James hefur nú náð þrennu í þremur leikjum í röð með Los Angeles Lakers en hann var síðast með 35 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar í sigurleik á móti Memphis Grizzlies.
Áður var Lebron með 19 stig, 10 fráköst og 16 stoðsendingar á móti Toronto Raptors og 21 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar á móti Philadelphia 76ers.
Hann var 39 ára og 319 daga þegar hann náði þrennu í þriðja leiknum í röð.
Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að James hafi með þessu sett aldursmet í NBA deildinni en það sem setur það í samhengi er að hann var að bæta eigið met frá 2019.
James sló nefnilega eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár því hann var 34 ára og 310 daga þegar hann náði þremur þrennum í röð árið 2019.
James var þá að slá met Jason Kidd frá 2008 sem hafði verið nítján dögum yngri.