Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar 14. nóvember 2024 15:01 Á Íslandi hefur sjávarútvegur lengi verið grunnstoð atvinnulífsins. Með tilkomu stóriðju, ferðamannaiðnaðar og nýsköpunar hefur fjölbreytileiki aukist í atvinnulífinu. Verðmætasköpunin sem fer fram í sjávarútveginum og tengdum greinum má þó ekki vanmeta en sjávarútvegurinn, þjónusta við sjávarútveginn og tengdar greinar eru lykilbreytur í lífi sjávarplássa landsins enn þann dag í dag. Árangur Íslands í sjávarútvegi og tengdum greinum í gegnum tíðina er vægast sagt stórkostlegur og íslenskt samfélag hefur fengið að njóta góðs af þeim árangri. Við færðum út landhelgina okkar í 200 mílur árið 1975 og unnum þorskastríð við Breska heimsveldið og er það til marks um ótrúlega seiglu íslenskrar sjómannastéttar. Í seinni tíð höfum við séð nýsköpunarfyrirtæki rísa í sjávarútvegi á borð við Kerecis, Marel og Völku er varða vinnslu og nýtingu á hráefni úr sjó. Óhætt er að segja að íslenskur sjávarútvegur sé í heimsklassa þegar kemur að verðmætasköpun en þessi verðmætasköpun er ekki sjálfsögð þó umræðan í þjóðfélaginu gefi það oft í skyn. Ég er ansi hræddur um að of margir geri sér ekki grein fyrir mikilfengleika þessarar atvinnugreinar vegna þeirrar umræðu sem kann oft að hljóma neikvæð. Ég á tvo vini sem stunda nám við Skipstjórnarskólann og mér blöskrar að heyra af þeirra frásögn af stöðu mála í skólanum. Tækjabúnaður skólans stenst ekki nútíma kröfur þar sem hann er frá 10. áratug síðustu aldar og mikil mannekla starfsfólks í skólanum. Námið er ekki samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði og er eini slíki skólinn á Norðurlöndum sem veitir ekki háskólagráðu fyrir skipstjórnarnám. Þetta er dæmi um nauðsyn þess að stjórnvöld fari í mun meiri mæli að hlúa að þeim greinum sem skapa verðmæti fyrir samfélagið. Sjávarútvegurinn er og verður alltaf ein af grunnstoðum landsins og nauðsynlegt er að við séum að búa til bestu nemendurna á öllum sviðum greinarinnar til að viðhalda gæðum hennar. Undanfarin ár hefur fiskeldi orðið stærri hluti af kökunni í sjávarútveginum og með hverju árinu sem líður mun sá hluti einungis stækka. Ef áform þeirra fyrirtækja sem ætla að reisa landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Reykjanesi ganga upp, þá munu hér á landi myndast ótrúlegt magn tækifæra fyrir fólk sem er menntað í sjávarútvegi eða tengdum greinum. Því verðum við að grípa tækifærin og sækja fram á öllum vígstöðvum sjávarútvegsins því það er hagur allra landsmanna. Við í Miðflokknum munum standa vörð um sjávarútveginn og sjá til þess að hér verði ekki týnd kynslóð af stýrimönnum og öðrum starfsstéttum sem við þurfum á að halda til að láta hjól atvinnulífsins snúast. Sjávarútvegurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf, komum fram við hann þannig. Höfundur er í 4. sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur sjávarútvegur lengi verið grunnstoð atvinnulífsins. Með tilkomu stóriðju, ferðamannaiðnaðar og nýsköpunar hefur fjölbreytileiki aukist í atvinnulífinu. Verðmætasköpunin sem fer fram í sjávarútveginum og tengdum greinum má þó ekki vanmeta en sjávarútvegurinn, þjónusta við sjávarútveginn og tengdar greinar eru lykilbreytur í lífi sjávarplássa landsins enn þann dag í dag. Árangur Íslands í sjávarútvegi og tengdum greinum í gegnum tíðina er vægast sagt stórkostlegur og íslenskt samfélag hefur fengið að njóta góðs af þeim árangri. Við færðum út landhelgina okkar í 200 mílur árið 1975 og unnum þorskastríð við Breska heimsveldið og er það til marks um ótrúlega seiglu íslenskrar sjómannastéttar. Í seinni tíð höfum við séð nýsköpunarfyrirtæki rísa í sjávarútvegi á borð við Kerecis, Marel og Völku er varða vinnslu og nýtingu á hráefni úr sjó. Óhætt er að segja að íslenskur sjávarútvegur sé í heimsklassa þegar kemur að verðmætasköpun en þessi verðmætasköpun er ekki sjálfsögð þó umræðan í þjóðfélaginu gefi það oft í skyn. Ég er ansi hræddur um að of margir geri sér ekki grein fyrir mikilfengleika þessarar atvinnugreinar vegna þeirrar umræðu sem kann oft að hljóma neikvæð. Ég á tvo vini sem stunda nám við Skipstjórnarskólann og mér blöskrar að heyra af þeirra frásögn af stöðu mála í skólanum. Tækjabúnaður skólans stenst ekki nútíma kröfur þar sem hann er frá 10. áratug síðustu aldar og mikil mannekla starfsfólks í skólanum. Námið er ekki samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði og er eini slíki skólinn á Norðurlöndum sem veitir ekki háskólagráðu fyrir skipstjórnarnám. Þetta er dæmi um nauðsyn þess að stjórnvöld fari í mun meiri mæli að hlúa að þeim greinum sem skapa verðmæti fyrir samfélagið. Sjávarútvegurinn er og verður alltaf ein af grunnstoðum landsins og nauðsynlegt er að við séum að búa til bestu nemendurna á öllum sviðum greinarinnar til að viðhalda gæðum hennar. Undanfarin ár hefur fiskeldi orðið stærri hluti af kökunni í sjávarútveginum og með hverju árinu sem líður mun sá hluti einungis stækka. Ef áform þeirra fyrirtækja sem ætla að reisa landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Reykjanesi ganga upp, þá munu hér á landi myndast ótrúlegt magn tækifæra fyrir fólk sem er menntað í sjávarútvegi eða tengdum greinum. Því verðum við að grípa tækifærin og sækja fram á öllum vígstöðvum sjávarútvegsins því það er hagur allra landsmanna. Við í Miðflokknum munum standa vörð um sjávarútveginn og sjá til þess að hér verði ekki týnd kynslóð af stýrimönnum og öðrum starfsstéttum sem við þurfum á að halda til að láta hjól atvinnulífsins snúast. Sjávarútvegurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf, komum fram við hann þannig. Höfundur er í 4. sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun