en í heilbrigðiskerfinu? Ég vil í þessu samhengi benda á grein sem ég skrifaði um heilsu og félagslegar aðstæður á Vísi í fyrra -Tölum um lýðheilsu Mér finnst sem kjósanda vanta svör frá ykkur í Viðreisn hvernig þið ætlið að bæta þjónustu við börn og ungmenni, hvaða úrræði þið viljið byggja upp, hvernig þið ætlið að fjármagna það og hvernig þið ætlið að koma í veg fyrir að lítil börn verði ungt fólk sem líður illa. Höfundur vinnur sem barna- og fjölskylduleiðbeinandi, er með BA gráðu í sálfræði, meistaragráðu í heilsueflingu og heilsusálfæði, skrifaði meistararitgerð sína um íslenska lýðheilsupólitík og er áhugamaður um íslensk stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hefur einkarekstur gengið vel hérna á Norðurlöndunum? Ég bý í Noregi og ég hef því reynslu af heilbrigðiskerfinu hérna, ég vinn líka á heilsugæslu og ég fylgist ágætlega með stjórnmálaumræðu hér í Noregi þar sem minnihlutastjórn systurflokka Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins hefur verið síðustu þrjú ár. Það er ekki slíkt að blandað kerfi sé allstaðar á Norðurlöndunum líkt og Sigmar Guðmundsson hélt fram í Pallborðinu fyrr í dag, og það er heldur ekki slíkt að það virki vel. Ég flutti nýlega milli landshluta í Noregi og er á biðlista eftir nýjum heimilislækni í nýja heimabænum mínum. Ef ég þarf læknisþjónustu sem ekki er bráðatilfelli þarf ég að borga hátt í 30 þúsund krónur fyrir tímann og keyra í tvo tíma í næstu borg til að sækja þjónustuna. Það er því ekki rétt, a.m.k um Noreg að hér sé blandað kerfi og að allir á Norðurlöndunum séu búnir að átta sig á kostunum við blandað kerfi. Það er vissulega einkarekin þjónusta hér en hún er í boði fyrir þá sem borga. Eins og fram hefur komið vinn ég sjálf á heilsugæslu, heilsugæslur og fyrsta stigs heilbrigðisþjónusta er rekin af sveitarfélögum í Noregi ásamt velferðarþjónustu. Eftir tæpa níu mánuði af því að starfa í opinberri þjónustu get ég sagt að einkarekstur fer ekki vel með opinbera kerfið. Hér í Noregi er vinsælt að leigja inn afleysingarfólk frá einkareknum starfsmannaleigum sem fyllir í skarðið þegar ekki næst að ráða í fastar stöður. Það er ótrúlega dýrt fyrir fjárhag sveitarfélaga að leigja inn fólk og nýlega hefur eitt sveitarfélag hér í Þrændarlögum gengið svo langt að hækka árslaun hjúkrunafræðinga og sjúkraliða í föstum stöðum hjá sveitarfélaginum um 2-3 milljónir á ári. Bæjarsjórinn segir einfaldlega að það sé mun ódýara að bjóða hærri laun til þess að lokka fólk í ótímabundin störf hjá sveitarfélaginu en að leigja inn fólk í gríð og erg. Barnavernd í mínu sveitarfélagi gengur erfiðlega að ráða til sín fast starfsfólk, á meðan gerir sveitarfélagið samninga við einkarekin fyrirtæki um afleysingarfólk til nokkra mánaða í senn. Það þýðir að fámannaða þjónustan, í þessu tilfelli barnavernd, þarf að kenna tímabundnum kollegum sínum á starfið, koma því inn í mál og aðstoða þau, til þess að síðan kveðja þau nokkrum mánuðum seinna, missa dýrmæta kollega sína og standa síðan eftir með of mikið vinnuálag þangað til að næsta afleysingarfólk kemur til að byrja ferlið upp á nýtt. Þetta skapar óþarfa álag á starfsfólk sem nú þegar er erfitt að halda í starfi vegna krefjandi vinnu og minnkar líkurnar á því að fólk haldist í starfi hjá hinu opinbera. Þetta er auðvitað líka óboðlegt fyrir viðkvæma þjónustuþega barnaverndar sem þurfa hitta nýtt fólk reglulega. Annað vandamál sem tengist blöndun einkareksturs og opinbers kerfis er að fólk sem leigt er inn er oft á tíðum á mun hærri launum en fólkið sem er í ótímabundnum störfum. Það skapar mikla togstreitu og gremju hjá þeim sem eru þar fyrir og eykur líkurnar á að hið opinbera missi sína starfskrafta sem þýðir þá veikari opinber þjónusta. Starfsmannaleigur ganga meira að segja svo langt að hringja í lækna á opinberum sjúkrahúsum á meðan þeir eru í vinnuni til þess að bjóða þeim stöðu hjá sér. Nýlega deildi læknir á fæðingardeildinni í Bergen einmitt þessari reynslu sinni í innsendri grein á norska ríkisfjölmiðilin. Þar lýsti hún því hvernig þessi þróun hefur farið með opinbert heilbrigðiskerfi. Hún segir þróunina grafa undan vísindastarfi hjá hinu opinbera þegar lykilfólk er lokkað í einkageirann og gerir það að verkum að mikil fagþekking tapast frá hinu opinbera, sem óneitanlega veikir það. Stærsta sjúkrahús Íslands er háskólasjúkrahús og má því ekki við því að tapa þekkingu og vísindafólki frá sér. Minnihlutastjórnin sem nú er við völd er að reyna draga úr þessari þróun hjá hinu opinbera og er markvisst að koma einkageiranum úr þjónustu hins opinbera og takmarka þörf hins opinbera á starfskröfum úr einkageiranum. Það er því ekki slíkt líkt og sumir hægri menn hafa haldið fram nýlega að norrænir verkamannaflokkar séu fylgjandi þessu. Þeir sem gjarnan tala fyrir auknum einkarekstri virðast ekki fatta að heilbrigðisstarfsfólk er takmörkuð auðlind um allan heim. Ég fæ það a.m.k ekki til að ganga upp að ætla opna á meiri einkarekstur þegar við þurfum allar hendur sem hæfar eru til þess að byggja upp okkar opinbera heilbrigðiskerfi. Þar fer einfaldlega ekki hljóð og mynd saman. Þá er vert að minnast á allt heilbrigðismenntaða vísindafólkið okkar sem starfar á háskólasjúkrahúsum um öll Norðurlönd sem ekki vill koma heim. Bæði vegna þess að lífsgæðin hérna úti eru betri en líka vegna þess að starfsaðstæður þeirra á sjúkrahúsunum á Norðurlöndunum eru mun betri. Flokkarnir sem tala um samkeppni og vilja meiri einkarekstur að borðinu ættu kannski frekar að vinna að því að gera opinbert heilbrigðiskerfi á Íslandi meira samkeppnishæft við nágrannalöndin. Ég vil koma að öðru sem Viðreisn nefnir oft, en það er þjónusta við börn og ungmenni og aðgerðir vegna vanlíðan barna. Það fylgir samt ekki frásögninni hvernig þeir ætla gera það. Ég vinn við það að aðstoða börn og foreldra þeirra sem upplifa erfiðleika og veit það að oft eru aðrir utanaðkomandi þættir sem valda því að fólk þurfi hjálp, líkt og fjárhagsáhyggjur. En börn sem búa við fátækt eru að meðaltali hálfu ári á eftir jafnöldrum sínum í heilaþroska við skólabyrjun en jafnaldrar þeirra sem ekki búa við fátækt. Það má rekja til streitunnar sem þau búa við. Hvernig ætli það hafi áhrif á frammistöðu þeirra í skóla? Lítil börn sem búa við fátækt búa líka yfir verri orðaforða enn börn sem ekki gera það. Það er vegna þess að foreldrar þeirra búa við svo mikla streitu að þeir hafa minni orku til þess að tala og leika við börnin sín. Hvernig ætli það hafi áhrif á líðan þeirra og velgengni í menntakerfinu? Samkvæmt íslenskum gögnum er það slíkt að þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman eru 2-3 sinnum líklegri til þess að meta andlega og líkamlega heilsu sína slæma. Ég held við getum flest öll sagt okkur að þetta fólk þarf því meira á heilbriðigsþjónustu að halda heldur en fólk sem ekki býr við fjárhagsáhyggjur. Hvað ætlið þið í Viðreisn að gera í þessum málum? Ég hef ekki mikið heyrt að ykkur sé annt um að lækka hlutfall þeirra barna sem býr við fátækt, sem hefur aukist um 11% síðustu ár? Norsk gögn sýna að börn sem alast upp við fátækt eru 3-4 sinnum líklegri til þess að greinast með geðröskun samanborið við börn sem eiga foreldra í efstu tekjutíundunum. Það sem helst skýrir ójöfnuð í heilsu eru búsetuskilyrði fólks (hverfi, gæði húsnæðis, verðlag á húsnæði og húsnæðisöryggi) og efnahagur fólks. Er planið hjá Viðreisn að slökkva bara elda í heilbrigðiskerfinu eða viljið þið ráðast á rót vandans sem er eiginlega allstaðar annarsstaðar en í heilbrigðiskerfinu? Ég vil í þessu samhengi benda á grein sem ég skrifaði um heilsu og félagslegar aðstæður á Vísi í fyrra -Tölum um lýðheilsu Mér finnst sem kjósanda vanta svör frá ykkur í Viðreisn hvernig þið ætlið að bæta þjónustu við börn og ungmenni, hvaða úrræði þið viljið byggja upp, hvernig þið ætlið að fjármagna það og hvernig þið ætlið að koma í veg fyrir að lítil börn verði ungt fólk sem líður illa. Höfundur vinnur sem barna- og fjölskylduleiðbeinandi, er með BA gráðu í sálfræði, meistaragráðu í heilsueflingu og heilsusálfæði, skrifaði meistararitgerð sína um íslenska lýðheilsupólitík og er áhugamaður um íslensk stjórnmál.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun