Stórleikur kvöldsins er leikur Þórs og Tindastóls í Þorlákshöfn. Strákarnir hans Benedikts Guðmundssonar hafa verið á miklu skriði og nú mætir hann með þá á hans gamla heimavöll í Höfninni. Með Stólanum spilar auðvitað líka Adomas Drungilas sem varð Íslandsmeistari með Þór í Þorlákshöfn á sínum tíma.
Það verður athyglisvert að sjá Dani takast á við Evrópumeistara Spánar á Parken.
Það má einnig finna golf og íshokkí á Sportstöðvunum í dag.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.20 hefst útsending frá leik Þórs og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta.
Klukkan 21.05 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem sjöunda umferðin verður gerð upp.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 15.00 hefst útsending frá Anniku Sörensen golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Flórída Bandaríkjunum.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik Njarðvíkur og ÍR í Bónus deild karla í körfubolta.
Vodafone Sport
Klukkan 16.50 hefst útsending frá leik Kýpurs og Litháens í Þjóðadeildinni í fótbolta.
Klukkan 19.35 byrjar bein útsending frá leik Danmerkur og Spánar í Þjóðadeildinni í fótbolta.
Klukkan 00.05 er leikur Columbus Blue Jackets og Pittsburgh Penguins í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.