Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar 14. nóvember 2024 10:17 Kosningaþátttaka ungs fólks til alþingiskosninga, þ.e.a.s fólk á aldrinum 18-29 ára, hefur verið fremur slakari en hjá þeim eldri. Oft á tíðum áttar ungt fólk sig ekki á mikilvægi þess að geta kosið sér fólk til Alþingis. Fólk sem mun stjórna landinu og taka stórar ákvarðanir sem ráða til um framtíð landsins og fólksins í landinu. Einnig skortir ungt fólk áhugann á pólitík, því finnst oft á tíðum það rosalega „fullorðinslegt“ að hafa áhuga á pólitík. Eldra fólkið þarf að hvetja unga fólkið til að mæta á kjörstað og kjósa, að nýta kosningaréttinn sinn, hvort sem hvatningin er í gegnum skólana, félagsmiðstöðvarnar, vinnustaðina eða bara tala við börnin okkar, barnabörnin, systkinin, vinina o.s.frv. Einnig þarf eldra fólkið að gera þeim grein fyrir því að það er ekki skylda að kjósa einhvern einn ákveðinn flokk, þá má líka skila inn auðu. Það er einungis mikilvægt að mæta á kjörstað og setja kjörseðilinn í kassann. Mikilvægt er samt sem áður að mynda ekki skoðun fyrir þau. Það þarf að hvetja þau til þess að mynda sér skoðun sjálf. Leyfa þeim að ráða hvað þau kjósa. Hvetja þau til þess að horfa á þætti í sjónvarpinu, mæta á viðburði, spyrja fólk, lesa greinar, skoða heimasíður flokkanna og mynda sér eigin skoðun út frá því. Það getur verið krefjandi að skoða allar stefnurnar hjá öllum flokkunum, þar sem það er mikið um flókin málefni og málfar sem ungt fólk skilur ekki endilega. Þá er mikilvægt að hjálpa því og útskýra fyrir þeim hvað er átt við. Hjálpum unga fólkinu við að mynda sér skoðun og mæta á kjörstað. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Kosningaþátttaka ungs fólks til alþingiskosninga, þ.e.a.s fólk á aldrinum 18-29 ára, hefur verið fremur slakari en hjá þeim eldri. Oft á tíðum áttar ungt fólk sig ekki á mikilvægi þess að geta kosið sér fólk til Alþingis. Fólk sem mun stjórna landinu og taka stórar ákvarðanir sem ráða til um framtíð landsins og fólksins í landinu. Einnig skortir ungt fólk áhugann á pólitík, því finnst oft á tíðum það rosalega „fullorðinslegt“ að hafa áhuga á pólitík. Eldra fólkið þarf að hvetja unga fólkið til að mæta á kjörstað og kjósa, að nýta kosningaréttinn sinn, hvort sem hvatningin er í gegnum skólana, félagsmiðstöðvarnar, vinnustaðina eða bara tala við börnin okkar, barnabörnin, systkinin, vinina o.s.frv. Einnig þarf eldra fólkið að gera þeim grein fyrir því að það er ekki skylda að kjósa einhvern einn ákveðinn flokk, þá má líka skila inn auðu. Það er einungis mikilvægt að mæta á kjörstað og setja kjörseðilinn í kassann. Mikilvægt er samt sem áður að mynda ekki skoðun fyrir þau. Það þarf að hvetja þau til þess að mynda sér skoðun sjálf. Leyfa þeim að ráða hvað þau kjósa. Hvetja þau til þess að horfa á þætti í sjónvarpinu, mæta á viðburði, spyrja fólk, lesa greinar, skoða heimasíður flokkanna og mynda sér eigin skoðun út frá því. Það getur verið krefjandi að skoða allar stefnurnar hjá öllum flokkunum, þar sem það er mikið um flókin málefni og málfar sem ungt fólk skilur ekki endilega. Þá er mikilvægt að hjálpa því og útskýra fyrir þeim hvað er átt við. Hjálpum unga fólkinu við að mynda sér skoðun og mæta á kjörstað. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar